Umbrot - 15.03.1978, Blaðsíða 5

Umbrot - 15.03.1978, Blaðsíða 5
Hvað er framundan 1 dagvistunarmálum? Akranes aftarlega í röðinni hvað þessi mál varðar 20-22 á eldri deild. Þetta er gam alt íbúðarhús, þar sem hvor deild hefur tvær rúmgóðar stof- ur til athafna. Barnaheimili með 5 deildum: Vöggu og 1 árs deild 10 börn 2 2ja-3ja ára deildir 2x14 — 3ja-4ra ára deild 17 — 4ra-6 ára deild 20 — Samtals 75 börn. Ibúafjöldi innan við fjögur þúsund. Yfir hundrað börn á biðlistum Neskauppstaður Grein þessi er skrifuð í samráði við fóstrur á dag- heimilinu og Ieikskólaiium, til að vekja umræðu og um- hugsun um þetta mikla mál sem bæjaryfirvöld virðast hafa sniðgengið að mestu leyti. Það er staðreynd sem ekki verður á móti mælt, að fólk er farið að gera sér betur grein fyrir því að dagvistunarheimili eru nauðsynleg. 1 fyrsta lagi til að gefa börnunum kost á að um gangast önnur börn og gefa þeim færi á að gera ýmislegt sem þau geta ekki í heimhúsum í flestum tilfellum, og í öðru lagi til þess að konur komist út á vinnumarkaðinn. Margir staðir á landinu hafa gert stór átök hvað þessi mál varða, og verður vikið að því síðar, en það sama verður því miður ekki sagt um Akranes. „Akranesbær hefur aldrei sýnt dagvistulnarmálum neinn áhuga og er svo aftarlega í röð- inni hvað þessi mál varðar, að til háborinnar skammar er“, sagði ein fóstran er þessi mál bar á góma eigi alls fyrir löngu. Það er ekki fyrr en á síðasta ári sem bærinn eignast sitt fyrsta dagheimili, en þá yfirtók hanln rekstur heimilisins við Ak urgerði sem Kvenfélagið hafði rekið í nokkur ár. Þar eru nú 36 börn, en skv. nýrri reglu- gerð eru þau helmingi of mörg. I reglugerðinni segir m.a.: „Heildarleikrými gólfflatar skal vera að jafnaði a.m.k.: a) dagheim. 3,5 m2 á hvert barn b) leikskóli 2,0 m2 á hvert bam“ Ef farið væri eftir reglugerð- ilnni mættu á dagheimilinu við Akurgerði vera 9-10 börn á UMBRQT Útgefandi: UMBBOT sf. Blaöstjórn og ábyrgöarmenn: Indriði Valdimarsson, ritstj. or Sigurvin Sigurjónsson augl.stj. Auglýsingasími: 1127 Pósthólf 110 Gíróreikn. nr. 22110-4 Verð kr. 120 Setning og prentun: Prentverk Akraness hf. deild, en eru nú 18. Á biðlista em 28 börn og er biðin rúmlega 1 ár. Árið 1973 stofnaði bærinn leik skólann sem staðsettur er í bráðabirgðahúsnæði í Skátahús- inu. Þar er aðstaðan alls ekki nógu góð. Salernisaðstaða er í lágmarki, ekkert heitt vatn og mikill raki.er í húsinu. Því má skjóta hér inn, að Heilbrigðis- eftirlit hefur ekki komið til að kanna aðstæður og er það mið- ur. Útileiksvæði við leikskólann í Skátahúsinu má teljast alger- lega óviðunandi. Lóðin hefur ekki verið ræst fram og vatn nær því ekki að síga niður. Vegna þessa myndast oft megn óþefur og hefur það oft valdið mjög miklum óþægindum. Eng- inn grasblettur er til fyrir börn- in að leika sér á. Á leikskólanum eru 37 börn og milli 80-90 eru á biðlista. Elstu umsóknir em um 14 mán. gamlar. Börn á leikskóla koma með nesti með sér og dvelja hálfan dag í senn. Þar eru engir forgangshópar. Nýr leikskóli hefur verið reist ur við Skarðsbraut og er hann nú fokheldur. Gert hafði verið ráð fyrir að taka hann í notkun á þessu ári, en óvíst er hvort af því verður. Til að fullgera leikskólann, ganga frá lóð og búa hann leiktækjum, er áætlað að þurfi alls 39,8 Mkr. en fjár- veiting þetta árið hljóðar upp á 23 Mkr. Er enginn möguleiki á því að taka nýja húsið í notk- un, þótt það sé ekki alveg til- búið? Hefur verið rætt um það mál við starfsfólkið? Það er athyglisvert að engin byggingarnefnd er til fyrir þenn an leikskóla og það er einnig athyglisvert að engin samráð hafa verið höfð við fóstrur um byggingu hans. Hver er ástæð- an? Ekki er vitað hve mörg börn munu komast þar fyrir. Gæsluvöllur við Laugarbraut Gæsluvöllur hefur verið rek- inn við Laugarbraut í nokkur ár. Vegna stækkunar slökkvi- stöðvarinnar þarf að rífa nú- verandi húsnæði gæsluvallarins. Húseignin að Víðigerði 2 hefur verið keypt fyrir þessa starf- semi og er fyrirhugað áð endur- bæta húsið og byggja við það. Þá er spurningin: a) Hvað á að kosta miklu upp á húsið til að hægt sé að bjóða börnum þangað inn? b) Hefur verið leitað álits séi- menntaðs fólks hvort það sé forsvaranlegt að vera með böm í svona húsnæði? c) Er ekki ódýrara að byggja einnar hæðar hús ? Og enn rekum við okkur á sama vegginn. Hér eru starfandi menntaðar fóstrur, en þær eru ekki spurðar álits á þessum framkvæmdum. Hver er skýring in? Við erum að ræða um gæslu- völl. En þetta er alls ekki gæslu ■ völlur eins og þeir tíðkast t.d. í Rvík. Hér eru föst pláss, en í Rvík getur móðir komið með barn eða börn sín, og haft þau í gæslu í óákveðinn tíma og án þess að greiða gjald fyrir. Hér er ekki um neitt slíkt að ræða. Tökum sem dæmi konu sem þarf að fara til læknis, Hún getur hvergi komið börnum sín um fyrir á meðan og þarf jafn- vel að hafa þau með sér til læknis. Gæsluvöllurinn við Laug arbraut er á góðum stað í bæn- um og því væri skynsamlegt að nota hann sem raunverulegan gæsluvöll eins og hér hefur ver- ið lýst. Eða hvað finnst bæjar- yfirvöldum ? I upphafi greinar þessarar er sagt að margir staðir á landinu hafi gert stór átök hvað dag- vistunarmál varðar — en það sama verður ekki sagt um Akra nes. Hér eru tvö dæmi þessu til staðfestingar. V estmaiuiaey jar Þar er leikskóli með 2 deild- um, 20 börn á yngri deild og 22 börn á eldri deild. Samtals 84 börn. Áætlað er að opna ann- an leikskóla í tveim deildum 2x18 börn. Samtals 72 börn. Barnaheimili, 42 börn í tveim hópum. 18-20 börn á yngri deild, 2 deildir á dagheimili með 38- 39 börn samtals. Leikskóli með 60 börn, aðeins rekinn hálfan daginn, því það eru ekki til börn í heils dags rekstur. Biðlisti er enginn og bæjaryfir völd búast ekki við biðlista fyrr en árið 1985 með sama fólks- fjölda. íbúafjöldi um tvö þús. Þessi dæmi sýna að Akranes- kaupstaður þarf svo sannarlega að taka á honum stóra sínum ef komast á í námd við þá tvo staði, sem fyrr eru nefndir. Breytinga’r í þjóðfélaginu eru örar og ekki síst hvað varða barnauppeldi. Því verða bæjar- yfirvöld að fylgjast vel með og sýna áhuga á þessum málum, en ekki að stinga höfði undir væng og mara í hálfu kafi og bíða eftir að birti til. Að lokum skulu ítrekaðar spurningar sem æskilegt er að fá svör við. 1. Hvað er framundan í dagvist unarmálum á Akranesi? 2. Því er ekki veitt meira fjár- magni til leikskólans við Skarðsbraut, þannig að unnt verði að ljúka við frágang hans að fullu á þessu ári og flytja inn? 3. Verður Skátaheimilið áfram rekið sem leikskóli? 4. Hvað á að kosta miklu fé í húsið Víðigerði 2 þannig að hægt verði að bjóða þangað börnum ? 5. Hefur verið leitað álits sér- menntaðs fólks hvort það sé forsvaranlegt að vera með börn í slíku húsi? 6. Væri ekki ódýrara að byggja eiíinar hæðar hús? 7. Hvers vegna er ekki haft sam ráð við fóstrur þegar unnið er að slíkum málum? 8. Telja bæjaryfirvöld ekki skyn samlegt að reka raunveruleg- an gæsluvöll? Ferminga- myndatökur Örfáum myndatökutímum óráðstafað fermingardagana. — Pantið í símla 1220 Ljósmyndastofa ÓLAFS ÁRNASONAR Vestargötu 80 — Sími 1220 5

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.