Morgunblaðið - 26.04.2019, Blaðsíða 32
Ráðstefna um fyrirlestra Sigurðar
Nordals, Einlyndi og marglyndi, í
Bárubúð 1918-1919 verður haldin í
Hannesarholti á morgun, laugar-
dag, milli kl. 10 og 15.15. Sjálfur lít-
ur hann á fyrirlestra sína sem fram-
lag til heimspekilegrar sálfræði og
þess sem hann kallar „lífernislist“.
Bæði heimspekingar og bók-
menntafræðingar flytja erindi,
þeirra á meðal eru Salvör Nordal,
Logi Gunnarsson, Róbert H. Har-
aldsson, Jón Karl Helgason og
Benedikt Hjartarson.
Ráðstefna um fyrir-
lestra Sigurðar Nordals
FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 116. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Valskonur eru komnar í mjög góða
stöðu í einvíginu við Fram um Ís-
landsmeistaratitil kvenna í hand-
knattleik. Valur vann annan leik lið-
anna eftir framlengingu í Safamýri í
gær, 29:26, og getur tryggt sér Ís-
landsmeistaratitilinn á heimavelli á
sunnudaginn en þá fer þriðji leik-
urinn fram á Hlíðarenda. »27
Titillinn er í augsýn
hjá Valskonum
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Leikritið Þrett-
ánda krossferðin
eftir Odd Björns-
son verður leik-
lesið undir stjórn
Sveins Einars-
sonar í Hann-
esarholti í kvöld
kl. 20 og á
sunnudag kl. 16.
„Oddur var um
sína daga eitt virtasta leikskáld
þjóðarinnar, kannski hreinrækt-
aðasti fulltúi absúrdismans í okk-
ar leikritagerð,“ segir í tilkynn-
ingu. Þar kemur fram að
Þrettánda krossferðin var síðasta
leikrit Odds og að sumu leyti hans
metnaðarfyllsta. Það var frumflutt
í Þjóðleikhúsinu 1993 og sama ár
gefið út á bók.
Leiklesa Þrettándu
krossferðina eftir Odd
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Fimm nemendur í menntaskólanum
á Tröllaskaga heimsóttu mennta-
skóla í Istanbúl, stærstu borg Tyrk-
lands, nýverið ásamt tveimur kenn-
urum.
„Ég held að það sé akkúrat svona
verkefni sem við þurfum á að halda
til þess að rífa niður veggi á milli
fólks í heiminum,“ segir Sigurður
Mar Halldórsson, kennari í Mennta-
skólanum á Tröllaskaga, en hann fór
með nemendunum í ferðina.
„Ég held að mesti lærdómurinn
fyrir okkur öll hafi verið að komast
að því hvað þetta land er miklu nær
okkur en við héldum. Og miklu vest-
rænna en við héldum þrátt fyrir að
þetta sé múslimaland. Þessir krakk-
ar voru mjög hissa á því hvað allt var
venjulegt, vinalegt og kunnuglegt en
samt mjög framandi menning nátt-
úrulega, eins og til dæmis hvað varð-
ar trúarbrögðin,“ segir Sigurður.
Hópurinn dvaldi í viku í Istanbúl
og fékk að kynnast daglegu lífi
drengjanna í Ömer Cam-drengja-
skólanum. Drengirnir úr hópnum
dvöldu á heimavist Ömer Cam-
skólans en stúlkurnar gistu á heima-
vist stúlknaskóla í grenndinni.
„Við gerðum bara allt eins og þau
gera, borðuðum sama matinn, fórum
í tíma og sváfum í sams konar her-
bergjum en svo fórum við nátt-
úrulega í skoðunarferðir og kíktum á
hina sögulegu Istanbúl og sigldum
meðal annars eftir Bosporus,“ segir
Sigurður.
„Við erum öll manneskjur“
Hann segir ferðir sem þessar lið í
því að útrýma fordómum. „Ég held
að þetta sé mjög mikilvægt vegna
þess að við gerum okkur hugmyndir
út frá fréttum um að fólk sé á þenn-
an hátt eða hinn vegna þess að það
býr í þannig landi eða trúir á þannig
Guð. Ég held að þetta sé gríðarlega
mikilvægt til þess að rífa niður veggi
og eyða fordómum á milli fólks í
heiminum. Við erum öll manneskjur,
hlustum á hipphopp og drekkum
kaffi, gerum allt eins nema við biðj-
um kannski á annan hátt eða biðjum
ekki neitt,“ segir Sigurður.
Drengirnir í Ömer Cam eru
spenntir fyrir því að sækja Trölla-
skagann heim. „Þau hafa mikinn
áhuga á því og við erum náttúrulega
búin að bjóða þau velkomin. Það er
ekkert sem við erum farin að plana
en okkur langar til þess og við vær-
um mjög til í að taka á móti þeim og
sýna þeim hvernig við gerum. Þeir
voru mjög áhugasamir og impóner-
aðir yfir því hvernig okkar skóla-
kerfi er. Þeim fannst þetta hálfpart-
inn útópískt, engin lokapróf og allt
öðruvísi stemmning.“
Ljósmynd/Sigurður Mar Halldórsson
Spjall Nemendur í Menntaskólanum á Tröllaskaga ræða hér við tvær kennslukonur í Ömer Cam-drengjaskólanum.
Liður í að „rífa niður
veggi á milli fólks“
Nemendur frá Tröllaskaga heimsóttu menntaskóla í
Istanbúl Gistu á heimavistum og sigldu á ánni Bosporus