Fréttablaðið - 22.06.2019, Blaðsíða 44
PLATINI VAR HANDTEKINN
Í ÚTHVERFI PARÍSAR Í
UPPHAFI VIKUNNAR OG
YFIRHEYRÐUR VEGNA
GRUNS UM MÚTUÞÆGNI
OG SPILLINGU ÞEGAR SMÁ-
RÍKINU KATAR VAR FALIÐ
AÐ HALDA HM ÁRIÐ 2022.
Michel Platini sem
var á sínum tíma
goðsögn hjá frönsku
þjóðinni og dáður af
stuðningsmönnum
liða sinna afplánar
nú bann frá fótbolta
fyrir spillingu og er
grunaður um frekari
spillta háttsemi í
starfi sínu sem for-
seti UEFA.
LEIKVANGURINN
Það var á þessum degi f y r ir 63 ár um sem franska knattspyrnu-goðsögnin lá eins dags að aldri í vöggu sinni. Sköm mu f y r i r 6 3
ára afmælisdag sinn var hann
svo handsamaður í úthverfi París-
borgar. Franska lögreglan hneppti
hann í varðhald vegna meintrar
mútuþægni og spillingar í starfi sem
forseti Evrópska knattspyrnusam-
bandsins, UEFA.
Eftir að hafa svarað spurningum
rannsóknarlögreglumanna sem sér-
hæfa sig í spillingarmálum og rann-
saka meint brot hans í starfi sem
forseti UEFA árið 2010 var honum
sleppt úr haldi. Þá hafði hann verið í
gæsluvarðhaldi frá morgni fimmtu-
dags fram að miðnætti sama dag.
Saksóknaraembættið sem sér um
þetta mál hefur verið með málið til
rannsóknar í tvö ár.
Platini er grunaður um að hafa
haft óhreint mjöl í pokahorninu
þegar ákveðið var að smáríkið
Katar, sem mettað er af olíuauði,
fengi að halda heimsmeistaramótið
í knattspyrnu karla árið 2022 þrátt
fyrir að innviðir knattspyrnusam-
félagsins hafi verið byggðir á sandi,
á þeim tíma hið minnsta.
Platini var í guðatölu hjá frönsku
þjóðinni og stuðningsmönnum
Nancy, Saint-Etienne og Juventus á
meðan hann dáleiddi knattspyrnu-
áhugamenn með töfrabrögðum
sínum inni á vellinum. Hann varð
bikarmeistari með Nancy, fransk-
ur meistari með Saint-Etienne og
ítalskur meistari tvisvar sinnum,
bikarmeistari einu sinni og vann
Evrópukeppni bikarhafa og meist-
araliða með Juventus. Hátindurinn
á ferli hans sem knattspyrnu-
manns er líklega frábær frammi-
staða á Evrópumótinu árið 1984
þegar hann leiddi franska liðið til
sigurs á heimavelli sínum en hann
skoraði þá 9 af 14 mörkum Frakk-
lands sem vann stórmót í fyrsta
skipti í sögunni. Á þessum árum
fékk hann Gullboltann sem besti
leikmaður heims að mati evrópskra
blaðamanna þrjú ár í röð árin 1983
til 1985.
Spillingarslóð Platini og Blatter
Goðsagnarkennd ímynd hans hefur
hins vegar vikið fyrir f lekkaðra
mannorði hans sem dæmigerðs
spillts embættismanns innan UEFA
sem ætlaði að komast að kjötkötl-
unum í gegndarlausri spillingunni
sem viðgengist hefur hjá Alþjóða-
knattspyrnusambandinu FIFA á
árunum 2007 þar til upp um hann
komst um áramótin 2015 og 2016.
Í ársbyrjun árið 2007 tók Platini
við stjórnartaumunum hjá UEFA af
Svíanum Lennart Johannsson sem
lést á dögunum. Platini byrjaði for-
setaferil sinn vel og var einn af þeim
sem sáu til þess að koma á koppinn
reglum um fjárhagslega háttvísi,
setja bönd á sölu knattspyrnu-
manna undir 18 ára aldri og var
með hugmyndir sem áttu að stuðla
að því að koma í veg fyrir einokun
stærstu deildanna á Evrópukeppn-
um félagsliða og fjölga uppöldum
leikmönnum í félögunum í Evrópu
og auðvelda brautargengi þeirra að
aðalliðunum í Evrópuboltanum.
Þegar Sepp Blatter hrökklaðist af
forsetastóli hjá FIFA um mitt árið
2015 vegna spillingarmála sem
tengdust honum og undirmönnum
hans tilkynnti Platini að hann
hygðist sækja um embættið þegar
kosið yrði um það í byrjun ársins
2016. Þegar 2015 var hins vegar að
renna sitt skeið og skýrsla siða-
nefndar FIFA birtist þar sem fram
kom að Platini hefði þegið tveggja
milljóna dollara greiðslu frá Blatter
fyrir ótilgreind ráðgjafarstörf dró
hann framboð sitt til baka. Platini
og Blatter fengu í kjölfarið refsingu
sem hljóðaði meðal annars upp á
að þeir væru útilokaður frá því að
starfa innan knattspyrnunnar allt
Spjótin
beinast
að Platini
enn á ný
Michel Francois Platini
Fæðingardagur: 21. júní 1955
Franskur bikarmeistari: 1978
Franskur meistari: 1981
Ítalskur meistari: 1984 og 1986
Evrópumeistari bikarhafa: 1984
Evrópumeistari meistaraliða: 1985
Evrópumeistari: 1984
til ársins 2023. Bannið var síðar
stytt eftir áfrýjun Platini og rennur
það úr gildi í október næstkomandi.
Nú beinast spjótin svo að Platini
vegna þess hvernig framkvæmd-
inni var háttað þegar ákveðið var
að Katar myndi hljóta þann heiður
að halda heimsmeistaramótið árið
2022. Rannsókn sem FIFA fram-
kvæmdi sjálft á umsóknarferlinu
þar sem Katar hafði betur gegn
Bandaríkjunum, Ástralíu, Suður-
Kóreu og Japan leiddi ekki til ákæru
eða annarra aðgerða af hálfu sam-
bandsins. Sú staðreynd að Katar
þótti ekki standa best að vígi að
mati þeirrar nefndar á vegum FIFA
sem fór yfir umsóknirnar og að
landið uppfyllti ekki mörg þeirra
skilyrða sem sett voru fyrir því að
fá að halda mótið þegar umsókn
þeirra var samþykkt vekur hins
vegar óneitanlega áleitnar spurn-
ingar.
Vafasamur fundur í París
Talið er að athygli rannsóknar-
lögreglumanna saksóknaraemb-
ættisins beinist að hádegisverði
sem Platini átti með Nicolas Sar-
kozy þáverandi forseta Frakk-
lands og embættismönnum frá
Katar. Leiddar hafa verið líkur að
því að gjaldeyrisskiptasamningur
á milli Frakklands og Katar og sú
staðreynd að katarskir olíufurstar
keyptu meirihluta í PSG hafi verið
gjaldið sem greitt var fyrir stuðning
Sarkozy þegar kom að umsóknar-
ferlinu.
Platini hefur þráfaldlega neitað
því að fyrrgreindur fundur eða
aðrar mútugreiðslur úr hendi
katarskra embættismanna hafi
orðið til þess að hann skipti um
skoðun frá því að vera hallur undir
umsókn Bandaríkjanna til þess að
greiða götu Katar til þess að fá að
halda mótið eftir rúm þrjú ár. Ólík-
legt þykir að þessi rannsókn hafi
nokkur áhrif á þau áform að halda
mótið í Katar í desember árið 2022
en það muni hins vegar mögulega
leiða til refsingar á hendur Platini
fyrir frönskum dómstólum og
félaga hans og samstarfsmanni í
meintum glæp Blatter.
Þegar fjaðrafokið í kringum þessa
ákvörðun var sem mest frá 2015 til
ársloka árið 2016 staðhæfði Plat-
ini að hann sæi ekkert eftir þeirri
ákvörðun sinni að styðja Katar í
umsókn sinni um að fá að halda
mótið við Persaf lóann. Margoft
hefur því verið haldið fram að
peningar kaupi ekki hamingju. Það
er hins vegar spurning hvort hinn
skammgóði og reyndar töluverði
vermir sem meintar mútugreiðslur
katarskra olíupeninga í franskar
hendur Platini hafi verið þess virði
að hans mati þegar hann var hand-
samaður á rölti um úthverfi Parísar-
borgar þar sem hann spásseraði um
á sínum tíma sigurreifur í sæluvímu
síðsumars árið 1984 nýbúinn að
gera þjóð sína stolta með gullverð-
launum á Evrópumótinu.
n Þjálfaði franska lands-
liðið frá 1988 – 1992
n Var í skipulags-
nefnd fyrir HM í
Frakklandi árið 1998
n Sat í nefndum fyrir
UEFA og FIFA frá 2002
til 2015
n Varð forseti UEFA 2007
n Settur í bann
frá knattspyrnu
vegna spillingar-
mála 2015
n Handtekinn
vegna gruns um
spillingu 2019
Hjörvar
Ólafsson
hjorvaro@frettabladid.is
2 2 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
2
-0
6
-2
0
1
9
0
9
:3
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
4
K
_
N
Ý.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
4
3
-E
A
3
C
2
3
4
3
-E
9
0
0
2
3
4
3
-E
7
C
4
2
3
4
3
-E
6
8
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
6
4
s
_
2
2
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K