Morgunblaðið - 20.04.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.04.2019, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2019 5. herbergja einbýli ásamt bílskúr á mjög eftirsóttum stað í Reykjanesbæ. Grunnskóli, framhaldsskóli og íþróttamannvirki í göngufæri. Stærð 192,5 m2 Verð kr. 49.800.000 Baugholt 15, 230 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is LÆKKAÐ VERÐ Nú á laugardegi fyrir páska væri ekki úr vegi að huga að fáeinumorðum sem tengjast kristni og kirkju.Ég nefndi á þessum stað fyrir nokkrum vikum að ef orð í ís-lensku byrjar á stafnum p megi vel reikna með að það sé tökuorð sem hafi bæst við norræna orðaforðann einhvern tíma í sögu íslenskunnar. Kristninni fylgdu einmitt mörg slík eins og þessi upptalning sýnir: páfi, páp- íska, paradís, páskar, passía, patína, patríarki, píetismi, pílagrímur, postilla, postuli, predika, prestur, prímsigna og prófastur. Öll eru orðin tengd kristninni og öll hefjast þau á p. Mörg fleiri tökuorð fylgdu hinni nýju menningu, t.d. altari, biskup, djákni, grátur, kirkja og messa. Kristilegu tökuorðin eru mörg hver prýðisdæmi um það hvernig fella má að málkerfinu aðfluttan orðaforða sem fylgir endurnýj- un hugmyndaheims og við- horfa. Í þessu sambandi má þó ekki heldur gleyma því að þeg- ar farið var að þýða og frum- semja kirkjulega texta á ís- lensku, sem við höfum heim- ildir um allt frá 12. öld, var meðal annars leitast við að lýsa heimi kristninnar með orðaforða sem miðaldamenn þekktu úr eigin tungu. Þá gátu norrænir orðhlutar og orð fengið nýja merkingu, t.d. himinn og and- skoti. Í tilefni páskanna sérstaklega má rifja upp að elstu rætur orðsins páskar má finna löngu fyrir upprisuhátíð kristinna manna enda voru páskar trúarhátíð meðal Gyðinga. Orðið er rakið til arameísku og hebresku (pesha, pesah). Páska-orðið er jafnvel eldra en gyðingdómur sem þróuð trúarbrögð; talið hefur verið að vorhátíðahöld sem báru nafn af sömu rót hafi þekkst hjá hinum fornu Hebreum og Ísraelsmönnum. Orðið prestur er rakið til gríska orðsins presbýteros (safnaðaröldungur). Þegar kristnin barst norður á bóginn tóku germönsku málin við orðinu, líkast til eftir viðkomu þess í latínu (presbyter), og viðtökumálin settu mark sitt á orðið eftir atvikum. Þannig festi það rætur í skandinavísku málunum (prest, präst, præst), færeysku og íslensku (prestur), ensku (priest) og þýsku (Priester). Áfram má halda; lettneska, sem raunar er baltneskt tungumál, fékk orðið úr þýsku og bætti við eigin endingu: priesteris. Einn galdurinn í mannlegu máli er að orð geta rúmað fleiri en eina merk- ingu. Hluti af málskilningi okkar er að ráða viðeigandi merkingu af samheng- inu hverju sinni. Orðið mál í íslensku hefur t.d. ólíkar merkingar; tungumál, bolli, mæling, ákæra, málefni o.fl. Orðið horn kemur líka víða við sögu: hljóð- færi, dýrshorn, húshorn, hornspyrna, krósant og margt fleira. Enda þótt orð- ið prestur jafnist ekki á við orðin mál og horn að þessu leyti þá má nefna að prestur hefur vissulega bætt við sig fleiri merkingum í aldanna rás, í viðbót við að tákna starfsmann í hinu kirkjulega embætti. Ein merkingin er vegvís- ir; vegprestur er haft um skilti sem segir til vegar. Páskar og prestar Tungutak Ari Páll Kristinsson aripk@hi.is Prestar Edward Cassidy kardínáli (t.h.) ásamt Karli Sigurbjörnssyni, biskupi Íslands (t.v.) á Kristnihátíð á Þingvöllum 1. júlí 2000. Sl. mánudagskvöld voru athyglisverðar umræð-ur í Kastljósi RÚV undir stjórn SigríðarHagalín Björnsdóttur, sem í tóku þátt ÁgústMár Garðarsson matreiðslumaður og Sigurður Loft Thorlacius, umhverfisverkfræðingur hjá Eflu, verkfræðistofu, um hugbúnað sem mælir svonefnd kolefnisspor máltíða í mötuneyti verkfræðistofunnar. Þegar annars vegar er horft til þeirra umræðna sem þar fóru fram og hins vegar nýrrar hreyfingar sem hefur náð til heimsbyggðarinnar allrar að frumkvæði hinnar 16 ára gömlu Gretu Thunberg frá Svíþjóð, verður það áleitin spurning, hvort næsta samfélags- bylting snúizt um breyttan lífsstíl og verði óhjákvæmi- leg vegna loftslagsbreytinga. Greta Thunberg talaði fyrir nokkrum dögum frammi fyrir fjölda pólitískra leiðtoga í Evrópu og spurði þá hvernig á því stæði að þeir hefðu haldið þrjá toppfundi um BREXIT en engan slíkan um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á lífið á jörðinni. Hugbúnaðurinn, sem gerir starfsfólki Eflu, verk- fræðistofu, kleift að velja sér mat í ljósi þess kolefnis- spors sem það val leiðir af sér, er ein af mörgum vís- bendingum um að í vændum sé breyttur lífsstíll sem byggist á minni neyzlu en samtíminn hefur vanið sig á. Önnur vísbending hér í okkar litla örríki er svonefnd Loftslagsstefna Stjórnarráðsins, sem samþykkt var á ríkisstjórnar- fundi á dögunum, sem snýst bæði um máltíðir og sam- göngumáta, bæði ráðherra og annarra starfsmanna Sjórnarráðsins. Ætla verður að innan tveggja ára hafi rafbílar komið í stað þeirra svörtu límúsína sem ein- kenna bílastæðin fyrir utan gamla stjórnarráðshúsið við Lækjargötu, þegar ríkisstjórnin kemur saman til fundar. Ætla verður að þessi loftslagsstefna breiðist út til annarra þátta opinbera kerfisins. Ef og þegar slíkar breytingar á lífsstíl breiðast út til bæði fyrirtækja og heimila um heimsbyggðina alla, mun hún hafa gífurleg áhrif á efnahagskerfi ríkja heims og í raun og veru er ómögulegt að átta sig á því í dag hver þau verða. En auðvitað mun stórminnkuð „neyzla“ hafa áhrif á atvinnu- og viðskiptalíf. Í stað þess að allt okkar samfélagskerfi í dag snýst um að fá neytandann til að kaupa meira mun áherzlan í framtíð- inni verða á að hann kaupi minna. Samfara þessum breytingum, sem verða óhjákvæmi- legar, eru aðrar breytingar líka fyrirsjáanlegar, sem munu hafa áhrif á atvinnu- og viðskiptalíf, eins og við þekkjum það nú. Þær breytingar snúast um áhrif vél- menna og gervigreindar. Prófessor við háskólann í Cambridge, Diane Coyle að nafni, segir í grein á vefritinu Social Europe, að samfélagssáttmáli eftirstríðsáranna, sem hafi orðið til hjá þróuðum ríkjum, sé að brotna niður sem muni valda öryggisleysi og óvissu. Það sé ómögulegt að sjá fyrir hversu mikil áhrifin verði en þau verði afgerandi. Auðvitað munu þeir láta í sér heyra, sem síðustu áratugi hafa haldið því fram að spádómar um áhrif loftslagsbreytinga séu falsspár og engin ástæða til að veita þeim eftirtekt. En ólíklegt er að þær raddir finni mikinn hljómgrunn í ljósi þess sem getur verið í húfi. Hvað yrði t.d. um okkur hér ef loftslagsbreytingar leiddu til þess að fiskurinn synti út úr íslenzkri fisk- veiðilögsögu vegna áhrifa þeirra á lífið í hafinu og haf- strauma? Stjórnmálabarátta næstu ára mun að verulegu leyti snúast um það, hvort stjórnvöld í hverju landi eigi að vernda atvinnuhætti fyrri tíðar, eins og núverandi rík- isstjórn virðist ætla að gera með því að leyfa áfram- haldandi hvalveiðar. Þó er það svo að í atvinnugrein eins og sjávarútvegi, sem hefur tekið ótrúlegum breyt- ingum á skömmum tíma, eins og að var vikið hér á þessum vettvangi fyrir nokkrum mánuðum, verður ungt fólk, sem komið er til sögunnar í sölu á fiski til útlanda, rækilega vart við að hval- veiðar Íslendinga hafa neikvæð áhrif á fólk, sem ella mundi kaupa íslenzkan fisk. Þeir stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn sem svara ekki kalli nýrra tíma munu verða gleymskunni að bráð, eins og alltaf hefur orðið. Greta Thunberg er tákn þeirra nýju tíma. Boð- skapur hennar er einfaldur: Við unga fólkið erum framtíðin og við vitum að sú framtíð verður ömurleg, ef þið fullorðna fólkið fáið að ráða öllu lengur. Þið hafið sýnt í verki að þið gerið ekki neitt. Það verður ekki ykkar vandamál heldur okkar. Hér hefur verið fjallað um þær meginlínur í þjóð- málabaráttu næstu ára og áratuga, sem byrjað er að sjá móta fyrir í okkar samtíma. Ein skýringin á því, að svo lítið fer fyrir ungu fólki í starfi stjórnmálaflokkanna hér (fyrir utan kannski Pír- ata) er sú, að unga Ísland finnur ekki í starfi og stefnu þessara flokka samhljóm með sínum skoðunum, áhuga- málum, áhyggjum og viðhorfum gagnvart framtíðinni. Á umbrotatímum er stundum erfitt að sjá hvert stefnir. Sumir fjölmiðlar eru uppteknir af því, að svo- kallaður „þjóðernispópúlismi“ sé hin mikla hætta sem steðji að mannfólkinu. Það er mikil grunnhyggni að halda að svo sé. „Pópúlismi“ er, eins og Fukuyama segir, merkimiði sem elítan setur á hugmyndir sem henni eru ekki þóknanlegar. Föðurlandsást og virðing fyrir menningarlegri arfleifð og sögu þjóðar er ekki „þjóðrembingur“. Ef við viljum skynja og skilja framtíðina, skulum við horfa til og hlusta á unga fólkið. Verður breyting á lífsstíl næsta bylting? Horfum til og hlust- um á unga fólkið Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Um þessar mundir er Tómas Pi-ketty helsti spámaður jafn- aðarmanna. Boðskapur hans í bók- inni Fjármagni á 21. öld vakti mikla athygli árið 2014: Þar eð arður af fjármagni vex oftast hraðar en at- vinnulífið í heild, verða hinir ríku sí- fellt ríkari og öðlast óeðlileg ítök. Óheftur kapítalismi leiðir til ójafnari dreifingar tekna og eigna en góðu hófi gegnir. Vitnar Piketty í ræki- legar rannsóknir á tekju- og eigna- þróun víða á Vesturlöndum. Hann vill bregðast við með alþjóðlegum ofursköttum, 80% hátekjuskatti og 5% auðlegðarskatti. Piketty virðist hafa miklu meiri áhyggjur af auðlegð en fátækt, þótt flest teljum við fátækt böl og velmeg- un blessun. Og einn galli á kenningu Pikettys blasir þegar við. Hann und- anskilur það fjármagn, sem ef til vill er mikilvægast, en það er mann- auður (human capital). Það felst í þekkingu manna, kunnáttu, þjálfun og leikni. Þótt menn eigi misjafnlega mikið af mannauði, dreifist hann ef- laust jafnar um atvinnulífið en annað fjármagn. Enn fremur verður að minna á, að nú á dögum er verulegt fjármagn í höndum lífeyrissjóða frekar en einkaaðila. Eignir lífeyrissjóða námu árið 2017 til dæmis 183% af lands- framleiðslu í Hollandi og 152% á Ís- landi. Þegar Piketty fullyrðir, að óheftur kapítalismi leiði til ójafnrar tekju- dreifingar, horfir hann líka fram hjá þeim ríkisafskiptum, sem auka bein- línis á hana. Eitt dæmi er tollar og framleiðslukvótar, sem gagnast fá- mennum hópum, en bitna á neyt- endum. Þá má nefna ýmsar opinber- ar takmarkanir á framboði vinnuafls, sem gera til dæmis læknum, endur- skoðendum, hárgreiðslumeisturum og pípulagningamönnum kleift að hirða einokunarhagnað. Þriðja dæm- ið er skráning einkaleyfa og vernd höfundarréttar: Auður Bills Gates myndaðist ekki síst vegna einka- leyfa, og Agatha Christie og J.K. Rowling urðu ríkar af höfundarrétti. Minna má og á niðurgreidda þjón- ustu við efnað fólk, sem umfram aðra sækir tónleika og sendir börn sín í háskóla. Tekjudreifingin verður líka ójafnari við það, er eigendur og stjórnendur fjármálafyrirtækja fá að hirða gróðann, þegar vel gengur, en senda skattgreiðendum reikninginn, þá er illa fer, eins og sást erlendis í síðustu fjármálakreppu. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Piketty: Er velmeg- un af hinu illa?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.