Skagablaðið - 14.09.1984, Side 1

Skagablaðið - 14.09.1984, Side 1
Uggvænlegar horfur hjá útgerðarfyrírtækjum á Akranesi: )rRíkissjódur er aft verða stærsti útgerftaraðilim“ segirHaraldurStuHaugsson,framkvæmdastjóriHB&Co,ogóttastvinn$lustöðvun á næstunni „Það «em verið hefur að gerast er bara það, að verðbólgunni í landinu hefur verið haldið niðri á kostnað launþega þessa lands og undirstöðuatvinnugreinar okkar, sjávarútvegsins. Það er búið að þenja teygjuna til hins ítrasta og nú fer að koma að skuldadögunum. Það er ekki spurning um mánuði heldur daga og vikur,“ sagði Haraldur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri HB & Co. er Skagablaðið átti viðtal við hann í vikunni og innti hann eftir áliti hans á þeirri geigvænlegu stöðu, sem sjávarútvegurinn í landinu og ekki hvað síst hér á Akranesi stendur frammi fyrir. „Ég veit ekki hversu oft menn hafa verið að tala um það að stoppa skipin undanfarin ár. Þáð hefur ekkert orðið úr neinu ein- faldlega vegna þess að innan staklingarnir, sem fyrstir finna fyrir hamrinum. Þeir geta ekki endurnýjað skip sín lengur og þar með er dæmið búið. Hins vegar hafa margir náð að endurnýja á fyrstu aðgerðir núverandi ríkis- stjórnar. Gleyma nútímanum Haraldur var ekki par ánægður með samþykktir flokksformanna, Steingríms Hermannssonar og Þorsteins Pálssonar. „Þessir menn eru að horfa fram til næstu 8-10 ára sem er ágætt, en þeir vjrðast alveg gleyma bláköldum staðreyndum nútímans,“ sagði Haraldur. „Gengið er sprungið og fiskvinnslan kemur til með að Hraðfrystihús HB & Co. sjávarútvegsins rfkir engin sam- staða,“ sagði Haraldur. „Það er heldur ekki von til þess að nein samstaða náist þegar stærsti hluti þeirra manna, sem stjórna fisk- vinnslufyrirtækjum í landinu er á þriggja mánaða uppsagnarfresti og fær í raun engu ráðið, m.a. fyrir pólitískum stjórnum fyrir- tækjanna. Þetta kom hvað best fram í sumar þegar útgerðarmenn á Austurlandi ætluðu að stöðva skip sín. Þeir gáfu á endanum út yfirlýsingu um að þeir væru hættir við, þar sem ekki fengist sam- þykki fyrir stöðvun fyrirtækjanna í stjórnum sumra þeirra.“ Erfiðara Haraldur hélt áfram: „Það er verið að drepa einstaklinginn í þessu. Áður fyrr var hægt að reka útgerðarfyrirtæki með dugnaði — það verður æ erfiðara eins og dæmin sanna hér á Akranesi. Þegar kreppir að eins og núna gerir áþreifanlega eru það ein- undanförnum árum og þeir menn eru hvað verst settir núna.“ — Er það þá misskilningur, sem alltaf hefur verið sagt, að útgerðin sé og hafi verið rekin á gengisfellingum? „Auðvitað er það misskilning- ur,“ sagði Haraldur. „Það má ekki gleyma þeirri staðreynd, að við eigum allt okkar undir er- lendum mörkuðum. Við getum ekki hækkað afurðir okkar þótt allur kostnaður hér innanlands hækki. Að því leytinu til er sjávarútvegurinn ísérstöðu. Auð- vitað vilja allir hafa fast gengi, það er öllum fyrir bestu. En það er bara ekki nóg. Á meðan allt hækkar innanlands segir það sig sjálft að eitthvað verður að koma á móti. Til þessa hefur eina leiðin verið gengisfelling og hún er neyðarbrauð. Gengisfelling er ekkert annað en afleiðing þess ástands, sem ríkir í landinu. Verðlag hefur ekki lækkað í land- inu, eins og gert var ráð fyrir við stöðvast á allra næstu vikum, þar með talið vinnslan hjá HB & Co.“ Þá var það skoðun Haraldar að það yrði æ erfiðara að fá menn til að vinna við fiskvinnslufyrirtæki. Búið væri að mála allt svo svart, að slík fyrirtæki væru talin 5. flokks. Sagði hann það ennfrem- ur ansi hart en engu að síður satt að fyrirtækin ættu í vandræðum með að borga út þau lúsarlaun, sem fengjust fyrir vinnu í fiski. „Nú er það málið hjá stjórn- völdum, að ekki eigi að vera með neinn atvinnurekstur nema hann sér arðbær. Það er eitt að skella staðhæfingum um arðsemi og aukna framleiðni á borðið, annað að framfylgja þeim. Ég held að þessir menn geri sér bara ekki grein fyrir því hvert ástandið raunverulega er.“ Vanþakklæti Þá sagði Haraldur að skuld- breytingar sjávarútvegsins ekki vera neitt annað en pappírssjón- arspil. Skuldbreytingar hefðu ver- ið gerðar sl. þrjú ár. „Staðan er nú sú, að eigið fé fyrirtækja verður uppurið fljótlega með sama áframhaldi. Ríkissjóður er að verða stærsti útgerðaraðilinn. “ Haraldur sagði það í lokin vera sorglega staðreynd en engu að síður áþreifanlega, að Akranes væri að syngja sitt síðasta sem vertíðarstaður. Ekki aðeins yrðu allar ytri aðstæður æ óhagstæðari heldur væri nánast enginn sem legði t.d. út í nám í Sjómanna- skólanum. Sl. veturhefði aðeins 1 Haraldur Sturlaugsson, fram- kvœmdastjóri HB & Co. hafið skipstjóranám og segði það meira en margt annað um hvernig komið væri fyrir útgerð á Akra- nes, og hvaða framtíðarvonir ung- ir menn hefðu um hana. „Ef það verður sem horfir, að vinir mínir, Þórður Óskarsson og Guðmundur Pálmason, sem hafa veitt hér ótöldum atvinnu í lang- an tíma og sýnt frábæran dugnað, neyðast til að hætta sannast hið fornkveðna að laun heimsins eru vanþakklæti“, sagði Haraldur Sturlaugsson þungur á brún. „Alit mitt“—nýr greina- flokkur í Skagablaðinu Eins og Skagablaðið skýrði frá í I. tölublaði varð það samkomulag við bæjarfulltrúa að þeir skrifuðu greinar í blaðið á tveggja vikna fresti um þau málefni, sem þeim væru hug- leiknust hverju sinni. Upphaf- lega var ætlunin, að fyrsta grein- in birtist í 3. tbl. en af óvið- ráðanlegum orsökum hefur ekki orðið af birtingu hennar fyrr en nú. Það varð að ráði að farið væri eftir stafrófsröð í greinaflokki þessum, sem mun bera heitið „Álit mitt“, og kom það því í hlut Engilberts Guðmundsson- ar, bæjarfulltrúar Alþýðu- bandalagsins, að ríða á vaðið. Grein hans er á bls. 4 og ber yfirskriftina „Enn um sund- laugamál og rekstur íþrótta- mannvirkja.“ Guðjón Guðmundsson, bæj- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun næstur skrifa í þessum greinaflokki og kemur grein hans í Skagablaðinu þann 28. þessa mánaðar ef verkfall setur ekki strik í reikninginn.

x

Skagablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.