Umbrot - 15.03.1978, Blaðsíða 12

Umbrot - 15.03.1978, Blaðsíða 12
LJMBROT Miðvikuidagur 15. mars 1978 Úrslit í prófkjöri Alþýðuflokksins Verð kr. 120 Um síðustu helgi fór fram prófkjör hjá Alþýðuflokknum fyrir bæjarstjómarkosningarn- ar í vor. Úrslit urðu þessi: 1. sæti Ríkharður Jónsson 171 og 22 atkv. í annað sæti 2. — Guðm. Vésteinsson 198 3. — Rannveig Edda Hálfdánardóttir 237 Sigurjón Hannesson samtals 139 atkv. í 1.-3. sæti. Skúli Þórðarson samtals 117 atkv. í 1.-3. sæti. Þorvaldur Þorvaldsson samtals 106 atkv. í 1. og 2. sæti. 367 tóku þátt í prófkjörinu, en við síðustu bæjarstjórnar- kostiingar hlaut Alþýðuflokkur- inn 388 atkv. BÆJARBROT Föstudaginn 3. mars frumsýndi Leikflokkurinn sunnan Skarðs- heiðar gamanleikinn „Grátsöngvarinn" eftir Vernan Sylvanine í þýðingu Ragnars Jóhannessonar. Sýningar fara fram í Heiðarborg í Leirársveit. h Leikendur í þessum gamanleik eru alls 12 og með 4 helstu hlutverkin fara: Dóra Líndal, Jón S. Sigurðsson, Sigríður Lárus- dóttir og Hjalti Njálsson. Uppsetning leiksins, svo og leiktjöld og búningar var unnið í hópvinnu og gafst þetta fyrirkomulag mjög vel. Félagar í leikflokknum eru 54 og rúmlega helmingur þeirra vann við uppsetningu leiksins. Leikflokkurinn mun ekki ferðast með Grátsöngvarann, en sýningar verða áfram að Heiðarborg til páska. — Formaður flokksins er Brynja Kjerúlf. Afli Akranesbáta Nýr gjaldbókari Eftirfarandi umsóknir um starf gjaldbókara á bæjarskrif- stofu bárust: Áslaug Sigvaldadóttir, Skarðs braut 17; Gíslína Magnúsdótt- ir, Sóleyjargötu 1; Guðrún Guð mundsdóttir, Vesturgötu 151; Jórunn Friðriksdóttir, Heiðar- braut 45; Rósa K. Þórisdóttir, Vesturgötu 143. Guðrún Guðmundsdóttir var ráðin í starfið. Ekki er öll vitleysam eins! Starfsmenn bæjarins héldu árshátíð sl. föstud. Starfsmenn Rafveitunnar sendu fyrirspurn til rafveitunefndar þess efnis hvort Rafveita Akraness vildi ekki greiða miða þeirra á árs- hátíðina. — Rafveitan synjaði þessu erindi að sjálfsögðu. íbúaf jöldi á Akranesi Samkv. bráðabirgðatölu Hag- stofu íslands miðað við 1. des. sl. eru íbúar Akraness þrem fleiri en bráðabirgðatölur sýndu árið 1976, eða 4.629. Listi Alþýðubandalagsins Birtur hefur verið listi Al- þýðubandalagsins við bæjarstj. kosningamar í vor Fimm efstu sætin skipa: 1. Jóhann Ársælsson 2. Engilbert Guðmundssoln 3. Guðlaugur Ketilsson 4. Sigrún Gunnlaugsdóttir 5. Sigrún Clausen Afli Akranesbáta og togara Reynir 107.680 21 Þjóðhátíðamefnd í febrúar, var sem hér í segir: Sif 67.980 15 Eftirtaldir hafa verið kosnir kg. sjóf. Sigurborg 84.340 18 í Þjóðhátíðarnefnd 1978: Rúnar Fagurey 93.950 19 Sigurvon 39.900 7 Pétursson, Rún Elva Oddsdótt- Grótta 111.440 21 Togarar: ir, Kristrún Valtýsdóttir, Ing- Haraldur 98.550 16 Haraldur B. 198.849 2 unn Jónasdóttir og Valgeir Guð- Rán 75.160 17 Krossvík 187.819 2 mundsson. Söluverðlaun UMBROTS Söluverðlaun UMBROTS í febrúar hlutu Hörður Jóns- son, Vogabraut 36 og Gísli Þráinsson, Suðurgötu 78. Eru þeir vinsamlegast beðn ir að hafa samband við aug- lýsingastjóra blaðsins. Það er greinilegt að bæjarfnlltrúar kunna vel að meta nýju stólana ef marka má svip þeirra. (Ljósm. Ól. Árnason.) Bæjarstjórn Akraness hélt sinn 476. fund þriðjudaginn 28. febr. sl. í nýjum fundarsal á efstu hæð í Bókhlöðunni við Heiðar- braut. Salurinn er nokkuð stór og rými er fyrir um 30 áheyr- endur. Húsnæðið er i alla staði mjög vistlegt. Bókhlaðan var teiknuð af Sigurjóni Sveinssyni, arkitekt, í Reykjavík. Innréttingar í fundarsalinn nýja eru teiknaðar hjá Verkfræði- og teiknistofunni. sf. Húsgögn eru keypt frá Trésmíða- verkstæði Kristjáns Siggeirssonar, samkvæmt tillögu Reynis Kristinssonar, tæknifræðings. I tilefni þessa merka áfanga voru hengd upp í salinn málverk, sem gefin voru Akranesbæ úr dánarbúi Fríðu Proppé, apótekara, sem starfaði hér um langan aldur. Einnig var stillt upp á fulnd- inum líkani af tillögu af nýju miðbæjarskipulagi af Akranesi. Þessi fyrsti fundur í salnum hófst kl. 4 og stóð til kl. 23,55 og þar fór fram síðari umræða um f járhagsáætlun kaupstaðarins.

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.