Umbrot - 11.07.1975, Blaðsíða 2

Umbrot - 11.07.1975, Blaðsíða 2
Heiðtirsborgaraskjalið . . . Framhald af bls. 1. eins og hann er og hefur ætíð verið. Ég hef hér að framan í ör- stuttu máli gert grein fyrir prestsstarfi sr. Jóns hér á Akra nesi, sem að allra dómi hefur verið unnið með ágætum. Eftir er þá að minnast á hinn þáttinn í lífi hans, sem réði úrslitum þess, að við erum hér saman komin í dag. Það er forustustarf hans í málefn- um Byggðasafnsins í Görðum. Byggðasafnið var opnað við hátíðlega athöfn þann 13. des. 1959. Áður hafði sr. Jón um mörg ár unnið að undirbúningi safnsins með söfnun muna. Safnið er fyrst og fremst orðið til fyrir dugnað hans og þraut- seigju. Enginn almennur skiln ingur var til fyrir gildi slíkrar stofnunar, áður en hann hófst handa og lét engar úrtölur á sig fá. Honum var ljósara en flestum öðrum: „Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja, án fræðslu þess’ liðna, sést ei, hvað er nýtt“. Þessi snjöllu orð skáldsins hafa orðið sr. Jóni hvatning í hinu mikla menningarstarfi, sem eftir hann liggur í Görð- um. Það leynir sér ekki að hann hefur farið sínum nær- fæmu listamannahöndum um safnið og lagt alla sál sína í störfin þar. Ekki aðeins í söfn un muna og niðurröðun þeirra, heldur hefur hann teiknað sjálf ur fjölda mynda af gömlum bæjum í hreppunum hér fyrir ofan Akranes, eftir ljósmynd- um eða fyrirsögn eldri manna, sem svo langt muna. En safn þetta er fyrir ’Akranes og hreppana sunnan Skarðsheiðar í Borgarfjarðarsýslu, eins og kunnugt er. Safnið í Görðum er nú tvímælalaust eitt af merk- ustu byggðasöfnum landsins. Þetta safn, í hinum nýju húsa- kynnum gegnir þegar mikil- vægu menningarsögulegu hlut- verki og á eftir að gera enn meira, er tímar líða. Þegar gestir koma hér á Akranes er Byggðasafnið í Görðum, eitt af því, sem sjálfsagt þykir að sýna og er stolt bæjarbúa. Safn þetta væri vart til, án dugnaðar og einbeitni sr. Jóns, mér liggur við að segja þráa. Og enn er horft til hans um uppbyggingu safnsins um mörg ókomin ár. Enn er þar mikið verk að vinna fyrir frjóan anda og listrænar hendur“. Því næst var sr. Jóni af- hent heiðursborgaraskjalið. Það er forkunnar fagurt, gert úr geitaskinni og fóðrað að innan með flaueli. Á forhlið þess er mynd af gamla byggða safninu og minningartruninum. Sigfús Halldórsson, tónskáld og listamaður skrautritaði skjalið. Textinn sem ritaður er, hljóðar þannig: „Bæjarstjórn Akraness hefur einróma kjörið þig heiðursborgara Akraness sem vott virðingar og þakk- lætis fyrir iangt og farsælt starf á Akranesi og sérstak- lega fyrir forystu þína í mál efnum Byggðasafnsins að Görðum“. Undir þennan texta rituðu bæjarstjórnarmenn og bæjar- stjóri. Þegar afhendingu var lokið ávarpaði heiðursborgarinn við- stadda og sagði: „Háttvirta bæjarstjóm Akra neskaupstaðar, góðir kirkju- gestir, kæru vinir. Ég get ekki að því gert, — mér voru sporin nokkuð erfið upp kórþrepin að þessu sinni. Ég bið ykkur skilja mig. Á- stæðan fyrir því er, að ég finn mig vera mjög ómaklegan þess heiðurs, sem bæjarstjórnin hef- ur sýnt mér — og forseti henn- ar hefur innsiglað svo fagur- lega hér í helgidóminum - fyr- ir hennar hönd. — Maður skyldi aldrei slá á framrétta bróðurhönd, - og vel veit ég það, að sú hönd, sem mér hef- ur verið rétt nú, er slík, - að baki heill og einlægur hugur og vinarþel. Fyrir því er ég djúpt snortinn og innilega þakklátur. Enginn er neitt af sjálfum sér. „Af náð Guðs er ég það, sem ég er,“ er sígild játning. Eigi maður ekki að Guð sinn - og einnig góða menn - kemst maður lítið - öllu heidur ekkert áfram á lífsleiðinni, er að gagni komi í neinu tilliti. Mín hamingja í lífinu hefur verið að fá að lifa með Guði mín- um, fundið handleiðslu hans við hvert fótmál, hann mátt- ugan í mér óstyrkum, - og samferðamönnum mínum, sem staðið hafa við hlið mér á þann veg, sem frekast er hægt að vonast til og biðja um. Það, sem ég kann að hafa gert á betri lund á lífshlaupi mínu, er ekki mitt eigið, allt er það náðargjöf, sem lífið hefur rétt mér, gjöf, sem mér hefur verið trúað til að fara þannig með og ávaxta, er til hamingju mætti leiða og blessunar í sem mestum mæli. Hvort svo hef- ur orðið er ekki mitt að dæma. - Ég er í skuld við mennina, í enn stærri skuld við Drott- inn minn og Guð minn. Honum gef ég dýrðina, honum ber lofgjörðin, - og hjartans besta þökkin meðbræðrum míhum - fyrr og síðar, sem verið hafa mér skilningsríkir vinir, gert mér það mögulegt að mér hef- ur auðnast að fá að sjá marg- ar af óskum mínum og vonum rætast. - Akurnesingar - vinir mínir - hafa jafnan frá fyrstu nánum kynnum frá löngu liðnum ár- um átt stóra rúmið í hjarta mínu - og eðlilega. - Ykkar vinátta - yngri og eldri - hefur verið mér og mínum sá arinn - það Ijós á leið árin mörg, sem aldrei verður fullþakkað. Guð blessi ykkur, vinir, fyrir það. - Hjá ykkur mun hugur minn dvelja það sem eftir er - í bænum mínum um vernd og handleiðslu á hverri tíð. Fráleitt væri, að láta þessa stund líða hjá án þess að hug- urinn dveldi hjá henni - og sérstaklega, sem gengið hefur sporin með mér langleið af ævi minni - konunni minni. Ávöxtur lífsstarfsins - miklu hefði hann orðið fátæklegri, draumarnir færri, er fengu að líta dagsins ljós, ef ég hefði ekki notið þess, sem hún hef- ur gefið mér. Fyrir því er hann fyrir mér sá heiður, sem mér hefur verið sýndur, einnig hennar - sem sveigur lagður henni um enni. Þann sveig kýs ég mér að mega kyssa. Ég lýk orðum mínum með endurtekinni alúðarþökk til ykkar allra í bæjarstjóm Akra ness fyrir þann virðingarvott, sem ég hefi notið af ykkar hendi. Af fyrr sögðu hlýjar hann mér og hvetur mig jafn- framt til að endurgjalda í verki meðan heilsa og líf end- ist - í þeim mæli, er ég frekast fæ í té látið bæjarfélagi okk- ar til menningarauka, hags og blessunar. Ykkur öllum, sem sýnt haf- ið okkur hjónunum vinsemd með nálægð ykkar og þátttöku í þessari athöfn, færum við okkar innilegustu þökk.“ Sr. Bjöm Jónsson sóknar- prestur las upp bréf til sr. Jóns frá biskupi Islands, herra Sigurbimi Einarssyni, en hann gat ekki verið viðstaddur þessa athöfn vegna embættisverka. Að endingu flutti sr. Bjöm tónbæn fyrir altari og sung- inn var sálmurinn Faðir and- anna. Fjölmenni var við athöfn- ina og eins og áður segir var hún öll hin virðulegasta og bæjarstjóm Akraness til mik- ils sóma. „Hjóðhátíð” Framhald af bls. 9 nauðsynleg er. Við stefnum nú að fjölþættri iðnvæðingu, og er það vel, sé það gert án þess að vega að hinum hefðbundnu atvinnugreinum, er þjóðin hef- ur stundað og hafa verið og em lífæðar hennar. Sú var tíðin að menntun var forréttindi þeirra, er meira máttu sín. Enn er langt í land að allir eigi jafn greiðan að- gang að menntun, þ.e. hver geti aflað sér menntunar í ná- grenni sinnar heimabyggðar. Allir hafa gert sér þess fulla grein, að hvers konar mennt- un, og ekki hvað síst verk- menntun, er snar þáttur í vel- megun þjóðar og það, sem til hennar er lagt, skilar sér ríku- lega aftur. Góðir hátíðargestir! Við lifum í alsnægtaþjóðfél- agi þrátt fyrir mörg ytri og innri aðsteðjandi vandamál. Is- lensk þjóð hefur oftlega, þeg- ar erfiðleikar hafa steðjað að, sýnt það að hún ber gæfu til þess að standa saman. Við skul um vona að svo verði enn. Þrátt fyrir skoðanamismun um leiðir, viljum við öll stuðla að heilbrigðu, þróttmiklu og far- sælu íslensku þjóðlífi. Við viljum skila góðu dags- verki, betra landi, sjálfstæðara landi til framtíðarinnar. Kínverskt máltæki segir: „Ein kynslóð sáir til trésins, önnur situr í skugga þess“. Megi íslensk þjóð bera gæfu til þess að sá af heilindum, í einingu, af framsýni og af kær leika. Þá mun komandi kyn- slóð njóta ávaxtanna í gjöfulu landi, farsælu landi, sjálfstæðu landi. Til þess hjálpi okkur Guð. Landsmótið . . . Framhald aí bls. 11 segja að þetta hafi verið djörf ákvörðun, þar sem íþrótta- mannvirki voru hér ekki næg, þó þau sem til staðar voru, væru mjög góð. En hitt er annað, eins og komið hefur á daginn, að þar sem landsmót hafa verið haldin, hafa þau skilið eftir sig varanleg íþrótta mannvirki. Undirbúningur mótsins hefur þá gengið vel? Við höfum fengið mjög góð- ar undirtektir hjá bæjaryfir- völdum og reyndar bæjarbúum öllum, og það stóra átak sem gert hefur verið, sýnir að hug- ur hefur fylgt máli og er ég mjög þakklátur fyrir hönd fél- ags okkar. Hvað með fjárhagshliðina? Þetta mót fjármagnast fyrst og fremst af aðgangseyri. Ef veðurguðirnir verða okkur hlið- hollir, þá teljum við að sú hlið komi að notum. Þannig að við fáum aðgangseyri sem dekk ar kostnaðinn. Eins og ég sagði áðan hafa bæjaryfirvöld sýnt okkur mikinn velvilja og með því að fá þessi íþróttamann- virki til afnota með afar lág- um leigukjörum, þá tel ég að grundvöllurinn sé mjög góður. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka öllum sem stuðlað hafa að því, að það hafi orðið að veruleika að landsmótið er haldið hér, og vona að það verði okkur Akumesingum til sóma í hvívetna. Predikun . . . Framhald af bls. 5 mettaði 5000 manns á fimm brauðum og tveim fiskum, eftir að hann hafði gjört þakkir og blessað yfir brauðið og fisk- ana. Ég fór að hugleiða drauminn meðan ég var í kirkjunni, og þegar presturinn blessaði yf- ir söfnuðinn frá altarinu, þótt- ist ég finna kraft bænarinnar og hinna blessandi handa, sem mundu fylgja okkur út yfir gröf og dauða. Héðan biðjum við guð að blessa heimili okkar, ástvini okkar lífs og liðna, blessa land okkar og þjóð, blessa allt mannkyn. AMEN. 2

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.