Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.11.2015, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 05.11.2015, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2015 Stundum finnst mér eins og við búum á einangraðri eyju án nokkurs sambands við umheim­ inn. Þess vegna rembumst við ennþá eins og rjúpa við staur að finna upp hjólið. Fyrir löngu var lýðræði fundið upp og þróuð lýðræðisríki hafa þróað með sér opna stjórnsýslu og gott upplýsingaflæði til íbúanna. Íbúarnir hafa vanist á að láta skoðanir sínar í ljós og eru með í að aðstoða bæjaryfirvöld til að taka réttar ákvarðanir. Auðvitað er þetta sjaldan svona einfalt og fólk ekki sammála en þá deila menn um málefni þar sem upplýsingar liggja á lausu. Ferill við framlagningu fjárhagsáætlunar Hafnar­ fjarðar bæjar er með ólíkinum. Ekki aðeins fær aðeins hluti bæjarstjórnar að koma að undirbúningi hennar, heldur er hún lögð fram án nokkurra skýringa og þannig ætlað að vera grunnar til fyrri umræðu í bæjarstjórn sem aldrei fór fram. Að vísu eru lög um Kauphöllina að þvælast fyrir lýðræðinu sem gerir kröfur til að hún fái að vita allt fyrst, hafi sveitarfélög skuldabréfalán sem tengjast Kauphöllinni. Það hindrar hins vegar ekki gott samstarf í bæjarstjórn. Staðan í dag er í sjálfu sér ekki ný en sjaldan eða aldrei verið verri. Þannig er póltíkin. Bæjarbúar sem lesa fjárhagsáætlunina eru litlu nær enda fjárhags­ áætlunin aðeins tölur á blaði og ekki í samræmi við þær kröfur sem sveitarstjórnarlög gera. Að vísu ætlar bæjarstjóri að halda almennan íbúafund og kynna forsendur fjárhagsáætlunarinnar, en það er eftir að svo kallaðri fyrstu umræðu í bæjarstjórn er lokið, sem þó aldrei fór fram. Af hverju erum við að reyna að finna aftur upp hjólið? Gott frumkvæði stjórnenda verslunarmiðstöðvar­ innar Fjarðar skapaði mikið líf í miðbænum um helgina en þeirra frumkvæði var grunnurinn að mikilli þátttöku þeirra mörgu sem stóðu fyrir hrekkjavökum. Ekki má heldur gleyma þætti Menningar­ og lista­ félags Hafnarfjarðar sem safnaði saman upplýsingum um alla viðburði og kynnti auk þess að vera með líflega starfsemi í Bæjarbíói. Hafnfirðingar fjölmenntu í miðbæinn og verslun var blómleg og miklu líflegri en á venjulegum helgum. Virk þátttaka atvinnulífsins í menningarlífi bæjarins skilar sér í aukinni grósku í heimabæ okkar. Byggjum upp enn betri Hafnarfjörð. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565-9775 Frímann s: 897 2468 Hálfdán s: 898-5765 Ólöf s: 898 3075 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNAFJARÐAR FRÍMANN & HÁLFDÁN ÚTFARARÞJÓNUSTA 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Sunnudagur 8. nóvember Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11 Kristján Þór Sverrisson prédikar og segir frá starfi Kristniboðssambandsins. Æfing hjá unglingagospelkór kirkjunnar á mánudögum kl. 16-17. Hægt að bæta nýjum í hópinn. www.astjarnarkirkja.is Víðistaðakirkja Sunnudagur 8. nóvember Fjölskylduhátíð kl. 11 Leikhópurinn Lotta kemur í heimsókn með söngvasyrpu, sem inniheldur öll helstu ævintýri hópsins. Nokkrar af vinsælustu persónunum mæta á svæðið. Kaffi, djús og kex eftir guðsþjónustu. Kyrrðarstundir alla miðvikudaga kl. 12 súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Fimmtudagur 12. nóvember Trúarleg frjáls félagasamtök í þróunarstarfi Sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur flytur fyrirlestur um mikilvægi trúarlegra samtaka í þróunarhjálp. www.vidistadakirkja.is Sunnudagur 8. nóvember Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 Unglingakórinn syngur FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER Kaffihúsafundur Kvenfélagsins kl. 20 MÁNUDAGAR: Tíu Til Tólf ára starf kl. 16.30 MIÐVIKUDAGAR: Morgunmessa kl. 8.15 FIMMTUDAGAR Foreldramorgunn kl. 10-12 SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER Kirkjubíó með lifandi tónlist kl. 17 www.hafnarfjardarkirkja.is Sunnudagurinn 8. nóvember Sunnudagaskóli kl. 11 Guðsþjónusta kl. 13 Miðvikudagar Foreldramorgnar í safnaðarheimilinu kl. 10-12. Fimmtudagar Krílasálmar í kirkjunni kl. 10.30. Sjá nánar á www.frikirkja.is og á Facebook Nýjar myndir úr bæjarlífinu á

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.