Umbrot - 10.05.1978, Blaðsíða 14

Umbrot - 10.05.1978, Blaðsíða 14
UMBROT Miðvikudagur 10. maí 1978 Verð kr. 150 Rykið er allt að kæfa Verður Kirkjuhvoll gerður að heimavist? Ibúar við Garðagrund höfðu samband við blaðið og báðu um að koma þeirri málaleitan á framfæri við bæjaryfirvöld að þau sæju sér fært að vökva, svo ekki sé nú talað um að ryk- binda Garðagrundina. 1 þurru veðri, eins og verið hefur und- anfarið, er nánast ólíft þarna innfrá vegna ryks. Húsin eru full af ryki og ógerningur er að hengja út þvott því hann verður jafn skítugur og hann var áður en hann fór í þvotta- vélina, og erfitt er að láta smá- Undanfarna mánuði hafa ver- ið starfandi 9 lögregluþjónar á Akranesi, þar af tveir lausráðn- ir. Nú hefur sá áttundi verið fastráðinn, en níundi maðurinn var látinn hætta 1. maí sl. Hér áður fyrr voru lögin þannig úr garði gerð að einn lögreglumaður skyldi vera á hverja 500 íbúa og með þvi móti ættu þeir að vera níu hér. Samkv. lögum sem nú eru í gildi eiga að vera sjö lögreglu- Aðfaranótt 30. apríl gerðist sá óvenjulegi atburður í Akra- neshöfn, að einhverjir óboðnir gestir komu niður á bryggju og gerðu sér lítið fyrir og leystu landfestar bátanna Sigurvonar, Sif og Sigurborgar. Um kl. 5.30 að morgni voru skipstjórar þessara báta ræstir út og er þeir komu niður á bryggju börn vera úti vegna þessa vandamáls. Þetta er auðvitað fyrst og fremst hugsunarleysi hjá þeim aðilum sem sjá eiga um vökvun- ina, þeir vilja auðvitað ekki að þetta sé svona (eða er það?), en einhvernveginn dettur þetta nú samt uppfyrir hjá þeim. Við skulum sjá hvort þetta er ekki rétt tilgáta, en ef svo er ekki þá þarf að gera ein- hverjar sérstakar ráðstafanir til að fá þetta verk framkvæmt. þjónar hér á Akranesi, en eru nú orðnir átta frá 1. maí sl. Erfiðlega hefur gengið að ná sambandi við fulltrúa í Dóms- málaráðuneytinu til að fá upp- lýsingar um mál þetta, en óneytanlega virðist þetta vera afar furðuleg ráðstöfun, þegar það er haft í huga að stefnt er að því að vakt lögreglunnar verði látin ná yfir allan sólar- hringinn, en nú er hún aðeins frá kl. níu að morgni til kl. hálf fimm að nóttu. voru bátarnir reknir upp í f jöru. Einnig var búið að losa land- festar hafnsögubátsins og ýmsu drasli hafði verið hent í sjóinn, s.s, brettum, tógi o.fl. Logn var þessa umræddu nótt og urðu engar skemmdir á bátunum. Að sögn yfirhafnsögumanns hefur svipað atvik komið fyrir áður. Mál þetta er í rannsókn. Nú munu vera í gangi við- næður við dóms- og kirkjumála- ráðuneytið um að fá prestsetr- ið að Kirkjuhvoli keypt með það fyrir augum að nýta það sem heimavist fyrir fjölbrautaskól- ann. Heimavist fyrir skólann er mjög aðkallandi og þarf að vera komin í gangið næsta haust. Húsmóðir á Háteignum hafði samband við blaðið og bað það að koma á framfæri þeim ósk- um til viðkomandi aðila að þeir sæu sér fært að ganga þannig frá Háteignum að sandfok minnki. Þannig er mál með vexti að í vetur var gatan graf- in upp vegna þess að verið var að leggja lagnir í hús sem þar hefur verið í byggingu. Síðan var mokað ofan í skurðinn eins og venja er, en þar sem jarð- vegurinn er mjög sandborinn hefði þurft að dreifa malarlagi ofan á. Þetta var sem sagt ekki gert, Flotbryggja Nú mun hafa verið ákveðið að gera tilraun með að nýta Ferju II sem flotbryggju fyrir trillubáta fram til 1. sept. nk. Til að þetta geti orðið þarf m.a. að strekkja net yfir lestarop ferjunnar og fjarlægja yfir- bygginguna. Áður hafði verið gert tilboð í ferjuna að upphæð kr. 150.000 til brotajárns, en því tilboði var hafnað. Listar Alþýdu- og Framsóknar- flokks Birtir hafa verið listar Alþýðuflokks og framsóknar- flokks við bæjarstjórnarkosn- ingarnar sem fram fara eftir rúman hálfan mánuð. í fimm efstu sætunum eru: Framsókn: Daníel Ágústínuss., aðalbókari Ölafur Guðbrandsson, vélvirki Jón Sveinsson, lögfræðingur Bent Jónsson, skrifstofustjóri Ingibjörg Pálmadóttir, hjúkrun- arfræðingur. Alþýðuflokkur: Ríkharður Jónss. málarmeistari Guðmundur Vésteinsson, trygg- ingafulltrúi Rannveig Edda Hálfdánardótt- ir, húsmóðir Sigurjón Hanness., húsasmíða- meistari Önundur Jónsson, prentari. Einnig hefur komið til tals að nota gamla elliheimilið fyrir heimavist en um það atriði eru ekki allir sammála og vilja sum- ir að það hús verði notað fyrir æskulýðsstarfsemi. Kaup á Kirkjuhvoli gætu því orðið til þess að leysa úr báðum þess- um vandamálum. og þegar hvasst er, þá smýgur sandurinn alls staðar inn og ekki nóg með það, heldur stór skemmir hann einnig gróðurinn í kring. Húsmóðirin sagðist margsinn- is vera búin að kvarta yfir þessu við þæjaryfirvöld, en ár- angur af þeim viðræðum kvað hún alls engan. Aðalbókari Eins og fram hefur komið áður, sagði Ingólfur Steindórs- son nýlega upp starfi sínu sem aðalbókari hjá Akraneskaup- stað. Nú hefur Gunnari Sig- urjónssyni, Háholti 10, Akra- nesi verið veitt þetta starf til reynslu í eitt ár. Loka Merkigerði Umferðarnefnd hefur sam- þykkt að loka Merkigerði við Kirkjubraut til reynslu. Lokað skal með keðju og búkkum. — Götunni skal lokað frá kl. 20.00 til kl. 8 (að morgni) föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Þetta er gert til að reyna að minnka hávaða til sjúkra- hússins, en hávaði hefur oft verið svo mikill þar að sjúkling- ar hafa átt erfitt um svefn. Sýning Næst komandi föstudag verð ur sýning á skólavinnu nemenda Barnaskóla Akraness. Sýningin verður opnuð kl. 16 og henni lýkur kl. 22. UMBROT í sumarfrí' Þetta blað er það síðasta sem kemur út að sinni. Sá háttur var hafður á í fyrra að gefa út blað í maí og síðan ekki fyrr en í september. Þetta gafst vel og verður því gert aftur þetta árið og stefnt að útkomu aftur í haust. Gamli tímiinn þokar fyrir þeim nýja. — Sigurbjörn tók þessa mynd þegar ívarshúsin voru rifin fyrir nokkrum vikum. Fækkun í lögregluliði Bátarnir fá ekki að vera í friði í höfninni Sandfok veldur óþægindum

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.