Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.11.2015, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 05.11.2015, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2015 Öryggismál og slysavarnir Alvarlegt slys varð við bæjar­ lækinn í Hafnarfirði um miðjan apríl s.l. þar sem tveir ungir drengir voru hætt komnir eftir að hafa lent í fossi við stíflu sem er við lækinn. Það slys fékk sem betur fer góðan endi, sem von­ andi hefur orðið til þess að öryggi við lækinn hefur verðið bætt. Mig langar vinsam­ legast í framhaldi af um ræðu sem þá varð um slysavarnir í Hafn­ arfirði að benda á eitt öryggisatriði sem nauðsynlega þarf að bæta við höfnina, en fyrst nokkur orð um slysavarnir í höfnum. Með slysavörnum er átt við öryggisbúnað sem miðar að því að koma í veg fyrir slys og nota má til bjargar þeim sem fyrir óhöppum verða við hafnir. Til öryggisbúnaðar og slysa­ varna teljast bryggjustigar, bjarg­ hringir, Björgvinsbelti, Markús­ ar net, krókstjakar, lýsing á hafn­ arsvæðum, hlið og girðingar, gulmálaðir bryggju kantar og ýmislegt fleira. Vinnu eftirlitið skoðar löndunarkrana einu sinni á ári. Á bryggjum Hafnarfjarðar er björgunarbúnaður sem skylda er að hafa í nokkuð góðu lagi, en stigar eru ekki útbúnir samkvæmt reglum. Góðir bryggjustigar eru mikið öryggisatriði fyrir sjómenn, þess ir stigar eiga samkvæmt reglum að vera með ljósi til að lýsa upp stig ann í myrkri og slæmu skyggni, svo hann sjáist betur á hann að vera málaður innan með áberandi sérstök um lit. Á Óseyrarbryggju sem er vinsæll stang­ veiði staður barna og fullorðinna eru bryggju stigar sumir hverjir með ljósastæði en engin ljós eru á þeim, og stigarnir eru ekki mál aðir eins og reglur segja til um. Þá má benda á að á Norður­ bakkanum er einnig vinsælt að veiða á stöng og þar er góður vinsæll útsýnisstaður yfir höfn­ ina, þar eru stigar ekki merktir og ekki í þeim ljós, en vel hugsað um öryggisbúnaðinn á sjálfri bryggjunni. Áberandi vel málaðir stigar með ljósum hafa bjargað mönn­ um sem hafa fallið í hafnir í myrkri og slæmu skyggni, en það er ekki síður mikilvægt að hafa stiga áberandi málaða að degi til, þannig að ef menn falla í sjóinn þá sjái þeir strax hvar stigi er við bryggjukantinn, hver mínúta skiptir máli fyrir mann sem lendir í ísköldum sjó. Þó reglur gildi um öryggis bún­ að hafna, þá er það lágmarks­ kröfur, ekkert mælir á móti því að hafnarstjórnir bæti við öryggisbúnaði ef þær telja það bæti öryggi við höfnina. Eitt atriði sem nokkrar hafnir hafa tekið upp og eykur öryggi barna sem eru á bryggjunni. Þessar hafnir eru með björg unar­ vesti hjá hafnarvörðum eða í sérstökum merktum kassa á bryggjunni sem börn og ungling­ ar geta gengið í þegar þeir eru við veiðar eða annara erinda á bryggjunni. Þetta er til fyrir­ myndar og kennir börnum að meta og nota þennan sjálfsagða og einfalda öryggisbúnað. Miklu máli skiptir að allir sem erindi eiga niður að höfn kynni sér hvar öryggisbúnað er að finna og hvernig eigi að nota hann ef óhöpp verða. Höfundur er áhugamaður um öryggismál. Sigmar Þór Sveinbjörnsson Áberandi málaðir stigar. Neyðaraðstoð Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar veitir efnalitlum barnafjölskyldum með lögheimili í Hafnarfirði aðstoð fyrir komandi jól 2015 Tekið er á móti umsóknum í Hraunseli, Flatahrauni 3 eingöngu dagana 19. og 23. nóv. kl. 16-19 Krafist verður nýútprentaðrar staðgreiðsluskráar fyrir tekjur til og með okt. 2015 og búsetuvottorðs frá Bæjarskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 6 (er ókeypis, þarf skilríki). Uppl. kl. 17-19 virka daga í síma 843 0668. Netfang maedrastyrksnefnd@simnet.is Rauði krossinn tekur á móti umsóknum á Strandgötu 24, 16. nóv. kl 11-13. Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar Styrkja má störf nefndarinnar með því að leggja inn á: Íslandsbanka 0544-04-760686, kt. 460577-0399 • Landsbankann 0140-15-381231, kt. 460577-0399 © F ja rð ar pó st ur in n 20 15 Sólvangsdagurinn 2015 Hinn árlegi Sólvangsdagur verður haldinn laugardaginn 7. nóvember kl. 14 – 16. Dagskrá o Sala á munum sem heimilisfólk og gestir dagdvalar hafa unnið á vinnustofu o Myndlistarsýning o Vöfflukaffi með öllu tilheyrandi að hætti Bandalags kvenna í Hafnarfirði o Bókamarkaður o Lifandi tónlist o Kynning á Hollvinasamtökum Sólvangs Allir eru hjartanlega velkomnir og við vonumst til þess að sjá sem flesta. Þeir voru draugalegir krakk­ arnir hjá Brettafélagi Hafnar­ fjarðar um helgina er félagið stóð fyrir Halloween­hátíð með hjólabrettakeppni, BMX keppni og bíó. Þeir voru ekki allir háir í loftinu krakkarnir sem renndu sér á brettunum en Jóhann Borg­ þórsson, formaður félagsins, segir mikinn uppgang hafa verið og lífleg starfsemi alla daga í húsinu. Á döfinni sagði hann vera að stofna deild fyrir snjó­ brettaiðkendur og þegar væru komnir einstaklingar á biðlista. Væri þá farið í Bláfjöllin þegar þar væri opið en þess á milli í brekkur í nágrenni bæjarins og æfingar í félagsheimilinu í gömlu slökkvistöðinni við Flata­ hraun. Fleiri myndir má sjá á Face­ book síðu Fjarðarpóstsins. Uppgangur hjá Brettafélagi Hafnarfjarðar Stefna á stofnun snjóbrettadeildar Jóhann Borgþórsson formaður, Ágústa Dröfn Sigmarsdóttir og Arnfríður Arnardóttir í stjórn Brettafélags Hafnarfjarðar ásamt Ástu Dísu. Þeir voru ekki allir háir í loftinu krakkarnir sem renndu sér á hjólabrettunum. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.