Umbrot - 10.05.1978, Page 9

Umbrot - 10.05.1978, Page 9
um langt skeið var póstur. 1906 rífur Tlallf;r. Tómasson bæinn og byggir á sama stað hús er hann nefnir Gríms- staöi, þaö hús var 1947 flutt að Vesturgötu 71. 37 Efri-Gata, byggt 1883 af Magnúsi Jónssyni. 1942 var húsið rifið. Þar er nú Bræðraborg, við Skólabraut 2 og 4. 38 Mörk, byggt timburhús bar 1889 af Sveini Guðmundssyni hr.stj. 1906 rífur Sveinn gamla húsið og byggir núverandi hús þar, en 1943 var það verulega stækkað af Áma Árnasyni lækni og stendur við Skólabraut 8. 39 Vinaminni, byggt þar timburhús 1894 af Ásbimi Ólafssyni. 1909 rífur Guðjón Tómasson húsið og byggir hús það, sem fyrir stuttu var rifið og stóð við Skólabraut 13. 40 Lykkja, byggð fyrst af Ingimagn Eirikssyni. 1909 byggir Helgi Guð- brandsson svo hús það sem nú stend- ur við Skólabraut 20. 41 Melshús, byggt fyrst 1698, fyrst nefnt Sómasæti, en líkl. eftir 1813 Melshús. 1922 byggir Sigurður Jónsson syðri bæinn, en hann siðar fluttur að Presthúsabraut 21. 42 Nýlenda, fyrst byggð rétt eftir 1800. 1899 byggir Ingjaldur Ingjalds- son timburhús, sem nú stendur við Suðurg. 35. 1931 byggir Teitur Bene diktsson þar steinhús, nú við Suður- götu 37. 43 Skarðsbúð. 1889 er þar byggt timb- urhús af Sigmundi Guðbjarnasyni, rifið fyrir mörgum árum. Þessa húss var fyrst getið 1785. 44 Oddsbær, byggður 1881 af Oddi Guðmundssyni. 1904 fer hann í eyði. Síðar var þar byggt húsið Sólbakki, sem nú stendur við Akursbraut 17. 45 Halakot, byggt 1857 af Lýði Jóns- syni. 1934 lagðist bærinn í eyöi og var rifinn skömmu síðar. 46 Geirmundarbær, fyrst byggður 1813 af manni að nafni Geirmundur. Gamla bæinn reif Hinrik Gíslason og byggði hús það, sem stendur við Suðurgötu 48. 47 Hlið, byggt 1855 af Sigmundi Jóns syni. Hlið stóð áður á Halakotsbökk- um, en stendur nú við Suðurgötu 52. — Sandgerði, byggt 1855 af Gísla Gíslasyni. 1926 byggir Svavar Þjóð- björnsson steinbæ þann, er stóð við Suðurgötu 60, en núverandi Sandgerð- ishús er við Akursbraut 24. 48. .Melur, fyrst byggöur af Tóbías Sigurðssyni. 1923 var þar byggður steinbær, er stendur við Suðurgötu 64. 49 Ivarshús, byggt fyrst í „stekkjar stæöi“ hinnar upphaflegu Skipaskaga- jarðar af Brynjólfi biskup. 1903 bygg- ir Sigmundur Guðbjarnason timbur- hús er stóð við Suðurgötu 68, en hef ur verið flutt að Presthúsabraut 29. 50 Bjarg I, byggt fyrst 1852 af Hall- dóri Jóhannessyni. 1906 byggir Bene- dikt Tómasson þar timburhús, sem aö stofni stendur enn við Laugar- braut 9. 51 Bjarg II. 1883 byggir Einar Guð- mundsson þar lítið timburhús, en 1909 reif Einar gamla bæinn og byggir hús það, sem enn stendur við Laug- arbraut 7. 52 Ármót, byggt 1900 af Magnúsi ólafssyni. 1930 byggir Jón Ottesen þar timburhús, sem nú stendur við Skólabraut 23. 53. .Bergþórshvoll, byggt þar timbur- hús 1897 af Bergþóri Árnasyni, rifið 1955, er Þórður Guðjónsson byggir þar tveggja hæða steinhús, er stend- ur við Skólabraut 29. 54 Vegamót, byggð 1843 af Gesti Gestssyni og þá nefnt Gestsbær, en 1876 flytur Magnús Vigfússon þangað og breytir nafninu í Vegamót. 1882 byggir Þórður Þórðarson timburhúsið sem nú stendur við Skólabraut 35. 55 Gneistavellir, byggðir 1884 af Bjarna Guðmundssyni. 1905 byggir Bjarni þar timburhús. 1922 byggir Hjörtur Bjarnason ofan á gamla hús- ið, þar stendur nú stórt steinhús, við Kirkjubraut 7, en gamla húsið var flutt að Presthúsabraut 22. 56 Akbraut. 1899 byggir Sigurður Halldórsson þar timburhús, rifur það 1925 og byggir steinhús það, sem stendur við Kirkjubarut 6A. 57 Ólafsvellir, byggt fyrst 1872 af Ólafi Jónssyni. 1902 byggja synir Ólafs, Bjarni og Jón þar stórt timbur- hús. 1937 reif Bjarni húsið og byggir steinhús, sem nú stendur við Akur- gerði 22. 58 Kringla. 1873 byggir Guðmundur Erlendsson þar bæ. 1902 byggir Jón Helgason og bærður hans hús það, sem stendur við Mánabraut 21. 59 Uppkot, byggður þar torfbær af Halldóri Jónssyni, 1902 rífur Halldór bæinn og byggir timburhús ásamt syni sínum, Jóni, þar byggt aftur 1928 og stendur við Suðurgötu 92. 60 Bakkakot, 1884 byggður þar torf- bær af Guðmundi Guðmundssyni, 1905 byggir Jón Jónsson þar lítið timbur- hús, 1941 byggir Jóhann Guðnason þar steinhús, sem stendur viö Suðurg. 100. 61 Bakkagerði, þar fyrst byggður lít- ill torfbær 1894 af Teiti Brynjólfssyni, og stóð hann neðanvert við Leirgróf. rifinn fyrir mörgum árum. 62 Bæjarstæði, Bjami Brynjólfsson byggði þar fyrst lítinn torfbæ 1898, rifur hann síðan 1908 og byggir þá 1926 hús það, sem nú er við Suðurgötu 106. 63 Torfustaðir, byggðir 1896 af Ól- afi Birni Hannessyni, 1905 var byggð- ur þar timburbær, síðar endurbættur og stendur við Suðurgötu 105. 64 Hákot, torfbær byggður þar 1864 af Jóni Pálssyni, 1874 byggir Jón þar hús með steinveggjum, húsið stóð við Kirkjubraut 28, en hefur nú verið flutt upp að Skarðsheiði. 65 Efstibær, fyrst byggður 1860, þá efsti bær á eignarlóð Skagans, syðri bærinn átti eignarlóð við Suðurgötu, rifinn fyrir nokkrum áram, en vestari bærinn, byggður af Birni Guðmunds- syni, stendur við Kirkjubraut 22. 66 Árnabær, byggður 1895 af Árna Sig urðssyni, og stóð við Kirkjubraut 11, rifinn 1931, er Árni Árnason læknir byggir þar stórt steinhús, er K.S.B. verslaði síðar. Suðurvellir, byggðir 1885 af Sig- urði Guðmundssyni, 1926 var húsið rif- ið og það sama ár byggt steinhús, sem er við Akurgerði 17. 67 Bræðraborg, byggð 1897 af Jósef Jósefssyni og sonum hans, 1929 var gamla húsið rifið og byggð tvö áföst hús, sem eru við Heiðarbraut 12 og 14. 68 Austurvellir, byggðir 1884 af Magn- úsi Vigfússyni, hét áður Austurvöllur, 1907 byggir Bjarni Gislason Austur- velli II, við Akurgerði 15, og Vigfús Magnúss. Austurvelli I, við Akurg. 13. 69 Hábær I, þar byggður fyrst torf- bær 1882 af Magnúsi Gíslasyni, 1902 byggir Magnús þar timburbæ, er stendur við Akurgerði 9. — Hábær II, byggður 1884 af Eyjólfi Sigurðssyni, síðar nefndur Bræðratunga og stóð við Akurgerði 11, fór i eyði 1945, 1947 er húsið flutt upp fyrir Garða, síðar að Presthúsabraut 30. 70 Hóll, byggt þar timburhús 1896 af Jónasi Guðmundssyni, 1935 byggt þar stórt steinhús af Erlendi R. Teitssyni og stendur við Akurgerði 10. 71 Sandabær, byggður 1841, líklega af Ólafi Bergþórssyni, leggst í eyði 1908. 72 Traðarbakki, 1856 er þar fyrst byggður bær af Jóni Guðlaugssyni, 1903 byggir Magnús Guðmundsson þar timburhús, 1946 er þar byggt steinhús og stendur við Akurgerði 5. 73 Marbakki, byggður 1884 af sr. Helga Sigurðssyni, 1925-26 byggir Ein- varður Guðmundsson hús það sem stendur við Vesturgötu 85. 74 Merkigerði, byggður þar torfbær 1892 af Magnúsi Hallssyni, rifinn 1909, er Jörgen Hansson byggir timburhús það, sem stendur við Kirkjubraut 25. 75 Guðnabær, byggður 1893 af Guðna Guðmundssyni, 1932 reif Jón Guð- mundsson bæinn og byggir hús það, sem stendur við Kirkjubraut 21. — Norðurkot, 1893 er þar byggður torf- bær af Jóni Helgasyni, fer I eyði 1907. 76 Kirkjuvellir, byggt þar fyrst 1867 af Ara Jónssyni, 1906 byggði Kristján Danlelsson þar timburhús, þar stend- ur nú Sjúkrahúsið. 77 Steinsstaðir, byggðir 1898 af Skúla Sigvaldasyni, Steinn Jónsson byggir þar timburhús 1898-99, siðar var því oft mikið breytt, stóð við Kirkjubr. 36. 78 Sigurvellir, byggðir 1893 af Mel- kjörinu Sigriði Jónsdóttur, fóru í eyði 1940. 79 Hóll efri — Hjarðarhóll, byggður 1900, 1933 reif Valdimar J. Guðmunds- son gamla bæinn og byggði þar stein- hús, sem nú stendur við Stiilholt 16. 80 Kirkjubær, byggður 1890 af Siguröi Sigurðssyni, 1902-3 byggir Guðjón Þórðarson þar timburbæ, sem siðar hefur verið endurbættur, og stendur nú við Kirkjubraut 35. 81 Smiðjuvellir, byggðir fyrst 1868 af Jörundi Þorsteinssyni. 82 Klöpp, byggður þar fyrst torfbær af Oddi Guðmundssyni, 1908 byggir Jón Jónsson þar timburhús og 1934-35 byggir Jón þar aftur og stendur það hús við Heiðarbraut 41. 83 Tjöm — Tjarnarhús,, 1897 er þar fyrst byggt timburhús af Jóni Jóns- syni, 1909 byggir Jón þar aftur timb- urhús, sem stendur við Heiðarbraut 36 84 Litlabrekka, byggt 1865 af Ölafi Magnússyni, 1912 er byggt þar stein- hús, sem stendur við Heiðarbraut 33. 85 Brekkukot, 1889 byggir Þórunn Þórðardóttir þar torfbæ, það hefur síðan verið mikið endurbætt og stóð við Heiðarbraut 31, en gamla húsið hefur verið flutt að Presthúsabraut 35. 86 Brekkubær, byggður fyrst 1800, þá kallað Pagrabrekka, 1907 byggði Þórð- ur Jónsson gullsm. þar timburhús, sem var rifið fyrir allmörgum árum og stóð á lóð Barnaskólans. 87 Vorhús, byggð 1896 af Jóni Sig- urðssyni, stóð þar sem nú er Hjarðar- nes, við Merkigerði 16. 88 Hausthús — Bergstaðir, 1898 er byggður þar torfbær af Jóni Sigurðs- syni, Jón Magnússon byggir síöan hús það, sem stendur við Merkigerði 10. 89 Mýrarholt — Mýrarhús, fyrst byggður þar torfbær 1891 af Guð- mundi Ólafssyni, 1905 byggir Kristján Ólafsson þar timburhús og nefnir Mýr- arhús, 1937 reif Ólafur Kristjánsson gamla húsið og byggði þar steinhús, sem stendur við Vesturgötu 125. 90 Götuhús, fyrst getið 1826, 1862 og lengst af úr því eru þar tveir bæir, 1908 byggir þar Ásmundur Ólafsson, það siðar rifið og þar eru nú fisk- verkunarhús. 91 Bær, byggður 1890 af Ásmundi Guðmundssyni, fer í eyði 1903, stóð nálægt þar sem Valdastaðir stóðu síö- ar, við Vesturgötu 107. 92 Litlibakki, byggður 1877 af Helga Sveinssyni og endurbættur 1903, 1927 rífur Þorgeir Jósefsson húsið og bygg- ir hús það, sem nú stendur viö Vest- urgötu 103. 93 Traðarkot, rifið fyrir allmörgum áram. 94 Presthúsabúð. 95 Presthús. 96 Jaðar, rifinn rétt eftir 1930. Hér hefur stuttlega verið rakin saga þeirra húsa, sem merkt eru inn á kort- ið Mikið vantar þó á, að hér sé um fullkomna upptalningu að ræða, bæði vegna þess að ekki er hægt að hafa þáttinn lengri svo og vegna ónógra heimilda, en vonandi verður hægt að bæta eitthvað úr þvi í næsta þætti. Þá verður birt kort af þeim gömlu húsum sem enn standa. Það er viðbúið að hér hafi einhverjar villur slæðst með, og bið ég vinsamlegast um ábendingar þar um, auk þess sem ég óska eftir hvers kyns fróðleik um hin gömlu hús á Skaga. — Þ.J. Akraneskaupstaður VINNUSKÚLI Vinnuskóli verður starfræktur í sumar, fyrir börn fædd 1964 iog 1965. Umsóknir barna þurfa að berast fyrir 20. maí nk., en umsóknir um stöður flokksstjóra fyrir 10. maí nk. Nánari upplýsingar eru veittar á bæjar- skrifstofunni. Bæjarritari 9

x

Umbrot

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.