Morgunblaðið - 20.04.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.04.2019, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2019 ✝ Eiríkur Run-ólfsson fæddist á Fáskrúðsfirði 17. september 1928. Hann lést af slys- förum 12. apríl 2019. Hann var sonur Runólfs Guð- mundssonar og Emerentíönu Guð- laugar Eiríks- dóttur. Hann var yngstur í röð fimm systkina en þau voru Ragnar, Sigrún, Sigurbjörg og Helga. Eiríkur kvæntist 30. desem- ber 1950 Stefaníu Þórð- ardóttur, f. 20.10. 1930, d. 1.12. 2013. Börn þeirra eru Rúnar, f. 29.11. 1950, maki Auður Hjálmarsdóttir, Jón Sigurbjörn, f. 19.1. 1952, maki Þórdís Þórðardóttir, Emma Guðlaug, f. 14.10. 1954, maki Hafþór Gestsson, og Þórður, f. 25.9. 1959, maki Erla Karlsdóttir. Barna- börn Eiríks og Stefaníu eru 12 og barnabarnabörnin eru 28. Eiríkur vann ýmis störf, svo sem við sjómennsku, símavinnu og fangavörslu auk þess sem hann sinnti ýmsum félagsstörfum. Hann var um árabil formaður verkalýðsfélagsins Bárunnar á Eyrarbakka. Útför Eiríks verður gerð frá Eyrarbakkakirkju í dag, 20. apríl 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. Kveðja til elsku besta pabba míns. Þótt sólin nú skíni á grænni grundu, er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt varst þú kölluð á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo gestrisin, einlæg og hlý. En örlög þín ráðin - mig setur hljóða, við hittumst ei framar á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Sigríður Hörn Lárusdóttir) Takk fyrir allt, elsku pabbi minn. Þín dóttir, Emma Guðlaug. Föðurminning. Englar Guðs þér yfir vaki og verndi, pabbi minn, vegir okkar skiljast núna, við sjáumst ekki um sinn. En minning þín hún lifir í hjörtum okkar hér því hamingjuna áttum við með þér. Þökkum kærleika og elsku, þökkum virðingu og trú, þökkum allt sem af þér gafstu, okkar ástir áttir þú. Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góðleg var þín lund og gaman var að koma á þinn fund. Með englum Guðs nú leikur þú og lítur okkar til, nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það ég skil. Og þegar geislar sólar um gluggann skína inn þá gleður okkur minning þín, elsku pabbi minn. Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú á braut, gleði og gæfa okkur fylgdi með þig sem förunaut. Og ferðirnar sem fórum við um landið út og inn er fjársjóðurinn okkar pabbi minn. (G.S.) Elsku besti pabbi minn, takk fyrir allt og allt. Þinn Rúnar. Enn er hoggið í knérunn! Í dag verður borinn til grafar maðurinn í lífi mínu, Eiríkur Runólfsson. Leiðir okkar lágu saman fyrir rúmum fimmtíu ár- um þegar ég kynntist einka- dóttur hans og Stebbu, Emmu. Í þá daga var maður villtur og óstýrilátur en það tók þau hjón og Emmu ekki langan tíma að koma böndum á piltinn, siða hann og koma til manns og gera ábyrgan. Aldrei hefði ég trúað því fyrir fram að maður gæti eignast í einum og sama mann- inum tengdaföður, föður, já, hann gekk mér í föðurstað og tókst það hlutverk einkar vel, og minn besta vin, trúnaðarvin. Ei- ríkur var fæddur á Fáskrúðs- firði sem var honum einkar kær. Rifjaði oft upp bernskuárin, fylgdist vel með öllu sem þar fór fram og sagði okkur margar sögur, allt var best er þaðan kom. Fyrir nokkrum árum fórum við hjónin með þeim Eiríki og Stebbu austur á Fáskrúðsfjörð til að taka þátt í frönskum dög- um. Yndislegt var að fylgjast með gleðinni og fagnaðarfund- um þegar æskuvinir hittust, ógleymanleg ferð. Eiríkur var hógvær maður og ávallt tilbúinn að leiðbeina og hjálpa til. Saman eyddum við löngum stundum, bæði í leik og starfi. Eiríkur var vel liðinn í starfi hvar sem hann starfaði. Það þekkti ég af eigin raun því ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að starfa með honum bæði til sjós og lands. Saman unnum við til dæmis á Litla-Hrauni í hart- nær tvo áratugi. Á engan er hallað þegar ég segi að fáir ef nokkrir starfsmenn hafi náð jafn góðu sambandi við fangana og var hann sannarlega góð fyr- irmynd fyrir alla aðra. Barnabörnin voru í sérstöku uppáhaldi hvar hann fylgdist vel með þeim öllum og spurði margs. Ósjaldan birtist hann glottandi með báðar hendur í vasa og lét skrjáfa í nammipok- anum sem ætlaður var börnun- um og þau soguðust að eins og mý á mykjuskán. Eiríkur og Stebba höfðu einkar gaman af öllum ferðalög- um, bæði utan og innanlands, nutu þess að skoða, njóta og vera innan um fólk. Margar ferðir fórum við saman með tjaldvagnana, í sumarbústaði og til útlanda, allt ógleymanlegar ferðir, stútfullar af góðum minn- ingum. Vegna veikinda Stebbu urðu þau hjón að yfirgefa heim- ili sitt að Vesturbrún og flytja á dvalarheimilið að Sólvöllum. Veikindin ágerðust og ótrúlegt var að fylgjast með æðruleysi og þolinmæði Eiríks í hennar garð. Hann sá um alla hluti, fór með hana í ondúleringu og keypti á hana föt svo fátt eitt sé talið. Þann 1. desember 2013 lést Stebba af slysförum, hún féll úr tröppum á Sólvöllum sem varð hennar banamein. Það má segja að það sé kaldhæðni örlaganna að þann 12. þessa mánaðar biðu Eiríks sömu örlög er hann féll í sömu tröppunum. Á þessari stundu er mér efst í huga ósegjanlegt þakklæti fyrir að hafa fengið að vera samferða þessum einstaka manni, læra af honum og deila með honum súru og sætu. Öllum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð og bið ykkur Guðs blessunar. Eiríkur, takk fyrir allt. Þinn tengdasonur, Hafþór. Ég stend í eldhúsinu á Sól- bakka endur fyrir löngu og ætla mér að steikja læri en er ekki al- veg viss hvernig ég ætti að bera mig að. Þá birtist þú í eldhúsinu hjá mér og sagðir mér að setja vatn í skúffuna hjá lærinu og ausa yfir öðru hverju. Þetta er eitt af mörgu sem þú miðlaðir til mín og er þá fátt eitt sagt. Mörg eru árin liðin síðan ég kynntist þér fyrst þegar ég og frumburður þinn fórum að rugla saman reytum. Þú tókst mér vel frá fyrstu stundu og varst ætíð reiðubúinn að aðstoða og miðla visku þinni til mín. Svo mörg ár, svo margar samverustundir og dýrmætar minningar. Þú varst töffari fram að síð- ustu stund og hafðir einstaklega sjarmerandi glott. Fyrir mörg- um árum færðir þú mér hrafn- tinnu og sagðir mér að með þennan stein myndi ekki kvikna í hjá mér. Hrafntinnan hefur síðan þá fylgt mér og hef ég allt- af haldið mikið upp á hana. Á hverju gamlárskvöldi síðan við hófum búskap höfðum við þann sið að borða saman vin- sæla „kjúllaréttinn“ með öllu til- heyrandi og var ætíð glatt á hjalla. Það er sárt að kveðja en gott að ylja sér við dásamlegar minn- ingar og liðnar samverustundir sem ég er þakklát fyrir að hafa fengið með ykkur elskulegum tengdaforeldrum mínum. Mig langar til að trúa því að þú og Stebba gangið nú saman í sumarlandinu með tíkina okkar, hana Tinnu, sem ykkur þótti svo undur vænt um. Allar stundir okkar hér er mér ljúft að muna. Fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. (Har. S. Mag.) Þín tengdadóttir, Auður Elín. Jæja, elsku afi minn. Jafn mikinn töffara og þig verður erfitt að finna. Afi var alltaf flottur í tauinu og rúntaði um á nýjum bílum eins og sann- ur töffari. Að rúnta eða skutlast, það var nánast alltaf hægt að stóla á afa sem skutlaði manni oft, ekkert alltaf himinlifandi yfir því, en alltaf til. Mér er sérstaklega minnisstætt ein áramótin þegar ég, 13 ára krakkakjáni, fékk þá dellu að vilja fara á áramótaball á Stokkseyri þegar engir af mín- um jafnöldrum máttu fara. Ég fékk þó leyfi en var ekki farin neitt þegar þú komst rúntandi austur Túngötuna, stoppaðir og spurðir hvort þú ættir nú ekki að skutla mér á ball, rúmlega eitt á nýársnótt. Orlofin hjá ykkur ömmu á Vesturbrún voru alltaf yndisleg og magnað hvernig þið amma nenntuð að horfa á hvert leik- ritið á fætur öðru sem við frændsystkinin settum á svið. Nú í seinni tíð urðum við góð- ir vinir og áttum margt sameig- inlegt. Við vorum á sama stað í pólitík og gátum hlegið yfir hin- um vitlausu, að okkur, fannst, saman og áttum við oft glott okkar á milli þegar við hlógum að einhverju. Að koma til þín út á Elló og horfa á Landann eða blaðra um hitt og þetta voru okkur helstu stundir saman síð- ustu ár og er ég svo þakklát fyr- ir okkar góða spjall sem við átt- um viku áður en þú lést. Við blöðruðum um allt milli himins og jarðar og hlógum sérstaklega yfir því að þú hefðir lært að drekka brennivín í Sandgerði. Eins höfum við varið áramót- um saman síðan ég man eftir mér og frá því að ég byrjaði að skvísa mig upp og drekka hlóstu alltaf að mér þegar ég stóð í ströngu við meiköpp kvöldsins með bjórinn við hliðina og spurðir hvað stæði til í kvöld. Það er sárt að sakna en sem betur fer eigum við sem eftir er- um margar yndislegar minning- ar um þig, hvort sem það var að gefa okkur gult PK tyggjó, skutla okkur hingað og þangað eða allar hinar fallegu minning- ar sem við eigum um þig. Ég trúi því að þið amma séuð núna í göngu saman með Tinnu með ykkur og brosið til okkar afkomenda ykkar. Fel þú, Guð, í faðminn þinn, fúslega hann afa minn. Ljáðu honum ljósið bjarta, lofaðu hann af öllu hjarta. Leggðu yfir hann blessun þína, berðu honum kveðju mína. (L.E.K.) Elska þig, Þín Helga Þórey. Elsku, elsku afi minn, nú ertu snögglega farinn frá okkur öll- um og eftir sitja góðar minn- ingar. Það var partur af daglegri til- veru þegar ég var barn að koma á Vesturbrún til ykkar ömmu og orlofin góðu voru alltaf svo spennandi. Mér er sérlega minnisstætt þegar þú lést stundum heyrast í klinkinu í vösunum með prakkarabrosið þitt til að stríða mér smávegis en svo í lok heimsóknarinnar gaukaðirðu að mér nokkrum peningum sem voru fljótir að hverfa í peningakassann í sjopp- unni. Brúna Sorbits-tyggjóið fannst mér besta tyggjó í heim- inum og í æsku man ég ekki öðruvísi eftir þér en að jórtra á því og gefa mér með þér. Þegar þú fékkst nýjan bíl var alltaf sérlega spennandi að koma og skoða og fá smá rúnt. Það sem ég var spenntur þeg- ar stórfjölskyldan kom þér á óvart þegar þú varðst sextugur og laumaðist til að setja upp bíl- skúrsopnara hjá þér á meðan þú varst að heiman. Þegar þú komst svo heim höfðum við falið okkur og opnuðum skúrinn með fjarstýringunni í þann mund sem þið amma rennduð í hlað. Þessi gleðidagur er mér sér- staklega minnisstæður. Eftir að ég eignaðist mína eigin fjölskyldu varstu alltaf mjög áhugasamur um hvernig gengi og spurðir um hagi okkar og varst með allt á kristaltæru. Elsku afi minn, það er mín staðfasta trú að þið amma séuð sameinuð á ný og leiðist í göngu- túr á fallegum stað. Ég ber nafn þitt með stolti og þakklæti og mér er sérstaklega kært að strákarnir mínir og Helga mín hafi fengið að kynn- ast afa Eiríki. Hvíldu í friði, elsku afi Ei- ríkur. Eiríkur Már Rúnarsson. Elsku afi. Mér þótti afar erfitt að fá fréttir af andláti þínu en hugsaði þó að þið amma væruð loksins sameinuð á ný. Mér fannst alltaf svo gaman að koma í heimsókn til ykkar ömmu og spjalla við ykkur með- an þið voruð að hnýta tauma á öngla. Það sem ég gat alltaf spjallað við þig, afi minn, um allskonar hluti, meira að segja hluti sem mér þótti vandræða- legt að tala um þegar gelgjan var á hæsta stigi. Þú varst ekkert eins og allir afar, eða það fannst mér. Þú varst sjarmerandi og stríðinn töffari. Maður vissi alltaf þegar þú varst að stríða manni. Þá kom upp ákveðið glott sem allir í fjölskyldunni kannast við. Ég man að stundum skammaðist amma í þér ef henni þótti grínið ekki fyndið. Eiríkur Runólfsson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HILMAR HAFSTEINN JÚLÍUSSON, kælivélvirki, Strandvegi 12, Garðabæ, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 17. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Erla Sigrún Lúðvíksdóttir Hildur K. Hilmarsdóttir Sigurjón Guðmundss. Hafdís B. Hilmarsdóttir Friðvin Guðmundsson Brynjar Á. Hilmarsson Sólveig D. Larsen Orri H. Hilmarsson Guðný J. Kristinsd. barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA BJARNADÓTTIR frá Fáskrúðsfirði, lést á heimili sínu Sunnuhlíð í Kópavogi hinn 13. apríl síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 26. apríl klukkan 11. Hallgrímur Bergsson Ásta Mikkaelsdóttir Bjarni S. Bergsson Fjóla Hreinsdóttir Salome Bergsdóttir Bergur Bergsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BIRGIR ÞORVALDSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Eir hinn 15. apríl sl. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðjón Birgisson Alma Eir Svavarsdóttir Þorvaldur Ingi Birgisson Guðný Valgeirsdóttir Valdimar Birgisson Margrét Guðrún Jónsdóttir Sigurjón Birgisson Birna Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir mín, GUÐRÚN ÞORGERÐUR SVEINSDÓTTIR, Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, lést á heimili sínu mánudaginn 15. apríl. Jarðsett verður frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð þriðjudaginn 30. apríl klukkan 13. Leifur Guðmundsson og fjölskylda Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN HANNESSON Ásbúð 63, Garðabæ, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 16. apríl. Hannes Jónsson Guðlaug K. Jónsdóttir Jón Gunnar Hannesson Unnur Ösp Hannesdóttir Arnar Atli Hannesson Guðmunda K. Hauksdóttir FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.