Skagablaðið


Skagablaðið - 03.05.1985, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 03.05.1985, Blaðsíða 4
Frá og með næstu viku verða umtalsverðar breytingar á högum og úgáfu Skagablaðsins. Fyrst ber að telja, að útgáfudegi blaðsins verður breytt og verður á mið- vikudögum framvegis. Þá ber að nefna þann merka áfanga, að blaðið verður framvegis 12 síður í viku hveriri. Talsverð hækkun á pappír svo og hækkun á prentkostnaði við stækkun blaðsins í 12 síður hefur hins vegar í för með sér að verð þess hækkar um 10 krónur og verður kr. 40 hvert eintak í stað 30 áður. Þessi verðhækkun er af illri nauðsyn en blaðið væntir þess að kaupendur þess setji ekki fyrir sig 10 króna hækkun á sama tíma og þeir fá 4 síður til viðbótar. Allt frá því Skagablaðið hóf göngu sína í ágúsf síðastliðnum hefur orðið að stækka blaðið af og til, ýmist í 10 síður eða 12, til þess að koma öllu efni til skila. í mars var Skagablaðið tvívegis 12 síður að stærð en þrátt fyrir þá stækkun eykst stöðugt það magn efnis, sem ekki kemst fyrir á síðum þess. Gífurleg þrengsl hafa verið í síðustu blöðum; myndir hafa ver- ið skornar niður, texta þjappað saman og mörgu sleppt en allt hefur komið fyrir ekki. Blaðið í dag er e.t.v. gleggsta dæmið um þrengslin. Fyrir vikið hefur nokk- uð borið á því að fólki hafi fundist auglýsingar of stór hluti blaðsins. Sú gagnrýni er að sumu leyti réttmæt en magn auglýsinga í Skagablaðinu er þó hlutfallslega síst meira en gengur og gerist í sambærilegum blöðum víðs vegar um land. Þá hefur einnig borið á kvörtunum um of hátt hlutfall íþrótta í blaðinu og eru þær sömuleiðis á rökum reistar. Því verður hins vegar ekki á móti mælt að mikið hefur verið að gerast á íþróttasviðinu á síðustu vikum. Með stækkun blaðsins í 12 síður ætti að vera von til þess að koma öllu því efni, sem unnið er á ritstjórninni, til skila jafnóðum Dagar hestsins á Akranesi Hestamannafélagið Dreyri gengst fyrir kynningu á hestinum okkar og starfsemi félagsins helgina 4. og 5. maí 1985. Útisýning hefst á íþróttavellinum á Akranesi kl. 14.00 báða dagana. DAGSKRA: 1. Hópsýning - 2. Töltsýning 3. Unglingar 4. Skeiðsýning 5. Burtfluttir Dreyrafé agar 6. Hópsýning (dressur) 7. Skemœtiatriði 8. Verðlaunaðir Dreyrahestar 9. Unghross í tamningu 10. Parareið 11. Hópsýning - lok Sögusýning félagsins í myndum verður laugardaginn 4. maí kl. 18 - 20.00 í Rein á Akranesi. — Kaffiveitingar. Kvöldvaka fyrir félagsmenn og gesti þeirra verður í Rein kl. 21.30 laugardaginn 4. maí. ■ Stjórn Dreyraa^n Hittumst í kaupféiaginu Kaupfélag Borgfirðinga Kirkjubraut 11 - Akranesi - Sími 2280 Föstudaginn 3. maí: diskótek til kl. 03 Laugardaginn 4. maí: lokað vegna einkasamkvæmis. Báran opin bæði kvöldin. sem og auglýsingum, sem hafa aukist jafnt og þétt frá áramótum í hlutfalli við stöðugt aukna út- breiðslu blaðsins. í framhaldi af framangreindum upplýsingum vill ristjórn blaðsins bæta því við, að blaðið verður borið út til áskrifenda síðla dags á miðvikudögum og boðið til sölu í húsum um kvöldmatarleytið. Þá er rétt að minna auglýsendur á, að frestur til að skila inn auglýs- ingum er til hádegis á þriðjudag og verður svo framvegis. Auglýs- ingaverðið er óbreytt og hefur verið svo frá upphafi. Þrátt fyrir umrædda 10 króna hækkun er það von Skagablaðsins að lesendur meti stækkunina meira en 10 króna viðbótarútlát í viku hverri. Við þessa50% stækk- un blaðsins ætti efnið að verða ' enn fjölbreyttara og því ætti blað- ið að eiga enn auðveldara að gera dyggum kaupendum sínum til hæfis, en til þessa. Séu hins vegar einhverjir lesendur óhressir með þessa hækkun í kjölfar stækkun- arinnar þætti okkur vænt um að heyra í þeim. Skagablaðið Ef ykkur liggur eitthvað á hjarta þá er síminn: 2261 Frá Tónlistarskólanum Akranesi VORTÓNLEIKAR Vortónleikar Tónlistarskólans Akra- nesi verða haldnir í Bíóhöllinni laugar- daginn 4. maí kl. 14.00. Nemendur Tónlistarskólans og þeirra vanda- menn ættu að fjölmenna. Aðgangur er ókeypis. SKÓLASLIT Skólaslit fara fram í Akraneskirkju sunnudaginn 5. maí kl. 14.00. Þangað eiga allir nemendur að mæta og taka á móti einkunnum. INNRITUN Innritun fyrir næsta skólaár er á skrif- stofu skólans Kirkjubraut 8, sími 2109, fyrir hádegi alla virka daga, út maí- mánuð' SKoiasm T résmiðafélag Akraness auglýsir Þeim félagsmönnum sem hafa hug á að dvelja í sumarhúsi félagsins í sumar, er bent á að hafa samband við skrifstof- una Kirkjubraut 40 og leggja inn umsókn. Skrifstofan er opin sem hér segir: alla þriðjudaga kl. 18.15 til 19.15 til 20. maí, síminn er 2822. Umsóknarfrestur er til 20. maí. Eftir þann tíma verSur húsið leigt öðrum. NEFNDIN mlmmmm —-'BÁRÚGÖTU — SÍMAR (93) 2020 (93) 2144 4

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.