Morgunblaðið - 26.04.2019, Blaðsíða 1
Hitamet sumardagsins fyrsta í
Reykjavík var slegið í gær þegar
hitamælir veðurstofunnar fór í 14,1
stig. Líklega féllu einhver hitamet
víðar á landinu en þar sem
skemmra er síðan mælar voru sett-
ir upp annars staðar, vegur það
ekki eins þungt, sagði veðurfræð-
ingur í samtali við Morgunblaðið í
gærkvöld.
Þrátt fyrir að hlýir vindar hafi
blásið um Reykvíkinga var íbúum á
Blönduósi líklega enn hlýrra, en
þar fór nærri að hitamet sum-
ardagsins fyrsta á landsvísu hefði
verið slegið. 18,7 stig mældust þar
en hitametið á landsvísu á sum-
ardaginn fyrsta er 19,8 stig. »4
Hitamet sumar-
dagsins fyrsta féll
2019
2019
40 SÍÐNA SÉRBLAÐ
04 |26 |
ÍSLANDSMÓTIÐ Í
FÓTBOLTA HEFST Í KVÖLD
F Ö S T U D A G U R 2 6. A P R Í L 2 0 1 9
Stofnað 1913 97. tölublað 107. árgangur
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Unnið er í Stjórnarráðinu að und-
irbúningi þess að hrinda í fram-
kvæmd þeim 45 atriðum sem fram
komu í yfirlýsingu sem ríkisstjórnin
gaf í tengslum við samninga á al-
mennum vinnumarkaði. Forsætis-
ráðherra hefur boðað til fundar
hagsmunaaðila um miðjan maí til að
fara yfir stöðu mála og ræða fram-
kvæmdina.
„Ég fagna því að búið er að sam-
þykkja samningana. Í þeim felst ný
nálgun til farsældar fyrir launafólk.
Þetta er áfangi og nú tekur við vinna
af hálfu ríkisvaldsins við fram-
kvæmd á þeirri yfirlýsingu sem við
gáfum. Við erum byrjuð að vinna að
því,“ segir Katrín Jakobsdóttir for-
sætisráðherra þegar leitað er álits
hennar á niðurstöðu atkvæða-
greiðslna meðal félagsmanna stétt-
arfélaga og atvinnurekendasam-
banda um nýjan
kjarasamning,
svokallaðan lífs-
kjarasamning.
„Vinnan er enn á
byrjunarstigi.
Við áttum okkur
á því að heilmikil
vinna er eftir. Ég
sé fyrir mér núna
að ráðuneytin
fylgist með verk-
efnunum og geri áætlanir um það
hvernig unnið verði að þeim og á
hvaða tíma. Verður gerð grein fyrir
því á fundi með öllum aðilum samn-
inganna og sveitarfélögum og sam-
tökum opinberra starfsmanna. Að-
gerðirnar eru almennar og gagnast
öllum, sama hvar þeir eru starf-
andi,“ segir Katrín.
„Það var metnaðarmál hjá mér að
breyta samskiptum við aðila vinnu-
markaðarins. Hugsunin er að halda
þessu samtali áfram og koma sam-
skiptunum í fastara form enda tel ég
að það hafi skilað árangri,“ segir
Katrín Jakobsdóttir.
Kröfur um að flýta lækkun
Kröfur hafa komið fram um að
skattabreytingar þurfi að koma
hraðar til framkvæmda en ríkis-
stjórnin hefur áformað. Það hefur
meðal annars komið fram í yfirlýs-
ingu Drífu Snædal formanns ASÍ og
Sólveigar Önnu Jónsdóttur, for-
manns Eflingar og formanns efna-
hags- og skattanefndar ASÍ.
Forsætisráðherra segir að krafan
komi sér ekki á óvart. „Við höfum
ekki lofað neinu öðru en fram kemur í
yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar en eig-
um von á nýrri hagspá í byrjun maí
og munum þá fara yfir hana í
tengslum við yfirlýsinguna,“ segir
hún. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar
er sagt að komið verði á þriggja
þrepa skattkerfi með nýju lágtekju-
þrepi.
Fundað um fram-
kvæmd aðgerða
Skattaloforðið óbreytt en stjórnvöld bíða nýrrar hagspár
Katrín
Jakobsdóttir
Heimsóknum til
Frú Ragnheiðar,
skaðaminnkandi
úrræðis Rauða
krossins fyrir
fólk sem notar
vímuefni í æð,
fjölgaði um 38%
á milli áranna
2017 og 2018.
Heimsókn-
irnar voru 3.854
en einstaklingarnir að baki þeim
455.
Verkefnisstýra Frú Ragnheiðar
segir aukninguna ekki til komna af
því að fleiri noti vímuefni í æð.
Fremur skýri aukin þjónusta Frú
Ragnheiðar þessa fjölgun ásamt
því að hópurinn sem leiti til Frú
Ragnheiðar hafi þyngst.
„Margir þeirra sem leita til okk-
ar hafa verið heimilislausir lengi.
Það veldur því að þau eru veikari
bæði líkamlega og andlega. Síðan
eru biðlistar í vímuefnameðferðir
langir, það eru helstu ástæður þess
að hópurinn er orðinn þyngri.“ »2
Aukin að-
sókn í Frú
Ragnheiði
Hópurinn þyngist
Svala
Jóhannesdóttir
Fyrsta degi sumars var fagnað víða um land í gær með skrúð-
göngum og öðrum skemmtunum, eins og hefð og venja er fyrir.
Ein hefð sem haldin er í heiðri á þessum degi á sér þó dýpri ræt-
ur en margar aðrar; Víðavangshlaup ÍR, sem hefur verið haldið
árlega frá árinu 1916. Á því var að sjálfsögðu engin breyting í
ár og skráðu 663 hlauparar sig til leiks. Það var þó fleira sem
ekki breyttist frá fyrri árum en í karlaflokki sigraði Arnar Pét-
ursson úr ÍR, líkt og síðustu tvö ár. ÍR-ingar báru höfuð og
herðar yfir aðra í karlaflokki en næstu fimm hlauparar á eftir
Arnari komu einnig úr röðum ÍR. Í flokki kvenna sigraði María
Birkisdóttir úr FH, á eftir henni kom Arndís Ýr Hafþórsdóttir
úr Fjölni og þriðja varð Fríða Rún Þórðardóttir úr ÍR.
Sprett úr spori í sólinni á sumardaginn fyrsta
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Íslenski framleiðand-
inn Good Good náði á
topp vinsældalista yf-
ir mest seldu sult-
urnar hjá bandarísku
vefversluninni Ama-
zon nýverið.
Framkvæmdastjóri
Good Good segir vinsældirnar skýr-
ast af heilsuvakningu á heimsvísu
en sultan er framleidd án viðbætts
sykurs. »12
Íslensk sulta í
toppbaráttunni