Umbrot - 11.07.1975, Side 3

Umbrot - 11.07.1975, Side 3
Tólf hundruð þátttakendur Rætt við Ingólf Steindórsson, framkvæmdastjóra landsmóts- nefndar Hvert hefur aðallega verið þitt starf sem framkvæmda- stjóri? Við byrjuðum á að opna hér skrifstofu til þess að miðla upplýsingum til sambandsfél- aga. Annars hefur starfið að- allega verið fólgið í því að annast alla undirbúningsvinnu fyrir mótið. Hverjir halda þetta mót? U.M.S.B. og U.S.K. halda þetta móti í nafni U.M.F.I. Nefnd, skipuð þrem fulltrúum frá U.M.S.B., tveim frá U.S.K. og tveim frá U.M.F.I., öðru nafni landsmótsnefnd hefur séð um allan undirbúning og er ég framkvæmdastjóri þessarar nefndar. Finnst þér að fjölmiðlamir hafi sýnt þessu landsmóti nægi lega mikinn áhuga? Satt að segja er ég ekki fylli lega ánægður. T.d. boðuðum við til blaðamannafundar fyrir stuttu síðan, en hann var mjög illa sóttur. Ég tel að fjölmiðl- ar hefðu mátt sýna meiri á- huga. Akranesbær hefur þurft að leggja út í stórframkvæmdir vegna mótshaldsins, hvernig hefur samvinnan við bæjaryfir völd verið? Hún hefur verið mjög góð. Það er búið að gera stórt á- tak í sambandi við íþrótta- mannvirkin, og er það vel. Auð vita má deila um það hvort ekki hefði verið skynsamlegra að hefja framkvæmdir fyrr, þannig að íþróttafólk hefði haft tækifæri til að æfa sig, en úr því sem komið er, þýðir ekki annað en að vera ánægð- ur. Hefur þú nokkrar tölur um það, hvað mótið kostar lands- mótsnefndina? Nei, það hefur verið erfitt að gera sér grein fyrir því, en það kostar ótrúlega mikið. T.d. stærsti kostnaðarliðurinn, sund laugin, kostar ekki undir einni millj. kr. uppsett. HVernig er fjárhagsábyrgð mótsins háttað? U.M.S.B. og U.S.K. skipta til helminga hagnaði eða tapi, af mótshaldinu sjálfu, að und- anskyldri sölu ýmiss konar, t.d. gosdrykkja- og sælgætis- sölu. Ég er mjög bjartsýnn á að við komum út úr þessu móti með góðan hagnað. Ingólfur! Nú ert þú sjálfur mikill íþróttamaður. Hefur þú tök á að keppa á landsmótinu? Nei. 1 fyrsta lagi hef ég eng- an tíma haft aflögu til æfinga vegna mikilla anna hér á skrif stofunni, og í öðrulagi reiknar maður með að vera töluvert í eldlínunni hvað varðar stjóm- un á sjálfu landsmótinu. Badmlntonráð hélt firmakeppnl 1 bad minton 5. og 6. apríl sl. og tóku 34 fyrirtæki þátt í henni. Keppnin fór þannig fram að 22 fyrirtæki kepptu í einliðaleik með forgjöf og 12 kepptu í tvíliðaleik og I honum var reynt að raða þannig saman i lið aö um sem jafnasta keppni yrði að ræða. í einliðaleik sigraði trésmiðja Guð- mundar Magnússonar Póst og síina í úrslitum með 11-10, 3-11 og 11-9. Keppandi fyrir trésmiðju Guðmundar Magnússonar var Páll Pálsson og fyrir Póst og síma keppti Viðir Bragason. 1 tvíliðaleik sigraöi versl. Epliö Pípu lagningarþjónustuna í úrslitum með 15-9 og 15-13. Fyrir Eplið kepptu Krist ín Ingólfsdóttir og Hörður Ragnarsson og fyrir Pípulagningarþjónustuna Þur- iður Björnsdóttir og Páll Pálsson. Badmintonráð vill þakka öilum fyrir tækjunum veittan stuðning. Akranesmeistaramót I unglingaflokki var haldið 12. og 13. apríl sl. og þar sigraði Víðir Bragason ÞorgeirJósefs- son í úrslitum í einliðaleik með 15-0 og 15-2. 1 tvíliðaleik sigraði Víðir einn- ig ásamt Helga Bragasyni þá Þorgeir og Snorra Guðjónsson í úrslitum með 15-9 og 17-14. Akranesmeistaramót í 1. flokki var haldið 18. og 19. apríl. 1 einliðaleik karla sigraði Víðir Bragason Pál Páls- son 1 úrsiitum með 15-3 og 15-4. 1 tvíliðaleik karla sigruðu þeir Víðir Bragason og Bjarni Þór Bjarnason þá Pál Pálsson og Þorgeir Jósefsson með 9-15, 15-5 og 18-13. I einliðaleik kvenna sigraði Lilja Viöarsdóttir Jóhönnu Steindórsdóttur i úrslitum meö 11-3 og 11-1 og i tvíliöaleik kvenna sigraði Lilja einnig ásamt Hrefnu Guðjónsdóttur þær Jóhönnu Steindórsdóttur og Þur- Iði Björnsdóttur i úrslitum með 15-3 og 15-3. í tvenndarleik sigruðu Hrefna Guðjónsdóttir og Páll Pálsson þau Víði Bragason og Þuríði Bjömsdóttur meö 15-13 og 15-9. Í.A. tók þátt í flokkakeppni í bad- minton. Hún fór þannig fram að 10 keppendur frá hverju félagi léku samtals 13 leiki: 4 einliðaleiki karla, 2 einliöaleiki kvenna, 3 tvíliðaleiki karla, 2 tvíliðaleiki kvenna og 2 tvennd arleiki. l.A. lék í 1. flokki, en þar leika þau félög sem eiga færri en tvo meistaraflokksmenn. Úrslit urðu þessi: I.A.-U.M.P.N. 11-2; Í.A. B.H. 9-4; l.A. T.B.R. 2-11. Í.A. varö í ööru sæti í riðlinum. Þá fóru keppendur frá l.A. i nokkur mót sem haldin voru í Rvík og víöar. Árangur varö upp og ofan, en I einu Hvað eru þátttakendur marg ir á mótinu? Ég hef ekki nákvæma tölu um það, en það er eitthvað um 1200, er þetta því lang fjöl- mennasta mót sem haldið hefur verið til þessa, hvað keppenda- fjölda snertir. Eitthvað að lokum? móti, opnu B-flokks móti sem U.M.P.N’. hélt 23. febr. sl. sigruðu Ásdís Þórarinsdóttir og Lilja Viðars- dóttir í tvíliðaleik kvenna. Eins og mörg önnur ráð lítur Bad- mintonráð með bjartsýni til næsta vetrar og hyggur gott til glóðarinnar aö fara að æfa í nýja íþróttahúsinu sem væntanlega verður notað næsta vetur. Við viljum benda fólki á aö badminton er íþrótt fyrir alla, á hvaða Ég vil í lokin þakka lands- mótsnefnd fyrir gott samstarf. Einnig þakka ég bæjaryfirvöld- um og öllum öðrum er unnið hafa að undirbúningi mótsins. Þá er það von mín að Akurnes ingar fjölmenni á völlinn móts- daganna, því mig grunar að það séu ótrúlega margir, sem aldrei hafa komið á landsmót. aldri sem er og fólk getur stundað hana sér til ánægju og heilsubótar en badminton er einnig ein erfiðasta keppnisíþrótt sem til er. 1 sumar hef- ur hadmintonráð æfingar á þriðju- dögum í gamla íþróttahúsinu og er öllum frjálst að koma þangað til að kynna sér Iþróttina. Einnig væri gott að fólk sem hefur hugsað sér að stunda badminton næsta vetur hafi samband við einhver í badmintonráði. Kommóður! fjögurra og sex skúffu Hagstætt verð Versl. BJARG Frá badmintonráði Akraness 3

x

Umbrot

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.