Umbrot - 11.07.1975, Qupperneq 5

Umbrot - 11.07.1975, Qupperneq 5
Bjarnfríður Leósdóttir: Predikun i — í Akraneskirkju 17. júní 1974 Textinn sem ég hef valið mér, stendur skrifaður í bréfi Páls postula, 5. kafla, 13.-14. vers og hljóðar þannig í Jesú naf ni: Því að þér voruð bræður kallaðir til frelsis, notið að- eins ekki frelsið til færis fyrir holdið, heldur þjónið hver öðrum í kærleika. Því að allt lögmálið er uppfyllt með þessu eina orði. Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Yfir voru ættarlandi, aldafaðir skildi halt. Veit því heillir, ver það grandi, veist að þekkja ráð þess allt. Ástargeislum úthellt björtum, yfir lands vors hæð og dal, ljós þitt glæð í lýðsins hjörtum ljós er aldrei slokkna skal. Flestar ef ekki allar þjóðir heims eiga sér þjóðhátíðardag. Þessir dagar eru allir annað hvort bundnir einhverjum þeim manni, sem með lífi sínu og starfi hafði unnið þjóð sinni slíkt gagn, að skipt hafði sköp un í lífssögu hennar, eða ein- hver sá atburður hafði gerst, sem hafði úrslitaþýðingu fyrir frelsi og sjálfstæði þjóðarinn- ar. Þessir dagar eru ekki minn- ingardagar um landvinninga á hendur öðrum þjóðum, eða neinskonar íhlutun um mál annarra þjóða til að áuka veldi sitt. Nei, þeir eru oftast til minn- ingar um endurheimt frelsi, sem einhvern tíma í sögu þjóð- arinnar hafði glatast, vegna sjálfráðra eða ósjálfráðra at- vika, eða athafna þjóðarinnar sjálfrar. Við tengjum einmitt þjóð- hátíðardag okkar við nafn þess manns, sem varð miðdepill bar áttunnar við að endurheimta sjálfstæði okkar, sem við höfð- um selt úr hendi okkar og þol- að fyrir fátækt, smán og áþján í nær sjö aldir. Þeim manni, sem fékk þau eftirmæli, að hann hefði verið sómi Islands, sverð þess og skjöldur. Fyrir 30 árum stóðu Islend- ingar á Þingvelli, fagnandi er lýðveldi Islands var endurreist. Rennvotir af skírnarvatni síns nýja lýðveldis, stóðu þeir á hinum fornhelga stað, er fán- inn var dreginn að húni. Kirkjuklukkum landsins var samhringt, og lofsöngurinn Ó, guð vors lands, ómaði af vör- um þúsundanna. Þannig var hin fyrsta stund lýðveldisins vígð. Þó að einn maður sé öðrum fremri megnar hann þó aldrei einn sér, að riðja öllum hindr- unum úr vegi, að settu marki nema hann eigi fylkingu sér að baki, sem trúir á málstað- inn. Þar sem hver vinnur hon- um allt það gagn, sem hann má. Það er líf og stárf hvers einasta manns, sem gildir. Það er starf mitt og það er starf þitt. Starf hugar og handa. Við berum öll sameiginlega og hvert fyrir sig, ábyrgð á vel- ferð þessarar þjóðar. Velferð hennar fer eftir því hvernig við verjum lífi okkar. Hvort við stuðlum að ögn bjartara og fegurra mannlífi fyrir okk- ur og fyrir börn okkar. „Móðurjörð hvar máður fæðist, mun hún ekki flestum kær.“ Þannig spyr skáldið, og það heldur áfram: „Þar sem ljósið lífi glæðist, og lítil sköpun þroska nær.“ Finnum við ekki flest hversu sá staður þar sem við erum fædd og uppalin á, þar sem við komumst til nokkurs þroska, er okkur óumræðinlega kær. Við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir þessum tilfinningum í önn dagsins. En ef við látiun hugann hljóðna um stund, finnum við þetta mjög vel, finnum að við erum bundin þeim stað órofa böndum, bönd um sem tengja hann minning- um liðinna stunda, stórra og smárra, sem mörkuðu lif okk- ar, þó að það yrði ekki allt á einn veg. Fyrsta ræðan sem ég man eftir í kirkjunni okkar hér á Akranesi var haldin af séra Þorsteini Briem. Hann talaði um tvo vegi, sem um væri að ræða að fara. Annan sem lægi til lífsins, en hinn sem stað- næmdist við gröf. Hann notaði dæmisögu til að skýra mál sitt. Hér fyrir oian bæinn voru vegamót, eins og nú. Þjóð- vegurinn var annars vegar, sem lá út um allt land, hins vegar var vegurinn inn í Innri Akra- neshrepp, sem þá náði aðeins inn að bænum Gröf. Það var vissara að staldra við á vegamótum og hyggja að áttum, og íhuga vel hvorn veginn ætti að fara. Fyrir ó- kunnuga var nauðsynlegt að fá leiðsögn kunnugra, ef ekki átti að villast. Ef rétta leiðin var valin, var hún greið til allra átta um landið, lífið breiddi út faðminn. En ef tekin var röng stefna við vegamótin, end aði ferðin við Gröf. Þessi dæmisaga er mér svo í fersku minni, að ég held ég fari aldrei svo fram hjá bæn- um Gröf, að ég minnist ekki þessarar dæmisögu, og hvern- ig presturinn lagði út af henni. Hann var með þessari dæmi- sögu að minna okkur á þá á- byrgð og skyldur, sem við hefð um við lífið. Að verja því vel, og staldra við á vegamótum lifsins, líta til allra átta. Ekki að snúa við, ekki að álpast út á rangan veg, heldur gæta að kennileytum, eftir réttri leiðsögn. Leiðsögn sem falin er í góðu uppeldi, tengslum við arfleifð og trú feðra okkar og mæðra, og víðsýni trúarinnar á land og þjóð. „Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein þér var ég gefinn barn á móðurkné, ég lék hjá þér við læk og blóm og stein. Þú leiddir mig í orðs þín háu vé. Á dimmum vegi dýrð þín um mig skein, í dögun þeirri er líkn og stormahlé, og sókn og vaka: Eining hörð og hrein, þú heimtar trúnað, spyr hver efnd mín sé. Þetta er krafan til hvers ein asta manns, að hann beri á- byrgð á sjálfum sér, á þjóð sinni, á öllum heiminum. Og heitið skal vera: Island í lyftiun heitum hönd um ver ég heiður þinn og líf gegn trylltri öld.“ Við höfum tekið við kristni og kirkju í arf. Allt frá land- námstíð er talið að hafi verið kristið fólk á Akranesi. Land- námsmennimir Þormóður og Ketill Bresasynir voru kristnir menn, sennilega komnir frá Ir- landi. Og Jörundur hinn kristni bjó í Jörimdarholti, sem síðar var nefnt í Görðum. Það bjuggu ávallt kristnir menn í Görðum. Það eru gamlar sagnir um að Jörundur hafi séð ljós í holti, þar sem kirkjan var síðan reist. Þar áttu Akumesingar kirkju og þar hefur kirkjugarður okkar verið frá ómuna tíð. Það er vel við hæfi, að ein- mitt þar skuli byggðasafn okk- ar vera, og þar skulum við minnast fortíð um leið og við hyggjum að framtíð. Og við er um öll minnug þess, að það er presturinn okkar sem hefur haft allan veg og vanda af því að koma því upp og efla það til þess sem það er nú. Það er ánægjulegt að Akurnesing- ar skulu ætla að minnast 1100 ára byggðar á Islandi, með því að vígja nýja byggingu yfir byggðasafn á þessum fornhelga stað. Kirkjan okkar stendur í miðj um bænum. Hingað leitum við til að leita guðs okkar í hljóðri bæn á helgum stað. Hingað komum við á stórum stundum í lífi okkar til að vinna heit í vigslu við guðdóminn. Börnin eru borin upp að altarinu og presturinn felur þau guði. Um leið biður hann foreldrum og öðrum þeim sem eiga að ann- ast uppeldi þeirra, blessunar guðs, og hann felur öllum söfnuðinum ábyrgð á velferð þeirra. Erum við sem höfum verið fermd í þessari kirkju ekki minnug þess, þegar prestur- inn lagði hönd á höfuð okkar, um leið og hann sagði: Vertu trúr allt til dauðans og guð mun gefa sér lífsins kórónu. Vertu trúr. Það dug ar ekkert minna. — Hér ganga ungir elskendur upp að altarinu, til þess að heita hvort öðru tryggð, og að þau skuli bera gleði og sorg hvort með öðru. Hér kveðjum við ástvini okkar og þá finn- um við hvers virði samhugur og vinátta er. I guðshúsi erum við minnt á það sem er æðst af öllu: Kærleikurinn. Kærleik- ur til meðbræðra okkar, kær- leikur guðs til vor mannanna. Því að allt lögmálið er upp- fyllt með þessu eina orði. Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Er þetta ekki þungamiðjan í kristinni trú og yrði ekki líf okkar þá fyrst fullkomnað, ef okkur tækist það. Mig dreymdi draum fyrir nokkru, sem mig langar til að segja frá. Mig dreymdi að ég væri á leið til kirkju til að taka þátt í guðþjónustu. Mér er sagt að hún eigi að vera uppi á Bjargi, og fólkið ætli þangað í skrúðgöngu. Ég tek mér stöðu í hópnum, sem legg- ur af stað. Presturinn er með- al okkar. Hópurinn er alltaf að stækka, þó sumir þreytist á göngunni og setjist við veginn, sem ég finn að er upp í móti. Nú sé ég að presturinn er kominn fram fyrir hópinn, hærra og einn sér. Hann er hempuklæddur og með pípu- hatt. Allt í einu snýr hann sér við, breiðir út faðminn á móti okkur og blessar okkur öll. Ég vaknaði, draumurinn var ekki lengri. Þetta var aðfara- nótt sunnudags og ég fór í kirkju um morguninn. Prest- urinn las texta dagsins, sem var um það, þegar Jesús fór upp á fjallið og mannfjöldinn fylgdi honum eftir, og hann Frh. á bls. 2 5

x

Umbrot

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.