Morgunblaðið - 26.04.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2019
Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550
progastro.is | Opið alla virka daga kl. 9–17.
JAPANSKIR HNÍFAR
Allt fyrir eldhúsið
Hágæða hnífar og töskur
Allir velkomnir
Einstaklingar og fyrirtæki
Vefverslunokkarprogastro.iser alltaf opin!
Fjölmenni mætti í garðyrkjuskóla Landbún-
aðarháskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi í gær,
en þar var opið hús eins og hefð er fyrir á sum-
ardaginn fyrsta. Við það tilefni voru garð-
yrkjuverðlaun skólans veitt. Þau hlutu mat-
jurtagarðar Akureyrarbæjar sem Jóhann
Thorarensen er í forsvari fyrir. Viðurkenningu
sem verknámsstaður fengu blómaskreytingar
Garðheima í Mjódd í Reykjavík, þar sem Jó-
hanna Margrét Hilmarsdóttir kennir. Heið-
ursverðlaun fékk Grétar J. Unnsteinsson, skóla-
stjóri Garðyrkjuskóla ríkisins í áratugi. Guðni
Th. Jóhannesson forseti Íslands afhenti verð-
launin þar sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta-
málaráðherra var einnig viðstödd.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Garðyrkjuverðlaunin afhent að Reykjum í Ölfusi
Nýliðinn vetur telst vera afar hlýr,
segir Trausti Jónsson veðurfræð-
ingur í samantekt. Meðalhiti í
Reykjavík var 2,4 stig, um 1,4 stig-
um ofan meðallags vetra síðustu 70
ára og 0,6 stigum ofan meðallags
síðustu tíu vetra. Hitavik eru svipuð
á Akureyri.
Trausti bendir einnig á þá stað-
reynd að vetrarmeðalhiti í Reykja-
vík hefur ekki verið neðan frost-
marks síðan 1995, eða í 24 ár.
Síðustu 70 árin hafa ekki nema
þrír vetur verið hlýrri (1964, 2003 og
2017). Ef litið er enn lengra aftur í
tímann bætast þrír við (1929, 1942
og 1946) og svo einn á 19. öld (1847).
„Spurning hvað þessi hlýindi end-
ast trúlega ekki endalaust þó. Kald-
ur vetur hlýtur að sýna sig um síðir.
Hlýindaskeiðið sem náði hámarki á
árunum 1927 til 1946 var ekki „jafn-
hreint“ og það sem við höfum nú
verið að upplifa. Vetrarhiti var t.d.
neðan frostmarks bæði 1931 og 1937
auk svo 1951 og nokkurra ára á
kuldaskeiðinu,“ segir Trausti.
Úrkoma í Reykjavík í vetur var
tæplega 40 millimetrar umfram
meðallag síðustu tíu ára í vetur, en
um 30 millimetrar á Akureyri.
sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Hari
Milt veður Golfsettin viðruð á golfvelli á góðviðrisdegi í marsmánuði.
Nýliðinn vetur
var afar hlýr
Veikindin sem
hafa gert vart við
sig að undanförnu
hjá hrossum á
húsi er ekki nýr
hrossasjúkdómur
í landinu, að sögn
Sigríðar Björns-
dóttur, dýralækn-
is hrossa-
sjúkdóma hjá
Mast. Hún bendir
á að enn þá sé landlægt smit frá
hrossasóttinni fyrir áratug og tveim-
ur. „Það lítur út fyrir að það sé aðeins
að ná sér á strik núna,“ segir Sigríður.
Hestamenn eru hvattir til að fylgj-
ast vel með hestum sínum á húsi. Ef
þeir verða mikið veikir og hætta að
éta þarf að meðhöndla þá. Sigríður
telur ekki útlit fyrir að faraldur brjót-
ist út, eins og gerðist árið 2010.
Hrossin séu komin með mótstöðu
gegn pestinni og komist yfirleitt yfir
veikindin af sjálfsdáðum.
Ekki ný
hrossapest
í landinu
Flest hrossin kom-
ast yfir veikindin
Sigríður
Björnsdóttir
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Einn draugur fer þó um þinghúsið
og ygglir sig í þingsalnum og er
mikil nauðsyn að kveðinn verði nið-
ur, rotaður í einu höggi, en það er
málþóf,“ sagði Helgi Bernódusson,
skrifstofustjóri Alþingis, í ræðu á
Hátíð Jóns Sigurðssonar sem haldin
var í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í
gær.
Verðlaun í nafni Jóns afhent
Á hátíðinni afhenti Steingrímur J.
Sigfússon, forseti Alþingis, Vibeke
Nørgaard Nielsen, rithöfundi og
fyrrverandi kennara, verðlaun Jóns
Sigurðssonar.
Kemur fram í
fréttatilkynningu
frá Alþingi að
framlag hennar
við kynningu á
Íslandi og ís-
lenskri menningu
í Danmörku sé
ómetanlegt. Hún
hefur haldið sýn-
ingar, kynningar
og fyrirlestra um landið um langt
árabil og skipulagt fjölmargar Ís-
landsferðir fyrir Dani.
Helgi lætur af störfum í ágúst,
eftir rúmlega fjörutíu ára starf á
skrifstofu Alþingis. Hann rifjaði upp
gagnrýni á þingið og þingmenn sem
ávallt hefði verið höfð uppi og hélt
uppi vörnum. „Mig hefur oft undrað
hvað dómar um þingmenn rista
grunnt, bæði um manngildi þeirra
og störf. Allir hafa nokkuð til síns
ágætis, sumir mikið en aðrir auðvit-
að minna. Slíkur er þverskurður
samfélagsins. Harðir dómar mega
ekki verða til þess að varpa skugga
á sjálft lýðræðið og þingræðið. Þá
kemur eitthvað allt annað og miklu
verra í staðinn,“ sagði Helgi.
Tilræði við heilbrigða skynsemi
Helgi sagðist stundum hafa þurft
að sitja samfellt yfir draugagangi
málþófsins. Telur hann tilræði við
heilbrigða skynsemi og yfirgang
sem sé niðurlægjandi fyrir þing-
menn og hina virðulegu stofnun, til-
raun til að lama þingið. Allir flokkar
séu sekir í því efni.
„Málþóf á ekkert skylt við mál-
frelsi, ekki frekar en nauðgun við
kynfrelsi. Það hefur aldrei hvarflað
að nokkrum manni að hefta eðlilegt
og sanngjarnt málfrelsi þingmanna
og rétt þeirra til að koma skoðunum
sínum að. Og mun aldrei verða. Mál-
þóf hefur stundum verið kallað
„vopn“ stjórnarandstöðunnar og
það mundi raska valdajafnvægi í
þingi ef það yrði kveðið niður. En ég
hef seint og um síðir áttað mig á því
hvílíkur reginmisskilningur það er.
Jafnvægið mun aðeins finna sér
nýtt og heilbrigðara form, ef óhæfa
þessi yrði lamin niður með einu
bylmingshöggi, bótalaust,“ sagði
Helgi.
Málþófsdraugurinn verði kveðinn niður
Skrifstofustjóri Alþingis vill banna málþóf Vibeke Nørgaard Nielsen veitt verðlaun Jóns Sigurðssonar
Helgi
Bernódusson
Afhending Vibeke tekur við verð-
launum úr hendi Steingríms J.