Umbrot - 11.07.1975, Blaðsíða 9
Hátíðarræða,
er
Jóhannes
Ingibjartsson,
byggingarfulltrái,
flntti á
þjóðhátíðardaginn,
17. júní sl.
Góðir Akurnesingar og aðr-
ir þjóðhátíðargestir! Gleðilega
þjóðhátíð!
Enn einu sinni söfnumst við
hér saman til þess að fagna,
gleðjast og minnast; frelsis-
baráttu, er bar árangur; leið-
toga er létu ekki mótlætið
buga sig; þjóðar er reis úr
eymd og kúgun til velsældar
og sjálfstæðis. 1 dag höldum
við þjóðhátíð.
Þjóðhátíð — það er orð sem
felur margt í sér ef að er gætt.
Það er e.t.v. ekki við hæfi á
þessum degi, og þó e.t.v. aldrei
sjálfsagðara, en að spyrja sig
hvað í því felst. Hvað er
þjóðhátíð? Til hvers er hún?
Hverju fær hún áorkað? Er
þjóðhátíð aðeins einn af mörg-
um frídögum samkvæmt al-
manakinu? Einn þessara rauð-
prentuðu daga, þegar ég get
lagt frá mér áhyggjur og amst
ur brauðstritsins og sinnt því
sem hugurinn girnist. Frídagur
á meðal frídaga — ekkert
meir. Sannfærður er ég um að
margir, ótrúlega margir, eru
þeir, sem þannig lifa þennan
dag. Hann segir þeim harla
lítið. Þeir eiga fáar persónu-
legar minningar við hann tengd
ar.
Það vakti athygli mína, er
ég var við nám erlendis, hversu
menn minntust lokadags heims-
styrjaldarinnar síðari með mis-
jöfnum hætti. Þeir, er þá voru
komnir til vits og ára, héldu
hann margir hverjir hátíðleg-
an á einhvem hátt. Með gleði-
hreim í röddinni lýstu þeir
þeim fögnuði, sem greip um
sig, er uppgjöf Þjóðverja hafði
verið staðfest. Hvemig ljós
kom í hvern glugga, sem áður
var myrkvaður. Hvemig fólk
þusti út á götur og stræti og
lét fögnuð sinn í ljós. Þá var
þjóðhátíð — í þess orðs fyllstu
merkingu — víða um Evrópu.
Margir minnast þess enn ár-
lega, þeir sem voru þátttak-
endur í baráttunni, hluttak-
endur i sigrinum. Hinir láta
það afskiptalaust, óátalið.
Okkur er svo gjarnt að
gleyma hvað það kostaði ís-
lenska þjóð að glata sjálfstæði
sínu, á sama hátt og það renn-
ur oft úr minni, að það kostar
árverkni og fómir að viðhalda
því og varðveita það. Islenska
lýðveldið er rúmlega þrítugt í
dag. Endurheimt þess kostaði
þjóðina aldagamla baráttu,
þrotlausa vinnu fjölda af bestu
95
ÞJÓÐHÁTÍД
sonum landsins, ótaldar fórnir
og erfiðleika. En sá dagur
kom að sigur vannst. Við feng-
um sjálfstæði á ný. Þeim fögn-
uði og þeirri samstöðu, er
braust út meðal hinnar ís-
lensku þjóðar árla sumars 1944,
verður vart lýst. Það er eitt
þeirra atvika í lífi einstaklinga
sem reynslan ein fær meðtekið
og geymt. 1 rysjóttu veðri
þyrptist þjóðin til Þing-
valla til þess að fagna, vera
viðstödd á helgri hátíðarstund
í lífi þjóðar. Sérhver þjóð á
slíkar fagnaðarstundir, sem
vert er að minnast og minna
á. Ég segi: minna á, vegna
þess að því aðeins fáum við,
sem vart vorum komin til
þroska, er sigur vannst, metið.
gildi þess fyrir okkur og þjóð-
ina alla, að við njótum fræðslu
og áminningar þeirra er sjálf
fengu að reyna. Þetta er eitt
af meginhlutverkum þjóðhátið-
ar og algjör forsenda þess að
þjóðin geti safnast saman til
fagnaðar. Þá fyrst verður 17.
júní ekki venjulegur frídagur.
Með stolti getum við litið
til menningarsögu þjóðarinnar.
Stórvirki andans manna geng-
inna alda héldu henni uppi,
voru andlit hennar til umheims
ins, stolt landans á meðal fram
andi þjóða. „Söguþjóðin“ við
ysta haf sýndi umheiminum
það, að velsæld var ekki for-
senda menningar. Hin sanna
menning gat sprottið upp úr
jarðvegi ytri fátæktar.
Ég ætla mér ekki á þessum
stað að rifja upp atvik úr sögu
þjóðarinnar, söguþætti sam-
félagslega og fræðilega, sem
við getum litið til með stolti
eða blygðun, eftir eðli þeirra,
söguþætti er geta verið okkur
ýmist til varúðar eða eftir
breytni. Þess í stað vil ég
minna á, að þjóðhátíð höfðar
ekki aðeins til fortíðar, heldur
fremur til nútíðar og framtíð-
ar. Nútíðinni er ætlað að nema
af fortíðinni, bæta um og skila
til framtíðarinnar, þannig að
sæmd sé að. Henni er ætlað
að fylgja eftir unnum sigrum,
auka við menningu og mennt,
varðveita og efla land og lýð
til aukins frama og farsældar.
Engin þjóð, hversu öflug
sem hún er, lifir til langframa
á fornri frægð eða unnum sigr
um, fremur en einstaklingurinn
getur til langframa lifað á
löngu etinni máltíð. Okkur mið
ar „annað hvort aftur á bak,
ellegar nokkuð á leið“, eru
gömul og ný sannindi. Stöðn-
un er hnignun.
Ekkert þjóðfélag, enginn ein
staklingur, kemst hjá því að
standa frammi fyrir og tak-
ast á við vandamál líðandi
stundar. Þannig einnig okkar
fámenna þjóð. Þrátt fyrir far-
sælá lausn margra áhugamála
okkar, er eins og hugurinn
staðnæmist oftar við og taki
eftir þeim vandamálum sem við
er að glíma og eru oftlega þess
valdandi að hrykktir í viðum
þjóðfélagsbyggingarinnar.
„Sjaldan veldur einn þá tveir
deila". Orsaka á sambýlisvanda
málum okkar sjálfra, Islend-
inga, er því að leita í hugum
og hegðun einstaklinganna, e.
t.v. mín og þín. Á þetta er
rétt að minna á þjóðhátíð, ein-
mitt nú, þegar margir bera
ugg í brjósti og spyrja með
eftirvæntingu: Hvert stefnir
hin íslenska þjóð? Þegar deil-
ur rísa hátt manna á meðal og
í fjölmiðlum; þegar þung orð
eru látin falla í garð ráðandi
manna og þjóðfélagsins sem
heildar, þá er rétt að líta í
eigin barm, skyggnast um og
spyrja sjálfan sig: Á ég þar
hlut að? Á ég hlut í þeim öfl-
um, sem stuðla að erfiðleikum
í stað farsællar lausnar?
Margur maðurinn heldur því
fram, að þjóðfélag okkar sé
ekki eins heilsteypt og áður
var:
— að áreiðanleiki og orð-
heldni manna fari þverrandi.
Já, þýði ekki lengur já — nei
ekki nei. Viðskiptahættir séu
oftlega í hæsta máta vafasam-
ir, og vart á annað treystandi
en vottfesta samninga.
— að elja og atorka fari nú
halloka fyrir kæruleysi í ýms-
um myndum. Sá metnaður,
sem var aðalsttierki landsins;
að skila góðu og samvisku-
samlega unnu verki af hendi,
dofni og láti mirína á sér
bera með hverri kynslóð.
— að einstaklingshyggja fari
vaxandi, studd af tillitsleysi
lífsgæðakapphlaupsins, þar sem
hver hefur nóg með að bjarga
sínu skinni, hlú að sínum arni,
auðvitað á kostnað einhvers.
— að það þyki ekki lengur
tiltökumál og vart til vansa,
að komast í kast við lögin,
hvað þá að fara á bak við lög
og rétt ef ekki verður uppvíst
eða sannað.
— að kristin sjónarmið
standi höllum fæti fyrir ver-
aldlegri rökhyggju.
Hvort sem við getum tekið
undir slíkar skoðanir eða ekki
eru þær þó allrar athygli verð-
ar, þess virði að við xhugum
þær, bendum á þær, þó á þjóð-
hátíð sé. Vandamál mannlegra
samskipta geta um síðir orðið
vandamál þjóðarinnar og því
mega þau engan veginn verða
pukursmál, sem menn ræða
um í laumi en þora ekki að
kveða upp úr um í heyranda
hljóði eða tjá sig um.
Hvort sem við getum tekið
undir þetta sjónarmið eða
ekki, hljótum við að verða að
viðurkenna með sjálfum okkur
að mörg mannleg og þjóðfélags
leg vandamál nútímans eiga
rætur sínar í því, sem nefnt
var eða öðru álíka, og ef ekki
verður spyrnt við fótum getur
afleiðingin orðið afdrifarík fyr-
ir farsæld og sjálfstæði þess
einstaklings eða þeirrar þjóð-
ar, er þánnig er ástatt um.
Þjóðfélag er aldrei sterkara en
innviðir þess.
Verum minnug þess að þar
sem kærleikann skortir, gildir
lögmál tillitsleysisins, en þar
sem kærleikurinn er undirrót
mannlegra samskipta, hefur
hann sömu áhrif og gróðrar-
skúr á vori. Hann gefur líf
og vöxt. Þvi leyfi ég mér að
nefna þetta hér, að oft virðist
svo sem okkur gleymist þetta,
er við olnbogum okkur áfram
eftir lífsgötum samfélagsins.
Gleðileg þjóðhátíð er ekki
sjálfsagður hlutur sem einstakl-
ingurinn, já, þjóðin öll, getur
gengið að vísum á silfurbakka
ár hvext.
Gleðileg þjóðhátíð er ekki
hópur skemmtikrafta, er hefur
ofan af fyrir okkur eina dag-
stund.
Nei. Gleðileg þjóðhátíð er
sannfæring þjóðar um að hún
hafi áunnið sér eitthvað, öðlast
eitthvað, sem sé þess virði að
gleðjast yfir. Fullvissa um það
að hún hafi ekki eða sé ekki
að glata, því, sem aðrir áunnu
henni til handa. Sannfæring
um það að henni miði áfram og
hún hafi ekki misst sjónar á
þeim lífsgæðum og andlegu
verðmætum, er hafa varanlegt
gildi.
Sú þjóð, sem á þessa full-
vissu, getur glaðst af hjarta,
en eigi hún hana ekki, verða
ytri hátíðahöld eins og hol-
klaki að liðnum vetri — tómið
eitt.
„Höfum við gengið til góðs“,
var eitt sinn spurt. Já, vissu-
lega er svar samtíðarinnar. Því
verður ei á móti mælt að hin
íslenska þjóð hefur unnið þrek-
virki á þrekvirki ofan. Sú þjóð,
sem margir spáðu að gæti eigi
staðið sjálfstæðum fótixm sök-
um fólksfæðar og einhæfni í
atvinnurekstri, hefur gert
meira en það. Hún hefur bætt
svo hag þegnanna, að við er-
um í fremstu röð þjóðanna ef
litið er til velmegunar. Atvinnu
hættir, vélvæðing, menntun,
hafa umbyltst á fáum áratug-
um, og enx nú homsteinar
þjóðfélags, sem sífellt verður
fjölbreyttara og stendur styrk-
ari fótum. Við höfum vissulega
gert okkur þess fulla grein að
einhæft atvinnulíf er þjóðhættu
legt. Það veitir ekki þá fjár-
hagslegu öryggiskennd, sem
Frh. á bls. 2
9