Fréttablaðið - 22.06.2019, Blaðsíða 58
Bjóst við að sjá þær eins og þær voru 1998
Andrea Ingvarsdóttir spurði vinkonur sínar
hvort þær væru ekki til í að fara á tón-
leikana því að þetta hafði verið ákveðinn
draumur frá því hún var yngri.
„Það var alls ekki auðvelt að ná miðum. Við
biðum við tölvuna í þrjá og hálfan tíma. Það
var alltaf uppselt á hvern einasta viðburð
sem við skoðuðum. Við vorum þrjú að leita
á fullu, með alla anga úti,“ segir Andrea.
Á endanum fengu þær þó miða. Aðspurð
segir Andrea að upplifunin hafi verið fín en
alls ekki jafn stórkostleg og hún hafi gert
ráð fyrir.
„Í það minnsta var þetta ekki svo
merkilegt miðað við hvað við borguðum
fyrir miðann að mínu mati. Miðinn kostaði
nefnilega 28 þúsund krónur.“
Hópurinn hennar Andreu keypti miða í
stæði.
„Mér fannst tónleikarnir bara sæmilegir.
Ég myndi eiginlega segja að þetta hafi
verið smá vonbrigði. Ég sé ekki eftir því að
hafa farið en ég sjálf bjóst við miklu meira.
Vinkonur mínar voru samt flestar sáttari
en ég, svo ég tala alls ekki fyrir hönd þeirra
allra. Hljóðið var mjög lélegt og tónleikarnir
langdregnir. Þetta minnti smá á jarðarför
stundum,“ segir Andrea
kímin.
Andrea segir furðuleg
dansatriði hafa verið á
milli laga.
„Þetta minnti helst á
Svanavatnið á tímabili,
eins og einhver lista-
háskóladans. Leið smá
eins og verið væri að
reyna of mikið, en það
er bara mín skoðun.
Maður hefur náttúru-
lega beðið eftir þessu
í tuttugu ár og bjóst
við að sjá þær eigin-
lega eins og þær voru
1998. Æ, þetta var samt
auðvitað gaman, ég er líka smá að grínast.
Ég hugsaði bara: Ég er orðin of gömul fyrir
þetta," segir Andrea hlæjandi að lokum.
Sonja, Jónína, Ása María, Andrea, Kristín, Fanney, Kristjana og Hafdís.
Það mætti halda að helm-ingur þjóðarinnar hafi verið mættur á Spice Girls-tónleikaröðina sem hófst í Bretlandi fyrir tæpum mánuði,
ef eitthvað er að marka samskipta-
miðla. Fyrir rúmlega tuttugu árum
var sveitin ein sú stærsta í heimi og
nánast hver einasta stúlka safnaði
geisladiskum, myndum, bollum,
merkjum og bolum. Bróðurpartur
aðdáenda hérlendis var ef til vill
of ungur til að halda út til að sjá
átrúnaðargoðin á sínum tíma og
fékk nú loksins tækifæri til að berja
þær augum. Annað hvert innlegg
á samfélagsmiðlum undanfarnar
vikur virðist vera myndir af vin-
konuhópum sem ákváðu að skella
sér. Því þótti Fréttablaðinu kjörið
að heyra í nokkrum skemmtilegum
stelpum.
steingerdur@frettabladid.is
Íslenskar
stelpur
fjölmenntu
á Spice Girls
Brosti allan tímann
Kristín Ruth Jónsdóttir, dagskrárgerðarkona á
FM957, fór með nokkrum vinkonum til London til
að sjá Kryddpíurnar syngja á Wembley.
„Það var einhvern veginn svo tryllt hugmynd að
fara á tónleika með þeim svona tuttugu árum eftir
að þær voru hvað stærstar. Þegar maður hlustaði á
þær mest þá var maður bara í grunnskóla og hafði
engin tök á að fara út til að sjá þær. Ég fékk illt í
kinnarnar því ég brosti allan tímann, það var eitt-
hvað svo fyndið að vera loksins að fara að sjá þær.“
Hún segir þær hafa verið með allar tölvur og
síma í gangi til þess að reyna að
ná miðum.
„Maður hafði mikið fyrir
því að fá miða. Okkur var svo
úthlutað bara einhverjum
miðum. Það er búinn að vera
spenningur síðan við ákváðum
að fara í fyrra. Það var alveg
fullt af Íslendingum þarna,
maður var alltaf að rekast á
einhverja. Þannig að það voru
nánast heilu flugvélarnar fullar
af stelpum á leið á tónleikana.“
Kristín bendir á að nánast
hver einasta stúlka sem nú er
á aldrinum 30-35 hafi verið
aðdáandi sveitarinnar.
„Þær voru það stórar að það mætti líkja þessu
við költ eða Bítlaæðið. Ég man nákvæmlega hvar
ég var þegar ég heyrði Wannabe í fyrsta skipti. Það
er einhvern veginn svo ótrúlega gaman að fá að
upplifa þetta aftur.“
Hún rifjar upp þegar annað hvort atriði á bekkj-
arkvöldum var dans og söngur við Kryddpíurnar.
„Svo áttu allar stelpurnar sínar uppáhalds. Þú
varst alltaf sú sama. Nostalgían er það mikil og
þess vegna fóru svona margar stelpur út að sjá
þær. “
Hún segir að tónleikarnir hafi verið góðir og
hljóðið gott, í það minnsta þar sem hún var í tón-
leikahöllinni.
„Svo fundum við ekkert fyrir því að það vantaði
Victoriu. Þær voru svo flottar og stóðu sig vel.
Búningarnir voru æði og þær tóku öll helstu lögin.“
Diljá, Sirrý, Karen, Kristín Ruth, Dagný og Guðný.
Tanja Huld, Karen, Kolbrún, Freyja, Gyða og Karen.
Sigríður Láretta og Hafdís krjúpa fyrir framan.
Söngurinn
heyrðist illa
Gyða Björg Sigurðardóttir fór ásamt vinkonum
sínum og sá sveitina koma fram í Manchester en
þær gistu hjá vinkonu sinni í Leeds.
„Ég var mest spennt fyrir þessu af því ég var búin
að fylgjast með öðrum vinahópum vera að fara í
svona þrítugsafmælisferðir og flestar okkar verða
einmitt þrítugar á þessu ári. En við vorum líka allar
spenntar fyrir því að upplifa æskudrauminn að sjá
Spice Girls spila.“
Vinkonurnar fóru á aðra aukatónleikana í Man-
chester svo það reyndist þeim ekki jafn erfitt að
kaupa miða og mörgum öðrum.
„En við náðum samt bara miðum rétt áður en
það seldist upp. Við vorum í stæði. En það var í
raun og veru ekkert uppselt á
tónleikana því við sáum fullt af
auðum sætum.“
Hún segist ekki hafa orðið
vör við marga aðra Íslendinga
en segir að það gæti stafað af
því að þetta voru þriðju tón-
leikarnir í Manchester.
„Þetta var svo ótrúlega mikið
af stelpum á okkar aldri. Það
voru alveg nokkrar líka í mjög
djörfum búningum, mér fannst
það mjög flott hjá þeim.“
Hún segir sveitina hafa
staðið sig mjög vel hvað fram-
komu varðar en að hljóðið hafi
ekki verið upp á það besta.
„Hljóðið var samt alveg hræðilegt. Við vorum
reyndar búnar að lesa um það í fréttunum svo við
vissum af því fyrir. Það heyrðist ekkert í söngnum.
Tónlistin hljómaði mjög vel en maður heyrði
ekkert í söngnum þeirra heldur bara öllum áhorf-
endum syngjandi með lögunum. Þannig að það
var mjög fyndið þegar það komu lög sem enginn
þekkti. Þá var bara tónlist,“ segir hún hlæjandi.
MAÐUR HEYRÐI
EKKERT Í
SÖNGNUM
HELDUR BARA
ÖLLUM ÁHORF-
ENDUM
SYNGJANDI
MEÐ
ÉG SÉ EKKI
EFTIR ÞVÍ AÐ
HAFA FARIÐ EN
ÉG SJÁLF
BJÓST VIÐ
MIKLU MEIRA
NOSTALGÍAN
ER ÞAÐ MIKIL
OG ÞESS VEGNA
FÓRU SVONA
MARGAR
STELPUR ÚT AÐ
SJÁ ÞÆR.
2 2 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R38 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ
2
2
-0
6
-2
0
1
9
0
9
:3
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
4
3
-F
4
1
C
2
3
4
3
-F
2
E
0
2
3
4
3
-F
1
A
4
2
3
4
3
-F
0
6
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
6
4
s
_
2
2
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K