Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.11.2015, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 05.11.2015, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2015 þjónusta Tölvuaðstoð og viðgerðir Viðgerðir og kennsla í tölvunotkun. Apple* & Windows. Kem í heimahús. Sími 824 9938 - hjalp@gudnason.is Bílaþrif. Kem og sæki. Nú er rétti tíminn til að bóna bílinn. Úrvals efni. Hagstætt verð. Uppl. í s. 845 2100. Tek að mér að færa þær yfir á(vídeó, slide, ljósmyndir) DVD diska eða flakkara. Sýnishorn á siggileifa.123.is sími 8637265 siggil@simnet.is Vantar Betamax video. Sigurður Þorleifsson. Innréttingasmíði, viðgerðir, almenn smíði og viðgerð á húsgögnum. Trésmíðaverkstæði Gylfa ehf. sími 897 7947. Hrein húsgögn og bílasæti án ryks, lyktar og bletta. Djúphreinsun á borðstófustólum, hægindastólum, sófasettum, rúmdýnum og teppum. Djúphreinsun á bílasætum. Einnig leðurhreinsun á áklæði. Kem á staðinn og hreinsa, s. 780 8319. Stutt námskeið í jóga. Fyrir byrjendur og þá sem vilja upprifjun. Hádegi mán - mið 26. okt - 11. nóv. Bjarkarhúsið, Haukahrauni 1, Hfj. Skráning f. 25. okt. 6 skipti kr 6000,- astajoga@gmail.com eða 899 2239 smáauglýsingar aug l y s i n gar@f jardarpos t u r i n n . i s s ím i 5 6 5 3 0 6 6 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r. m . v . h v e r 1 5 0 s l ö g . M y n d b i r t i n g 7 5 0 k r. Ta pað - f u n d i ð o g Ge f i n s : FR Í TT R e k s t r a r a ð i l a r : F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r ! www.fjardarposturinn.is Loftnet - netsjónvarp Viðgerðir og uppsetning á loftnetum, diskum, síma- og tölvulögnum, ADSL/ljósleiðurum, flatskjám og heimabíóum. Húsbílar - hjólhýsi! Loftnetstaekni.is sími 894 2460 Aðgangur 8 - 22 alla daga ársins 564-6500 - Steinhellu 15 Geymsla frá 1 til 17 m² www.geymslaeitt.is geymsla eitt Frjálsíþróttamál 10-14 ára Frjálsíþróttadeild FH Gaflaranum, frjálsþróttamót fyrir 10-14 ára krakka, á laugardaginn kl. 10-16 í Frjáls- íþróttahúsinu í Kaplakrika. Myndlistasýning á Hrafnistu Þórdís Kristinsdóttir sýnir myndir í Menningarsalnum á Hrafnistu. Sýningin stendur til 18. nóvember. Eiríkur Smith í Hafnarborg Fimmta og síðasta sýningin í röð sýninga Hafnarborgar þar sem margbreyttur ferill Eiríks Smith er rannsakaður, verður opnuð á laugar­ daginn kl. 15. Þar verða sýnd olíu- málverk og vatnslitamyndir unnar á árunum frá 1982 og til samtímans. Sendið stuttar tilkynningar um viðburði á ritstjorn@fjardarposturinn.is menning & mannlíf Fimleikafélagið Björk stóð á laugardaginn fyrir fjáröflun fyrir nýju keppnisgólfi með því að klifra sem nemur hæð Ever est­ fjalls í köðlunum í íþrótta mið­ stöðinni. Þátttakendur í verkefninu settu sér það markmið að klára vega­ lengdina á 5 klukkutímum eða fyrir kl. 16 þan dag og má segja að frammistaðan hafi farið fram úr björtustu vonum og komst félagið á toppinn klukkan 14.45 að staðartíma. Ýmsir góðir gestir lögðu félag­ inu lið í klifrinu og sköpuðu skemmti lega stemmningu. Áheit­ in hlóðust upp og safn aðist vel á áhalda kaupa reikn inginn. Að öðrum ólöstuðum var stjarna dagsins Óskar Ísak Guð­ jóns son en hann klifraði 100 ferðir upp, eða 600 metra. Aðrir sem lögðu málefninu lið voru m.a. Ingvar E. Sigurðsson leikari, Íþróttaálfurinn, karla­ landsliðið í áhaldafimleikum, Gerplustrákarnir, FH, Hrói hött­ ur og glaðværa gengið, Haraldur pólfari og margir fleiri. Náðu á Everest Nýtt fimleikagólf í augnsýn hjá Björk www.facebook.com/ fjardarposturinn Skoðaðu myndir úr bæjarlífinu Smelltu á LÍKAR VIÐ Ákvörðun um fjárhagsáætlun er stærsta einstaka ákvörðun sem hver bæjarstjórn tekur og markar grundvöll að öllum fjárhagslegum ráðstöfunum sveitarfélagsins. Ef allt er með felldu liggur tillaga að fjárhagsáætlun fyrir tímanlega áður en afgreiðsla bæjarstjórnar fer fram. Með því eru skapaðar forsendur fyrir opna og lýðræðis­ lega umræðu í samfélaginu og beina þátttöku almennings og hags munaaðila í mótun hinnar endanlegu niðurstöðu. Þannig er reynt að tryggja hið mikilvæga aðhald sem opið og gagnsætt ákvörðunartökuferli skapar al ­ menningi færi á að veita kjörn um fulltrúum í þeirra störfum. Í lögum er því kveðið á um að um þessa stóru ákvörðun eigi að fara fram tvær umræður í bæjar­ stjórn. Hin fyrri fer öllu jöfnu fram í byrjun nóvember en hin síðari í byrjun desember. Við fyrri um ­ ræðu á ríkjandi meiri hluti að kynna sína stefnu mörkun sem síð­ an verður grundvöllur lýð ræð ­ islegrar umræðu í samfélaginu. Með breyttum vinnu brögðum nýs meirihluta í Hafnarfirði hefur hins vegar verið í komið í veg fyrir að sú umræða geti átt sér stað og lýðræðinu í kringum þessa stóru og mikilvægu ákvörðun í reynd verið kippt úr sambandi. Hvað eiga bæjarbúar að geta séð í tillögu til fjárhagsáætlunar? Í tillögu að fjárhagsáætlun eiga foreldrar barna á leikskólaaldri til að mynda að geta séð hvernig áætluð forgangsröðun í leikskóla­ framkvæmdum lítur út næstu ár, hvort ætlunin sé að reisa nýjan leikskóla í hverfinu þeirra eða jafn vel loka þeim sem fyrir er í hag­ ræðingarskyni. Bæjar­ búar allir eiga sömuleiðis að geta skoðað hvort til standi að gera breytingar á framboði eða verð­ lagningu einhverrar þeirr ar þjónustu sem þau eru líkleg til að hafa þörf fyrir á næstunni. For svarsmenn íþrótta­ og tóm­ stundafélaga og foreldrar barna og unglinga í íþrótta­ og æskulýðs­ starfi eiga einnig að geta lesið sig til um það hvort ráðast eigi í tilteknar fram kvæmdir sem tengj­ ast þeirra starfsemi og foreldrar grunnskólabarna eiga til dæmis að geta greint hvernig standa eigi að fjárveitingum vegna þjónustu við börn með sérstakar þarfir. Auð­ vitað eru fjölmargir aðrir þættir sem almenningur á að geta glöggv að sig á í drögum að fjár­ hagsáætlun en ég nefni hér aðeins fáein dæmi til skýringar. Aðal­ atriðið er að tillagan á að vera gerð opinber og vera grundvöllur op inn ar og upplýstrar umræðu. Ferl ið í kringum gerð fjárhags­ áætlunar á þannig að vera lýð­ ræðis legt ferli. Hin endanlega nið­ urstaða varðar svo ríka og fjöl­ þætta hagsmuni þeirra sem búa og starfa í samfélaginu að það gengur sömuleiðis ekki að líta á ferlið sem einkamál tiltekinna stjórnmála­ eða embættismanna. Enginn ber ábyrgð Ástæðan fyrir því að ég rita þessa grein er sú að síðastliðinn miðviku­ dag voru bæjarfulltrúar í bæjarstjórn Hafnar fjarð­ ar boðaðir til fundar í bæjarstjórn undir þeim formerkjum að þar ætti að fara fram fyrri um ­ ræða um fjárhags áætlun. Þrátt fyrir skýr ákvæði sveitarstjórnarlaga lágu engar stefnumarkandi tillögur fyrir fundinum og engar upp­ lýsingar voru veittar, hvorki kjörn­ um fulltrúum né almenningi í aðdraganda fundarins. Ítrekuðum óskum kjörinna fulltrúa um aðgang að forsendum tillögunnar var ekki svarað. Við upphaf fundar lýsti forystufólk meirihluta Bjartr­ ar framtíðar og Sjálfstæðisflokks því svo yfir að í raun bæri enginn pólitíska ábyrgð á tillögugerðinni, nema þá ef vera skyldi helst það starfsfólk bæjarins sem hefði að stoðað við gerð hennar síðustu vikur og mánuði. Og þar með lauk fyrri umræðu um stærstu ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á þessu ári. Þar sem enginn bæjarfulltrúa meiri hlutans var tilbúinn að gang­ ast við ábyrgð á tillögugerðinni og aðrir bæjarfulltrúar höfðu litlar sem engar upplýsingar um for sendur hennar var í raun ekki til staðar grundvöllur til að eiga um málið upplýsta og málefnalega umræðu. Það sem er þó verra er að bæjarbúar eru með þessu fyrir komulagi sviptir möguleikum sín um til að koma að umræðunni og mynda sér skoðanir á því hvert eigi að stefna með bæinn okkar. Þegar þeim eru skammtaðar upplýsingar og aðeins sagt það sem hentar pólitískum hags mun um þeirra sem stjórna er í reynd ekki lengur hægt að tala um virkt lýðræði. Þessum vinnubrögðum mót­ mælt um við fulltrúar minnihlutans á fundi bæjarstjórnar sl. mið viku­ dag og lögðum það til að málsmeðferðin yrði einfaldlega bætt, fyrri umræðu yrði frestað um eina viku og allir myndu þannig leggja sig fram um að tryggja lýðræðislega meðferð málsins. Sú tillaga var felld án nokkurra skýr­ inga eða rökstuðnings með at ­ kvæðum bæjarfulltrúa meiri hluta Bjartrar framtíðar og Sjálf stæð­ isflokks. Höfundur er bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson Hægara að styðja en reisa Allir vita það að það var í tíð vinstri manna að St Jósefsspítali var lagður niður í fullu starfi. Röntgentækjunum var svipt upp af fest­ ingum sínum. Öll verk­ færi voru tekin líka, ófrjálsri hendi. Öll rúm og dýnur og allt var flutt niður á Landsspítala. Það var lengi lægð í Hafnarfirði eftir vinstri stjórnina. Það var ekki fyrr en Lúðvík Geirsson tók við bænum og gerði mikið fyrir lítinn pening, svo mikið að því trúir enginn. Nú fyrst höfum við fengið bæjar stjóra sem heitir Haraldur Líndal. Ekki skaðar Lín dals nafnið bæjar stjórann. Nú bið ég bæjarstjóra að höfða mál á hendur ríkinu fyrir Hafnar fjarð ar bæ, með kröfu sem nemur 100 millj ón um. Svo legg ég til að spítalinn verði gefin Hrafnistu, gjöf frá Hafn firðingum. Við eig um öll eftir að eldast. Við verðum að sjá til þess að þessi spítali fái göfugt hlutverk, en hann var tekinn í notkun 1926. Stöndum saman um þetta verkefni. Höfundur er fv. skipasmiður. Garðar H. Björgvinsson ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Kristín Ingólfsdóttir Hilmar Erlendsson Sverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5a, Hafnarfirði Vaktsímar: 565 5892 & 896 8242 • www.utfararstofa.is • Allan sólarhringinn Lýðræðinu kippt úr sambandi Óskar Ísak Guðjónsson (11) klifraði 100 ferðir upp 6 m kaðalinn og hafði lítið fyrir því. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Fleiri myndir má sjá á Facebook síðu Fjarðarpóstsins.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.