Umbrot - 11.07.1975, Síða 10

Umbrot - 11.07.1975, Síða 10
15. landsmót U.M.F.Í. í tilefni af 15. landsmóti U.M.F.I. heimsótti UMBROT nokkra af keppendunum frá ungmennafélaginu Skipaskaga á Akranesi og ræddi stuttlega við þá um mótið og undirbún- ing þess. Einnig ræddi blaðið við Garðar Óskarsson, formann u.m.f. Skipaskaga. Guðjón Guðmiundsson, sund: Hefur þú tekið þátt í mörg- um landsmótum? Tveimur, á Eiðum og á Sauðakróki. Hver telur þú að muni sigra í stigakeppninni í sundi? Það er nú erfitt að spá, en ég vona að við verðum fram- arlega. Við vorum númer tvö síðast og ég á von á að við verðum ekki neðar nú. Hafið þið á að skipa jafn- sterku liði nú og á síðasta landsmóti ? Já, það held ég, jafnvel sterk ara. Hvernig líst þér á að keppa í nýju lauginni? Mér líst ágætlega á það, en hætt er við að vatnið verði dálítið kalt. Guðjón Guðmundsson, blak: Nú er keppt í blaki í fyrsta sinn á Landsmóti. Veistu eitt- hvað um styrkleika hinna lið- anna? Nei, ég þekki þau ekkert nema liðið úr Borgarfirðinum, sem er allsterkt, og mun það að einhverju leyti verða skip- að leikmönnum héðan af Akra nesi sem hafa í vetur verið við nám í Samvinnuskólanum og keppa þeir fyrir U.M.S.B. Hvernig álítur þú styrkleika U.M.S.B.-liðsins vera. saman borið við ykkur? Ég býst við að þeir séu mun sterkari, þeir hafa keppt miklu meira. Við höfum svo til ekk- ert keppt, höfum verið í þessu aðallega okkur til ánægju og skemmtunar. Hvar villt þú spá ykkur sæti í keppninni? Það er best að spá engu, en sjá hvað setur, við þekkjum ekki okkar eigin styrkleika. Hallfríður Helgadóttir, ha.nd- bolti: Hafið þið æft vel fyrir lands mótið? Við höfum æft vel síðasta mánuð. Nú hafið þið leikið einn leik í undankeppninni, við U.M.S.K. Hverju villt þú spá um árang- ur ykkar í mótinu eftir þann leik? Ég veit það ekki. Okkur var sagt að þetta væri sterkt lið og að við mættum vera ánægð- ar með að hafa ekki tapað stærra og ég fann eftir leik- inn að áhuginn hjá stelpunum varð miklu meiri og við öðluð- umst meira sjálfstraust. Hvernig er aðstaðan fyrir handboltakeppni á olíumalar- vellinum ? Aðstaðan er orðin góð núna eftir að búið var að leggja nýtt lag á hann. Er ekki spenningur að taka þátt í svona móti? Jú, áhuginn er mjög mikill hjá okkur öllum og við gerum það sem við getum. Hallbera Jóhaiuiesdóttir, sund og handbolti: Þú hefur keppt á Landsmóti áður, þá í sundi og frjálsum íþróttum. Hvernig leggst hand- boltakeppnin í þig? Allvel. Stelpurnar eru mjög áhugasamar og við ætlum að gera okkar besta til að ná góð- um árangri. Viltu spá um úrslit? Nei, ég held ég treysti mér ekki til þess. Hver hefur þjálfað ykkur? Jón Runólfsson, og erum við mjög ánægðar með að hafa nú loksins fengið þjálfara sem hefur verulegan áhuga. Nú tekur þú lika þátt í sundkeppninni. Hefur mikið af sundfólkinu tekið þátt í lands- móti áður? Já, við tókum flest þátt í síðasta landsmóti. Helga Hauksdóttir, frjálsar íþróttir: Gekk þér ekki mjög vel á síðasta landsmóti? Jú, nokkuð vel, ég varð í öðru sæti í hástökki. Hefur þú æft vel að undan- fömu? Ég hef lítið æft undanfarin tvö ár. Hvernig er æfingaaðstaðan hér ? Hún hefur vægast sagt eng- in verið, en nú fyrir landsmótið virðist þetta allt vera að kom- ast í' gott lag. Hvað með þjálfara? Ja, það er nú það. Hann hef- ur enginn verið og er það mjög alvarlegur hlutur, sem þyrfti að bæta úr. Þetta hefur m.a. valdið því að lítill áhugi er fyrir frjálsum íþróttum hér á Akranesi, en með bættri að- stöðu skulum við vona að á- hugi aukist fyrir þessum í- þróttum. Björgvin Helgason, frjálsar íþróttir: Þú keppir nú í fyrsta sinn á landsmóti. í hvaða grein frjálsra íþrótta tekur þú þátt í? Ég keppi í 400 m hlaupi og hástökki. Hvað má keppa í mörgum greinum ? Það er í þrem greinum frjálsra íþrótta, þrem í sundi og í boltaíþróttum. Hefur þú undirbúið þig vel fyrir mótið? Já, nokkuð vel nú eftir ára- mótin. Hvernig hagar þú æfingum þínum? Við höfum yfirleitt verið tveir saman og haft mikinn stuðning hvor af öðrum, en að sjálfsögðu er númer eitt að hafa góða þjálfara. Ég æfði seinni partinn í vetur með lR, undir tilsögn Guðmundar Þór- arinssonar og hafði mjög gott af. Ertu kvíðinn? Nei, það er ég ekki, ég held að það sé alveg ástæðulaust. Maður reynir að gera sitt besta, rneira er ekki hægt. Hvaða möguleika telur þú frjálsíþróttafólk frá Akranesi hafa á landsmótinu? Það er mjög erfitt að segja, maður hefur ekkert til að miða við og þess vegna treysti ég mér ekki að koma með neina spá. Guðrún H róðmarsdóttir, sund: Þú ert yngsti keppandi Skipa skaga á landsmótinu. Hvað ert þú gömul? Ég er þrettán ára. Ertu spennt fyrir mótinu? Já, ég er ægilega spennt. Eru æfingar oft í viku? Já, við höfum æft á hverj- um degi nema á sunnudögum. Hvað varstu gömul þegar þú byrjaðir að æfa sund? Ég byrjaði áð æfa ellefu ára gömul. Nú verður keppt í 25 m sund laug. Er ekki mikil viðbrigði að keppa í henni, miðað við okkar laug, sem er ekki nema 12l/2 metir? Já, það eru geysileg við- brigði. Það er vitanlega mjög erfitt að fara allt í einu að keppa í svo stórri laug, en ég hef áð vísu keppt í svona stórri laug í Reykjavík og hef þess vegna smjörþefinn af því. Hvernig leggst keppnin í þig? Ég veit það ekki, en eg er bjartsýn. Ég trúi því að við verðum í einhverjum af þrem efstu sætunum. 10

x

Umbrot

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.