Fréttablaðið - 08.06.2019, Blaðsíða 2
Veður
Norðlæg átt 3-10 m/s, en 10-15
með austurströndinni. Yfirleitt
bjartviðri, en skýjað með köflum
NA-lands og rigning. Hiti yfir
daginn frá 4 stigum NA-til, upp í 16
stig á Suðurlandi. SJÁ SÍÐU 38
Götulist við Stjórnarráðið
Þessi götulistahópur á vegum Hins hússins var á ferðinni í miðborg Reykja-
víkur í gær. Það má svo sannarlega segja að þessir ungu listamenn hafi lífgað
upp á bæinn með litríkum klæðnaði og mikilli gleði sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
LYFJALAUS VERKJASTILLING!
LÁTA LÍKAMANN LINA VERKINA!
• ENGAR AUKAVERKANIR
• VATNSHELDIR
• DUGA Í ALLT AÐ 5 DAGA
ALLT
HÁLS
HNÉ
BAK
AXLIR
FÁST Í APÓTEKUM UM LAND ALLT!
FIT VERKJAPLÁSTRAR
V E Ð U R Veðu r spá Veðu r stof u
Íslands fyrir komandi viku er ein
sú allra besta hin síðari ár, en spáin
gerir ráð fyrir heiðskíru veðri og
nánast logni víðast hvar á land-
inu. Þá á hitinn að ná hámarki á
f immtudaginn í næstu viku og
hitinn gæti rokið upp í 28 gráður á
Suðvesturlandinu.
Einboðið er að helgin verði mikil
ferðahelgi. Birta Líf Kristinsdóttir,
veðurfræðingur á Veður-
stofu Íslands, segir að
hitastigið stefni í 17 stig
þegar allra best lætur á
Suður- og Vesturlandi.
Vel viðrar til ferðalaga.
Aftur á móti er hún
ekki eins bjartsýn á
veðrið á Norðaustur-
landi og segir
eiga að rigna
þar í dag,
kólna og
m ö g u -
Landsmenn hvattir til
að fara í bústaðinn
Veðurfræðingur mælir
með sumarbústaðar-
ferðum um helgina, en
allt stefnir í heiðskírt
veður og logn víðast
hvar á landinu. Hitinn
nær hámarki á fimmtu-
dag, gangi spár eftir.
Hitamet gæti fallið.
lega falli einhver snjór á heiðunum,
en svo komi til með að draga úr
úrkomu á morgun, sunnudag.
Mesti hiti sem mælst hefur á
Íslandi var 30,5 gráður á Celsíus-
kvarða en sú mæling var tekin á
Teigarhorni á Berufirði þann 22.
júní 1939, eða fyrir nánast sléttum
80 árum. Mesti hiti sem mælst
hefur í Reykjavík var 24,3 gráður
þann 9. júlí árið 1976. Haldi spáin
vatni gæti viðrað vel til nýs hita-
mets í Reykjavík á fimmtudaginn.
Birta segir verða hlýjast, bjartast
og þurrast á suðvesturfjórðungn-
um, Faxaf lóasvæðinu og upp-
sveitum sunnanlands. Sjálf segist
hún stefna á að kíkja í sumarbústað
í Grímsnesinu um helgina og mælir
með því að þeir sem geti geri slíkt
hið sama.
Afar sólríkt hefur verið undan-
farið í höfuðborginni og eru sólar-
stundir í júní nú þegar orðnar
f leiri en þær voru allan mánuðinn
í fyrra. palmik@frettabladid.is
VIÐSKIPTI Hendrik Egholm, forstjóri
Skeljungs, tilkynnti stjórn félagsins í
gær um uppsögn sína. Hendrik mun
verða stjórn félagsins innan handar
um málefni þess og sinna starfi for-
stjóra þar til eftirmaður hans hefur
verið fundinn.
Þetta kemur fram í tilkynningu
frá Skeljungi. Hendrik hefur unnið
fyrir félagið í 12 ár, fyrstu 10 árin sem
forstjóri dótturfélags Skeljungs í Fær-
eyjum, Magn, en síðustu tvö ár sem
forstjóri bæði Skeljungs og Magn.
Haft er eftir Hendrik að síðustu
tvö ár hafi verið bæði spennandi og
skemmtileg. Í ljósi þess að flestum
verkefnanna sem hann hafi tekið að
sér sé nú lokið og með nýju eignar-
haldi og nýrri stjórn sé rétti tíminn
til að einbeita sér að starfinu sem for-
stjóri Magn. – sar
Egholm hættir
hjá Skeljungi
FÓTBOLTI Ísland og Albanía eigast
við á Laugardalsvelli klukkan 13 í
dag en leikurinn er í þriðju umferð
undankeppni EM 2020. Bæði lið eru
með 3 stig í riðlinum og leikurinn því
mikilvægur upp á framhaldið.
Verður þetta fimmti leikur lið-
anna í undankeppni en Albanía lék
á sínu fyrsta og eina stórmóti á EM
í Frakklandi 2016. Ísland leikur svo
við Tyrkland á þriðjudagskvöld.
– hó / sjá síðu 18
Ísland mætir Albaníu í dag
Aron Einar Gunnarsson verður í eldlínunni í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Svona er spákortið fyrir fimmtudaginn klukkan 18. MYND/VEÐURSTOFAN
Gangi spár eftir gæti
hitinn náð allt að 28 gráðum
á fimmtudaginn í næstu
viku. Hitametið á landinu
er frá 1939 þegar 30,5
gráður mældust á Teigar-
horni í Berufirði.
Fleiri myndir af listamönnunum er að finna á
+Plússíðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í
Fréttablaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.+PLÚS
8 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
8
-0
6
-2
0
1
9
0
7
:2
6
F
B
0
9
6
s
_
P
0
9
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
8
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
2
F
-D
6
4
C
2
3
2
F
-D
5
1
0
2
3
2
F
-D
3
D
4
2
3
2
F
-D
2
9
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
9
6
s
_
7
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K