Umbrot - 11.07.1975, Side 13
„Þáttur í
skapandi
skólastarfi”
Rætt við Hjálmar Porsteinsson
um tilraunakennslu í mynd-
og handmennt
Teikning eftir 8 ára stúlku.
Sl. vetur fór fram tilrauna-
kennsla í mynd- og handmennt-
unn á vegum skólarannsókna
Menntamálaráðuneytisins. Til-
raunakennslan fór fram í fjór-
um skólum, Mýrarhúsaskóla á
Seltjarnarnesi, Langholtsskól-
anum í Rvík, á Hólmavík og í
Barnaskóla Akraness. Umsjón
með þessari kennslu hafði
námsskrárnefnd mynd- og hand
mennta. Formaður nefndarinn-
ar er Þórir Sigurðsson.
Hjálmar Þorsteinsson var
einn þeirra fjögurra kennara
er hafði umsjón með kennsl-
unni hér. UMBROT leitaði til
hans og spurði fyrst hve marg-
ir kennarar hefðu tekið þátt í
kennslunni hér á Akranesi ?
— Við vorum fjögur sem
önnuðumst þetta Hrönn Egg-
ertsdóttir sá um kennsluna í
7 ára bekk, en Margrét Jóns-
dóttir, Sigurlaug Guðmunds-
dóttir og ég önnuðumst kennsl-
una í tveim átta ára bekkjum.
Margrét sá um leirmótun, Sig-
athafnaþrá bama er mikil á
þessum aldri og hana ber að
þroska og efla eftir því sem
kostur er. Hér er átt við að
börnin teikni myndir sjálf,
teikni munstrin sjálf, skapi
sýna leirmynd, í stað þess að
lita í litabækur, sauma áteikn-
aða dúka og myndir eða móta
leir eftir ákveðinni fyrirmynd.
— Unnu drengir og stúlkur
að sömu verkefnum?
— Já, drengir og stúlkur
unnu að sömu verkefnum. Það
var stórkostlegt að sjá strák-
ana með nálina og spottann
sauma út í hersíanstriga eigin
mynd, enda kunnu þeir vel að
meta þessa nýbreytni.
. . . Strax hjá smábörnum finnum við þörfina til að kanna um-
hverfið, læra að þekkja og notfæra sér það. Barnið getur mjög snemma
tjáð hugsun í mynd og með myndmerkjum, m.a. strax á öðru ári.
Það er af eigin hvöt og meðfæddur eiginleiki hjá barninu að það
tjáir sig á myndmáli, en það myndmál er ekki alltaf auðlesið fyrir
hvern sem er, enda oft byggt upp af táknrænum merkjum og mynd-
um . . . Málræn kunnátta og þjálfun er af skornum skammti hjá
2-5 ára börnum og því er hin myndræna þjálfun þess afar þýðingar-
mikil . . . I‘að er algengt að foreldrar og annað fullorðið fólk reyna
að leiðrétta eða betrumbæta ,,ófullkomnar“ (að þeirra dómi) myndir
barnsins. l’essi velmeinta uppeldisfræði hefur þveröfug áhrif á getu
og vilja barnsins til að tjá sig í mynd. Ef myndir barnsins eru ekki
viðurkenndar af fullorðna fólkinu, uppfyllir myndgerðin ekki þá
brýnu þörf barnsins að tjá sig i mynd. Annað hvort fer þá barnið
að teikna myndir fyrir sig sjálft sér til ánægju eða það lætur undan
kröfum þeirra fullorðnu og beygir sig undir fótmál þeirra. I þvi
tilfelli verður barniö oft óöruggt með sig sjálft, sjálfsgagnrýni
vex óhóflega og smám saman hættir það að gera myndir . . .
... Á tímum aukinnar iðnvæðingar verður ekki gengið framhjá
þeirri staðreynd, að meginhluti þjóðarinnar vinnur að verklegum
störfum, og hlýtur sá stóri hlutí að eiga rétt til góðrar undirstöðu-
kennslu í verklcgum greinum þegar í æsku. Mikilvægt er, að sá
námskjarni verkamennta, sem lagður er, sé skipulagður þannig að
hann verði tenging til atvinnugreina þjóðlífsins. Fram til þessa
hefur verkkunnátta alþýðumanna verið á háu stigi og á mörgum
sviðum til fyrirmyndar, en nó á tímum neysluþjóöfélags er verk-
kunnátta almennings £ hættu, verður þvf að teljast skylda okkar
við framtíðina aö viðhalda þessum menningarþætti þjóðarinnar,
en glata honum hvorki né rýra. Til að svo megi verða, hljóta verk-
menntir að skipa veglegan sess í skólakerfinu . . .
I’órir Sigurðsson.
— Verður þessari tilrauna-
kennslu haldið áfram?
— Já, ég vænti þess fast-
lenga að þessu verði haldið
áfram og aukið, hvort sem ég
lít til með kennslunni eða ein-
hver annar, því þetta er það
sem koma skal í þessari
kennslugrein.
— Geturðu að lokum veitt
okkur örlitla innsýn í kennslu-
stund?
— Ég byrjaði tímana á að
spjalla við börnin um ýmis
efni. Við fórum e.t.v. að tala
um að nú væri haust og þá
beindist talið að árstíðunum.
Ég spurði þau á hverju þau
þekktu haustið og þau nefndu
réttirnar, að þá byrjaði skól-
inn, gróðurinn breyttist og þá
var maður kominn út 'í litina.
Þannig töluðum við fyrst
saman og spjallið tengdist ýms
um námsgreinum. Svo fóru þau
að teikna undir áhrifum af því
sem rætt hafði verið. Ég próf-
aði líka að láta þau hlusta á
tónlist og túlka áhrifin af
henni í myndum. T.d. lék ég
einu sinni fyrir þau „Nótt á
Nornastóli“ eftir Mussorgski,
sem hann samdi við magnaða
draugasögu eftir Gogol. Ég lék
verkið án nokkurs formála og
sagði þeim ekkert frá sögunni
að baki þess. En viti menn,
þegar þau fóru að teikna birt-
ust allra handa draugar og
hallir og einn drengurinn teikn
aði karl að spila á orgel í
svartamyrkri. Mér fannst þetta
merkileg svörun hjá þeim og
að tilgangi mínum væri náð:
að láta bömin skynja list og
gera þau jákvæð gagnvart
henni.
Nokkrar myndir er böm úr átta ára bekk saumuðu.
urlaug annaðist saumgerðir og
vefnað og ég var með teikn-
ingu. Þessu góða fólki þakka
ég frábært samstarf í vetur.
— Og hvemig gekk þetta?
— Þetta gekk vel og er ég
mjög ánægður með árangur-
inn þrátt fyrir ýmsa vankanta
sem væntanlega verða sniðnir
af í framtíðinni. Aðstaða hér
í skólanum var að ýmsu leyti
erfið og háði það starfinu
nokkuð.
— Hvemig tóku börnin
þessu ?
— Þau tóku þessu yfirleitt
mjög vel og unnu mikið.
— Að hvaða leyti er þetta
frábragðið venjulegri teikni-
og handavinnukennslu eins og
hún hefur tíðkast?
Hjálmar hallar sér aftur í
hægindastólnum, tottar pípuna
af öllum kröftum og mælir
síðan: — Með þessari tilrauna-
kennslu er reynt að fá börnin
til að skapa sem mest sjálf
og vinna sjálfstætt, en auðvit-
að með leiðbeiningum og til-
sögn kennarans. Sköpunar- og
Lokað
vegna sumarleyfa frá 14. júlí til 11. ágúst
Verkefnum veitt móttaka
í Bókaversl. Andrésar Níelssonar hf.
Prentverk Akraness hf.
13