Skagablaðið - 10.08.1984, Side 7

Skagablaðið - 10.08.1984, Side 7
„Strákar, ég var búinn að segja ykkur að gera þetta ekki svona. Hörður í hita bikarleiksins gegn Prótti. sagði það reyndar í upphafi móts, og miðaði þá út frá mótinu í fyrra, að það þyrfti 34 stig til þess að vinna deildina. Ég er þeirrar skoðunar nú, að 36 stig ættu að vera nóg.“ — Hvernig leggjast Evrópu- leikirnir við Beveren í þig? „Bara vel. Við sýndum það í fyrra, að á góðum degi er Akranesliðið til alls líklegt. Ég hef allt eins trú á að okkur takist hið óvænta að þessu sinni. Það verður þó ekki nema með samstilltu átaki allra þeirra, sem í liðinu eru og að því standa. Við erum með topp- leikmenn og sterka heild. Að baki því stendur gott knatt- spyrnuráð og bestu áhorfendur landsins og þó víðar væri leitað. Ekki má heldur gleyma eigin- konum leikmanna og fjölskyld- um þeirra.“ „Rútína“ — Ertu hjátrúarfullur í tengslum við knattspyrnuna? „Ég veit ekki hvort ég á að kalla þetta hjátrú, en ég fylgi ákveðinni „rútínu“ fyrir hvern leik. Er alltaf í sama gallanum og sömu skónum þótt þeir séu reyndar orðnir göt- óttir. Margir leikmanna halda fast í sínar venjur, Sveinbjörn þarf t.d. alltaf að fara síðastur út úr búningsklefanum. Margir, flestir reyndar, hafa sína ákveðnu fatasnaga jafnt hér heima sem annars staðar.“ — Finnst þér eitthvað eitt vera erfiðara en annað í þjálf- arastöðunni? „Ætli það erfiðasta sé ekki þegar maður þarf að taka mann, sem verið hefur fasta- maður um langt skeið, úr lið- inu. Maður veit að það er erfitt fyrir leikmann, sem ver- ið hefur fastamaður, að setj- ast á varamannabekkinn." — Heldurðu þig við þá reglu, að breyta ekki sigurliði? „Nei, alls ekki. Ég breyti liðinu ef mér þykir ástæða til, án tillits til þess hvort síðasti leikur hefur unnist eða tap- ast.“ — Hvað eru minnisstæðustu leikirnir þínir sem þjálfari með Akranesliðinu? „Fyrir mig sem þjálfara eru það tveir leikir, öllu heldur tveir hálfleikir. Fyrst hálfleik- urinn í framlengingunni í úr- slitaleiknum gegn Vestmanna- eyjum og síðan hálfleikurinn í leiknum gegn Aberdeen í Skot- landi. Stemmningin hjá strák- unum var slík í báðum tilvikum að ég hef ekki upplifað annað eins. Ég var sannfærður um það í báðum tilvikum, að þessir leikir myndu ekki tapast.“ — Hvað finnst þér um þá skoðun sumra, að það sé miklu auðveldara að vera þjálfari hjá góðu liði en lélegu? „Ég er alveg sammála því, að það hlýtur að vera erfiðara að vera með lið, sem á í basli. En mér hefur nú fundist þctta nógu skrambi erfitt samt,“ segir Hörður og hlær. „Kannski er ég bara svona viðkvæmur.“ — Þú hlýtur þó að vera meira en ánœgður með stöð- una ídag? „Jú, auðvitað er ég það. Þótt hér á Akranesi sé flest geysilega gott í sambandi við knattspyrnuna vil ég benda á, að nauðsynlegt er að lagfæra tvö veigamikil atriði er lúta að henni og það fyrr en síðar. Það fyrsta er að laga æfinga- aðstöðuna, sem er í hrópandi ósamræmi við þann mikla áhuga sem hér er og þann árangur, sem náðst hefur. Ann- að er að finna þeim strákum, sem gengnir eru upp úr 2. flokki og komast ekki í meistara- flokksliðið, einhver verkefni. Þetta finnst mér vera það brýn- asta.“ —SSv. Seljum allar gerðir bíla, ýmsir möguleikar á kjörum og skiptum Lítið við og kannið möguleikana Bílasalan Bílás, Þjóðbraut 1, sími 2622 Auglýsið f Skagablaðinu % é Verslið ódýrt Matarbúð Sláturfélags Suðurlands, Akranesi Næst þegar þú kaupir bíl þá hringirðu í síma 2000 eða kemur á Suðurgötu 62 Við tryggjum fyrir þig Sjóvá-umboðlð Suðurgötu 62, Akranesi Sími 2000 FRÁ INNHEIMTU AKRANESKAUPSTAÐAR Alagningu útsvars og aðstöðu- gjalda 1984 er nú lokið. Fyrsti gjalddagi var 1. ágúst sl. Þeir aðilar sem ekki hafa gert full skil á fyrirframgreiðslum útsvars og aðstöðugjalda eru alvarlega áminntir um að gera skil nú þegar. Lögtök vegna þeirra eru þegar hafin. Einnig er skorað á þá sem eiga eftir að greiða fasteignagjöld ársins að greiða þau nú þegar. Innheimta Akraneskaupstaðar Um leið og við óskum Skagablaðinu góðs gengis viljum við minna á okkur Bílasala Hinriks, á horni Vesturgötu og Vallholts Sími 93-2602 og 93-1143. 7

x

Skagablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.