Fréttablaðið - 08.06.2019, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.06.2019, Blaðsíða 12
Tvær hugmyndir hafa komið fram um mögulega lausn á því hversu margir eru í búðunum við Cox’s Bazar. Hugmyndirnar þykja hins vegar hvor annarri verri. BANGLADESS Staða þjóðf lokksins Róhingja hefur lítið batnað frá því um 700.000 þeirra flúðu ofsóknir og of beldi í Rakhine-ríki í heimaland- inu Mjanmar fyrir tæpum tveimur árum. Róhingjarnir gista enn flótta- mannabúðir í Bangladess en þar var fyrir um hálf milljón Róhingja samanlagt. Erfiðlega gengur að sjá fyrir þörfum þeirra og of beldi og glæpir eru daglegt brauð í hinum risavöxnu flóttamannabúðum. Samkvæmt greiningu blaða- manna heimsmálaritsins Foreign Affairs er ekkert útlit fyrir að staðan lagist í bráð og Róhingjar geti snúið aftur til síns heima. Með tíð og tíma hefur alþjóðlegur þrýstingur á stjórnvöld í Mjanmar minnkað og þau því ekki séð sig knúin til þess að bjóða flóttamennina velkomna aftur heim. Þær hugmyndir sem eru uppi um lausn á deilunni þykja ekki heillandi. Langur aðdragandi Aðgerðir hersins, og þess meirihluta almennra borgara sem aðhyllist hugmyndafræði um að Mjanmar skuli einvörðungu vera fyrir búdd- ista, voru harðar og of beldisfullar. Rannsakendur á vegum Sameinuðu þjóðanna sökuðu æðstu yfirmenn hersins um þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyninu og stríðsglæpi en greint hefur verið frá bæði fjölda- morðum og því að bæir Róhingja hafi verið brenndir til grunna. Saga ofsókna gegn Róhingjum er hins vegar mun lengri og spannar áratugi. Þessar ofsóknir hafa versn- að með árunum frá því herinn tók völdin í landinu árið 1962. Völd sem hann heldur enn að miklu leyti þótt almennir borgarar fái að velja sér þrjá fjórðu hluta þingmanna og stóran hluta ráðherra. Stjórnvöld hafa ekki samþykkt Róhingja sem einn þeirra þjóð- f lokka sem „eiga heima“ í Mjan- mar. Hafa raunar aldrei viljað kalla Róhingja sínu rétta nafni. Róhingjar hafa ekki fengið að njóta fullra mannréttinda, fá ekki ríkisborg- ararétt og mega til að mynda ekki koma saman í hópum. Í flóttamannabúðum Nú er staðan sú að Róhingjar á flótta í Bangladess eru fleiri en Róhingjar í Mjanmar. Þetta er afleiðing áratuga- langrar þróunar en of beldi gegn Róhingjum hefur komið í bylgjum. Í einum stærstu flóttamannabúðum heims, við borgina Cox’s Bazar, þrífast glæpir og of beldi. Róhingjar njóta ekki ferðafrelsis og hafa skert aðgengi að skólakerfinu og atvinnu, að því er Foreign Affairs greindi frá. Fram til ársins 2017 voru stjórn- völd í Bangladess lítið hrifin af komu flóttamannanna og reyndu meðal annars að neita þeim um aðstoð alþjóðlegra hjálparsam- taka. Það breyttist hins vegar eftir að þjóðarmorðin 2017 hófust og almenningsálitið snerist Róhingj- um í vil. Hasina Wazed, forsætisráðherra Bangladess, beitti sér á þessum tíma fyrir því að Róhingjar fengju matvæli og aðrar nauðsynjar. Þessi afstaða hafði þó breyst í septem- ber síðastliðnum þegar Wazed til- kynnti um að Bangladess hefði ekki lengur efni á því að hýsa fjöldann. Í mars sagði Shahidul Haque utanríkisráðherra svo frá því að ríkið myndi ekki taka á móti f leiri Róhingjum. Búist hefði verið við því að ástandið væri tímabundið og til þess að leysa úr því þyrfti að sann- færa mjanmörsk stjórnvöld um að skapa réttar aðstæður svo f lótta- fólkið gæti komið heim. Þrýstingsleysi Fyrri of beldisöldur og ofsóknir gegn Róhingjum hafa ekki leitt til þess að alþjóðasamfélagið taki höndum saman og beiti sér fyrir lausn á málinu. Og þótt andstaðan við aðgerðir mjanmarska hersins árið 2017 hafi verið hávær var orðum ekki fylgt eftir með nógu viðamiklum aðgerðum til þess að þvinga Mjanmar til þess að taka aftur á móti flóttafólkinu og tryggja öryggi þess. Kínverjar og Rússar hafa beitt sér gegn því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna dragi mjanmarska hers- höfðingja til ábyrgðar fyrir þátt sinn í málinu. Og þótt Bandaríkin, Kanada og ESB hafi innleitt þving- anir gegn mjanmörskum einstakl- ingum og stofnunum og Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn tilkynnt um að dómstóllinn hafi lögsögu í máli herforingja hefur þetta ekki dugað til. Nú þegar athyglin beinist annað og þrýstingurinn á Mjanmar hefur minnkað hefur mjanmarski herinn, samkvæmt mannréttindaráði Sam- einuðu þjóðanna, byggt yfir eyði- lagða bæi Róhingja. Þannig þykir herinn vera að reyna að koma í veg fyrir að Róhingjar geti yfir höfuð snúið aftur heim. Óraunhæfar áætlanir Tvær hugmyndir hafa verið kynnt- ar til sögunnar um hvernig sé hægt að leysa úr þeim erfiðleikum sem Róhingjar þurfa að kljást við í hinum risavöxnu f lóttamanna- búðum. Hugmyndirnar hafa ekki vakið neina lukku á meðal f lótta- manna sjálfra og virðist óraunhæft að þær verði nokkurn tímann að veruleika. Fyrst ber að nefna samkomulag sem Bangladess og Mjanmar gerðu síðla árs 2018 fyrir tilstuðlan Kín- verja. Mjanmar samþykkti þá að taka aftur á móti 1.500 skráðum f lóttamönnum á viku og vista í tímabundnum skýlum. Þegar það kom hins vegar að því að senda fyrstu 1.500 aftur yfir landamærin bauð enginn sig fram til þess að fara. „Ekki einn einasti Róhingi hefur boðist til þess að snúa aftur til Rak- hine vegna þess að aðstæður þar bjóða ekki upp á það. Á Bangla- dess nú að gjalda fyrir að hafa sýnt ábyrgð og samkennd með ofsóttum minnihlutahóp?“ spurði fyrrnefnd- ur Haque á fundi öryggisráðsins í mars síðastliðnum. Þessi afstaða Róhingja er síður en svo óvænt í ljósi þess að stjórnvöld í Mjanmar hafa lítið gert til þess að tryggja að ofsóknum linni. Ekki stóð heldur til að Róhingjar fengju að njóta frelsis í Rakhine heldur hefðu þeir þurft að gista í f lótta- mannabúðum í umsjón hersins í heimalandinu. Hin hugmyndin snýst ekki um að senda Róhingja heim. Stjórnvöld í Bangladess sögðu frá því í vor að Róhingjum yrði fundið nýtt heimili á eynni Bhasan Char í Bengalflóa. Enamur Rahman almannavarna- ráðherra sagði í mars að þar yrðu meira en 100.000 Róhingjar vistaðir í framtíðinni og þar gætu þeir búið við betri aðstæður en í búðunum við Cox’s Bazar. Bhasan Char-áætlunin nýtur tak- markaðra vinsælda og hafa óháð félagasamtök lagst gegn henni. Mannréttindavaktin (HRW) sagði í tilkynningu þann 14. mars að þessi manngerða eyja væri afar viðkvæm fyrir náttúruöflum á borð við hita- beltisstorma. Yanghee Lee, erind- reki SÞ í Mjanmar, heimsótti eyjuna í janúar og sagðist einfaldlega ekki viss um hvort það væri í raun hægt að búa á eyjunni. Íbúar á nærliggjandi Hatiya- eyju sögðu svo ekki vera. Stormar eyddu hluta eyjunnar ár hvert og eyjarskeggjar á Hatiya þorðu ekki að ferðast til Bhasan Char. Einnig hafa blaðamenn og greinendur sagt að eyjan yrði í raun eins og fangelsi fyrir Róhingja. Miðað við stöðuna eins og hún er í dag er afar fátt sem bendir til þess að Róhingjar geti snúið heim í bráð í viðunandi aðstæður. Róhingjar fastir í erfiðum aðstæðum Stjórnvöld í Mjanmar hafa ekkert gert til þess að rúm milljón Róhingja sem flúði ofsóknir og þjóðarmorð í Rakhine-ríki til Bangladess geti snúið aftur heim. Flestir eru nú í yfirfullum flóttamannabúðum þar sem glæpir eru tíðir og búa við skert réttindi. Lífið í flóttamannabúðunum er erfitt fyrir þá fjölmörgu Róhingja sem þar eru. Búðirnar eru of fjölmennar og glæpir algengir. Engin lausn virðist þó vera í sjónmáli. NORDICPHOTOS/AFP Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 8 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :2 6 F B 0 9 6 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 F -F 8 D C 2 3 2 F -F 7 A 0 2 3 2 F -F 6 6 4 2 3 2 F -F 5 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 9 6 s _ 7 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.