Skagablaðið - 29.03.1985, Side 1

Skagablaðið - 29.03.1985, Side 1
11.TBL 2. ÁRG. FÖSTUDAGUR 29. MARS 1985 VERÐ KR. 30,- Sögulegur áfangi bæjarstjómar á síðari ámm: Fjámagsáætlun samþykkt samhljóða á þríðjudagmn - Framlag til Gmndaskóla hækkaó um 2 milljónir króna á milli umræóna um áætlunina Þrenntá sjúkrahús Þrennt var flutt á sjúkra- hús aðfararnótt sunnudags eftir að bifreið með R-núm- eri fór útaf veginum við Kala- staði. Meiðsli fólksins reynd- ust ekki alvarleg. Grunur leikur á að ökumaður hafi verið ölvaður. Sá sögulegi áfangi náðist í bæjarstjórn á þriðjudagskvöld, að fjárhagsáætlunin var samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum í fyrsta sinn í mörg ár. Fundur bæjarstjórnar var mjög langur að þessu sinni og lauk honum ekki fyrr en á ellefta tímanum um kvöldið. Helstu breytingarnar á áætlun- inni á milli umræðna (sú fyrri var fyrir þremur vikum) urðu þær, að framlag til Grundaskóla hækkaði um 2 milljónir, framlag til gatna- gerðar hækkaði um 900 þúsund og framlag til Jaðarsbakkalaugar lækkaði um 600 þúsund. f heild hækkuðu útgjöld bæjarins um 2,3 milljónir við þær breytingar sem gerðar voru á milli umræðna. í máli bæjarstjóra, Ingimundar Sigurpálssonar, kom fram, að þessum auknu útgjöldum yrði mætt með þrennum hætti: greiðslu einnar milljónar króna skuldar Hafnarsjóðs til bæjarins, auknum lántökum upp á 900 þúsund og með því að minnka greiðslur til skuldheimtumanna bæjarins um 400 þúsund. Með umræddum 2 milljón króna viðbótarframlagi til Grundaskóla er tryggt að skólinn lendi ekki í enn frekara hús- næðishraki en þegar er orðið eins og fyrirsjáanlegt virtist. Stofur fyrir raungreinar og kennara verða teknar í notkun í haust. Hið aukna framlag til gatna- Á „maraþon“ fundi bœjarstjórnar a pridjudag var gert klukkustundar langt matarhlé og brugðu bœjarfulltrúar sér þá á veitingahúsið Stillholt og fengu sér í gogginn. Þessi mynd var tekin af hinni sameiginlegu máltíð fulltrúanna og ber ekki á öðru en allt sé í sátt og samlyndi. gerðar í bænum þýðir að alls fara tæpar 16 milljónir króna til lagn- ingu varanlegs slitlags og gang- stétta í sumar en lagðir verða rúmir 3 km af gangstéttum víða um bæinn. Gatnagerðargjöld nema 6,2 milljónum í ár upp í þennan kostnað. Þrátt fyrir að framlag til Jaðars- bakkalaugarinnar hafi verið lækk- að um 600 þúsund koma engu að síður 5,8 milljónir í hennar hlut. Ætti það að tryggja að góður skriður komist á framkvæmdirnar í ár. „Fjárhagsáætlun er ákveðið markmið, sem bæjarstjórn setur sér,“ sagði bæjarstjóri er hann fylgdi umræðunni úr hlaði. „Til þess að hún standist þurfa for- sendur að standast," sagði hann ennfremur og bætti því við að blikur væru á lofti í efnahags- málum, m.a. væri séð fram á samninga í haust, sem sett gætu strik í reikninginn og valdið um- talsverðum hækkunum. Gert er ráð fyrir að tekjur bæjarins verði um 146 milljónir króna í ár. Er það um 25% hækkun frá því í fyrra. Útsvars- prósentan í ár er 11,0% eða sú sama og verið hefur og er reyndar í velflestum byggðarlögum lands- ins. Sjá nánar á bls. 5. Annar strákanna losar nýveiddan sjóbirting af önglinum á meðan hinn fylgist spenntur með. Andlit strákanna eru hulin svo þeir verði ekki fyrir áreitni. Skagablaðiö vitni að einstæftum atburfti á síftari árum: Veiðibann hjá minni bátunum Á miðvikudag kom til fram- kvæmda veiðibann á aUa báta undir tíu rúmlestum að stærð. Þetta veiðibann stendur í hálf- an mánuð og mega bátarnir engan veiðiskap stunda ef frá eru taldar hrognkelsaveiðar. Á þriðjudag komu bátarnir að landi með net sín og verða þau ekki lögð fyrr en eftir páska. Mjög eru menn óhressir yfir þessu veiðibanni þar sem afli hefur verið ágætur undan- farna daga hjá minni bátum Til auglýsenda Um leið og Skagablaðið óskar lesendum sínum gleðilegra páska viU það benda auglýsendum á, að Viðbót Skagablaðsins kemur út á þriðjudaginn í næstu viku og verður því líkast til eini aug- lýsingamiðUlinn hér á Skaga þá vikuna. Hægt er að koma auglýsingum í Viðbótina til kl. 14 á mánudag en eftir það verður móttöku þeirra hætt. Við minnum á hið hagstæða verð auglýsinga í Við- bótinni og þau sérkjör sem bjóð- ast. Hafið samband við auglýs- ingastjóra blaðsins og munið að Viðbótin er borin í hvert hús hér á Skaga og fer að auki um allt Vesturland. Skagablaðið „Mokuðu“ sjóbirtingi upp úr Berjadalsánni Skagablaðið varð í gær vitni að einhverju því sérkennilegasta sem aðstandendur blaðsins hafa nokkru sinni upplifað. Að horfa á strákpatta hreinlega „skóflal> upp sjóbirtingi úr Berjadalsánni var nokkuð, sem við töldum okkur aldrei eiga eftir að sjá, en þannig var það nú samt. Það var upp úr hádeginu í gær, að blaðið hafði af því spurnir, að svo virtist sem ungir strákar væru að mokveiða í Berjadalsá, líkast til sjóbirting. Áður en varði voru blm. og ljósmyndari komnir á staðinn og ekki bar á öðru; kapparnir veiddu án afláts og gáfu sér vart tíma til að líta upp. Þegar okkur bar að garði höfðu þeir fengið nokkra fiska og af nógu virtist að taka. Þegar Skagablaðið benti strák- unum á að þeir væru að taka forskot á sæluna, ekki mætti hefja veiðar á sjóbirtingi fyrr en 1. apríl urðu þeir skömmustulegir en héldu samt áfram að veiða. „Við vitum þaðen það gerirekkert til,“ sagði annar þeirra „við erum svo litlir. Löggan tekur okkur aldrei. “ Blaðið hafi samband við Steina í Ósi, sem býr í næsta nágrenni og spurði hann að því hvort hann hefði orðið var við fiskgegnd í Blautósnum. Hann sagðist ekki hafa orðið var við silung en hins vegar hefði verið óvenjumikið um sel að undanförnu í ósnum og það benti ótvírætt til þess að hann hefði mikið æti. Hjá Veiðimálastofnun fengust þær upplýsingar, að þeim væri ekki kunnugt um þessa veiði en þar var talið að óvenjuheitur sjór umhverfis landið í vetur gæti átt þátt í þessu. Þá væri einnig hugsanlegt að hluti gífurlegrar fisktorfu, sem slapp úr flotkvíum við vesturstrendur Noregs í vet- ur, hefði ratað hingað til lands í hlýrri sjó enda hefðu frosthörkur verið miklar á Norðurlöndunum í allan vetur. Sjá nánar um þennan einstæða viðburð á bls. 3.

x

Skagablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.