Umbrot - 11.07.1975, Page 11
á Akranesi 11.-13. júlí
Teitur Stefánsson, körfubolti:
Þetta er í fyrsta skipti, sem
Skipaskagi sendir körfuknatt-
leikslið á landsmótið. Hvernig
leggst baráttan í þig?
Hún leggst þokkalega vel í
mig. Við höfum æft nokkuð
vel að undanförnu og einnig
æfðum við vel í vetur.
Hafið þið leikið við eitthvað
af þeim liðum, sem eru í úrslit
um á landsmótinu?
Já, við höfum leikið við U.M.
S.B. og Breiðablik. Þessi lið
unnu okkur að vísu, en mjög
naumlega.
Ertu þá bjartsýnn á árangur
ykkar í mótinu?
Ég veit nú ekki, en við skul-
um vona það besta.
Haukur Hannesson, körfubolti:
Hvernig er aðstaða til æf-
inga hér á Akranesi?
Gamla íþróttahúsið er orðið
mjög lélegt, en við búumst við
betri aðstöðu, þegar nýja í-
þróttahúsið verður tekið í
notkun.
Höfðuð þið tækifæri til að
æfa í nýja húsinu fyrir lands-
mótið?
Nei, það höfðum við ekki því
þar var unnið að framkvæmd-
um nú framm á þennan dag.
Hefur körfuknattleikur ver-
ið æfður hér mörg undanfarin
ár?
Hann hefur verið æfður að
einhverju leyti frá 1968 og
hafa yfirleitt sömu menn verið
á æfingum. 1 haust er í ráði
að hefja æfingar með yngri
flokkana, en skólarnir hafa
vanrækt þjálfun þeirra.
Eru það þið sjálfir eða í-
þróttaforustan sem beitir sér
fyrir því að yngri flokkamir
fá þjálfun í haust?
Ég held að íþróttaforustan
hafi algjörlega vanrækt þessa
íþróttagrein.
Sigurður Gylfason, borðtennis:
Er þetta í fyrsta sinn sem
keppt er í borðtennis á lands-
móti?
Já, þetta mun verða í fyrsta
skipti, sem það er gert.
Hvað taka mörg lið þátt í
keppninni ?
Þrjú lið, það er Keflavík,
Kópavogur og við.
Hvað eruð þið margir sem
keppa fyrir Skipaskaga?
Við verðum fimm. I vetur
vorum við þrettán sem æfðum
en nokkrir hafa helst úr lest-
inni.
Hvað um styrkleika liðanna?
Ég álít að Keflavíkingar séu
með sterkasta liðið.
Hafið þið haft góða æfinga-
aðstöðu?
Ekki er hægt að segja það.
Fyrst í vetur vorum við með
einn tíma í viku í gamla í-
þróttahúsinu, en sökum þess
hve við vorum fáir, var þessi
tími tekinn af okkur fljótlega
og höfum við verið í hálfgerð-
um vandræðum síðan. En auð-
vitað lítum við eins og annað
íþróttafólk bæjarins, bjartsýn-
is- og vonaraugum til nýja í-
þróttahússins og vonast ég
jafnframt til að áhugi fyrir
borðtennis aukist verulega frá
þvi sem nú er.
Magnús Gíslason, skák:
Hefur Skipaskagi áður sent
skáksveit til þátttöku á lands-
móti?
Nei, þetta er í fyrsta skipti,
að ég best veit.
Hvernig er framkvæmdin á
þessum skákkeppnum?
Þetta er árleg keppni. Und-
ankeppnin fer fram í fjórum
riðlum. Einstök félög boða þátt
töku, síðan er valið saman í
riðla eftir styrkleika sveitanna,
þannig að allar sterkustu sveit-
irnar lendi ekki saman í riðl-
um. Að lokum verða fjórar
sveitir í úrslitum og fer úr-
slitakeppnin nú fram á lands-
mótinu.
Sigraði sveit Skipaskaga í
undankeppninni í sínum riðli?
Já, við lentum í riðli með
H.S.H. og U.M.S.B. og sigruð-
um með 6I4 vinning af 8 mögu
legum.
Vilt þú spá einhverju um úr-
slitin?
Auk okkar taka þátt í keppn
inni U.M.S.E., H.SK. og U.M.
S.K., en þeir hafa sigrað í
þessari keppni undanfarin ár.
Ef við reiknum með að þeir
sigri einnig í ár, ættum við
með harðri baráttu að geta náð
öðru sæti.
Garðar Óskarsson, form. u.m.f.
Skipaskaga:
Hvenær var ungmennafélagið
Skipaskagi stofnað?
Félagið var stofnað 15. maí
1961.
Hver var tilgangur með stofn
un þess?
Hann var fyrst og fremst
sá, að gefa íþróttafólki á Akra-
nesi tækifæri til að taka þátt
í keppnum á vegum U.M.F.Í.,
einnig til að glæða áhuga á
frjálsum íþróttum.
Hafði þetta ekki áhrif á önn-
ur íþróttafélög í bænum?
Nei, ég mundi nú ekki telja
það, vegna þess að bæði knatt-
spyrnufélögin höfðu á stefnu-
skrá sinni aðrar íþróttagreinar,
en við vitum að mestur tím-
inn hefur farið í knattspyrn-
uná.
Er knattspyrna þá ekki vel
séð innan U.S.K.?
Vissulega gæti knattspyrna
verið þar eins og aðrar íþrótta
greinar, við lokum okkur ekki
fyrir neinni íþróttagrein, en við
sjáum ekki ástæðu til að ganga
inn á svið annarra, með knatt-
spyrnu, nema einhver önnur
staða komi upp.
Hvað telur félagið marga
meðlimi?
Um áramótin voru 160 félag-
ar, þar af gjaldskyldir 62.
Þú talar um gjaldskylda
félaga. Hvað áttu við með þyí?
Það eru félagar sem eru 16
ára og eldri.
Hvemig getur félagi t.d. úr
Sundfélagi Akraness tekið þátt
í móti undir nafni Skipaskaga?
U.S.K. er meðlimur í l.A.
og við keppum undir því merki
utan landsmóta U.M.F.Í., en
þar keppum við undir nafni
Skipaskaga. Við emm beinn
aðili að U.M.F.Í. og félagar
okkar geta tekið þátt í mót-
um U.M.F.Í að því tilskyldu að
þeir hafi ekki keppt fyrir ann-
að félag á sama ári.
Má þá ekki segja að íþrótta-
fólk sé beitt þvingunum. þ.e.
ef það keppir fyrir Skipaskaga
þá má það ekki keppa fyrir
annað félag, sem það er þó
kannski skráð í?
Það er mesti misskilningur
að það sé beitt þvingunum. Öll
um er heimilt að vera í eins
mörgum félögum og það vill
og velja fyrir hvaða félag það
keppir fyrir. Hver íþróttamað-
ur má keppa fyrir mörg félög,
þó aðeins í einni grein fyrir
hvert á árinu, t.d. fyrir eitt
félag í sundi annað í knatt-
spyrnu, þriðja í frjálsum í-
þróttum o.s.frv.
Það kom fram hér áðan að
U.S.K. er aðili að Í.A. Hvernig
var ykkur tekið þegar þið sótt
uð þar um aðild?
Ég vil nú helst ekki rifja
það upp. Það gekk nú ekki
alveg orðalaust. Þeim fannst
að við ætluðum að ganga inn
á einhver svið, sem þau félög,
sem fyrir voru, væru með. En
það hefur komið á daginn að
þetta var algjör misskilningur
og ástæðulaus ótti -og vil ég
segja að samstarfið hafi verið
nokkuð gott.
Hefur U.S.K. áður tekið þátt
í landsmótum?
Já, við tókum þátt i lands-
mótum árin 1961, 1968 og 1971.
Hvenær var ákveðið að halda
landsmót hér á Akranesi?
Árið 1961, þegar ég fór fyrst
á landsmót á Laugum, má
segja að áhugi minn fyrir því
að landsmót yrði haldið á Akra
nesi hafi kviknað, en ákvörð-
un eða réttara sagt boð um
að halda landsmót hér, var tek
in á þingi U.M.F.Í. á Húnavöll-
um árið 1972. Síðan var sam-
bandsráðsfundur hér á Akra-
nesi um haustið og má segja
að upp frá því hafi endanleg
ákvörðun verið tekin um að
halda landsmót hér á Akranesi.
Voruð þið ekkert smeykir við
að bjóða aðstöðu hér á Skaga?
Það má kannski kalla það bí-
ræfni að gera slíkt án þess
raunverulega að kanna hvort
þetta væri fyrir hendi, en ég
gerði þetta algjörlega í trausti
þess, að ég fengi góðar undir
tektir, sem ég og vissulega
hef fengið. Það má ef til vill
Frh. á bls. 2