Skagablaðið


Skagablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 4
Atvinnulrf á Akranesi/Trésmiijan Jaðar Ósvikin sveiflu- Aðalfundur Aðalfundur Samvinnutrygginga g.t. og Líftrygg- ingafélagsins Andvöku verða haldnir í Samvinnu- tryggingahúsinu, Ármúla 3, Reykjavík, fimmtu- daginn 23. maí n.k. og hefjast kl. 13.30. Dagskrá verður samkvæmt samþykktum félag- Stjórnir félaganna. SAMVHVNUTRYGGINGAR KIRKJUBRAUT 28 - 300 AKRANES - SÍMI 93-2700 anna. ATVINNA vinna við heimilishjálp Starfsmann vantar til að vinna við heimilishjálp frá 20. maí. Leitað er að röskum og samviskusömum starfs- manni. Um er að ræða hálft starf. Skriflegar umsóknir sendist undirrituðum í síðasta lagi 17. maí. Umsóknareyðublöð fást á bæjarskrifstofunni. Félagsmálastjóri Kirkjubraut 28 við að hægt væri að standa straum af fjárfestingarlánum. Því miður er ég hræddur um að þær vonir bregðist." — Hafa trésmiðjur hér ekki farið út í sérhæfingu af ein- hverju tagi? „Því miður er það í allt of litlum mæli. Við eigum hér á landi mjög góða handverks- menn, sem geta framleitt svo til hvað sem er en vegna smæðar okkar og klaufaskapar í verslun til þessa hefur mjög lítið orðið úr henni. Kaupmenn á íslandi hafa ekki ennþá séð nema aðra hliðina á versluninni, þ.e. inn- flutning vörunnar til að selja okkur sjálfum en lokað augun- um fyrir því að selja íslenskar vörur erlendis. Hvað okkar fyrirtæki varðar er það framtíð- ardraumur að sérhæfa okkur í ákveðinni framleiðslu. Það var markmið okkar þegar við byrj- uðum að byggja en því miður verðum við að bíða og sjá hvernig okkur reiðir af eftir þá fjárfestingu sem við höfum nú þegar lagt í áður en við spenn- um bogann hærra.“ - segir Guðmundur Samúelsson, eim þriggja eigenda fyrirtækisins Við förum að venju úr einu í annað í vali á fyrirtækjum til kynningar. Síðast fjölluðum við um Skagamold en að þessu sinni er það Trésmiðjan Jaðar, sem verður fyrir valinu. Fyrirtækin eru eins og nærri má geta mjög ólík en eiga það sameiginlegt að vera bæði staðsett við Smiðjuvelli, iðnaðarhverfi okkar Skagamanna. Trésmiðjan Jaðar er ungt og vaxandi fyrirtæki, stofnað í maíbyrjun 1980 og er nýflutt að Smiðjuvöllum 4 af Suðurgötu 126, þar sem það var áður til húsa og hóf reyndar feril sinn.Eigendur fyrirtækisins eru Guðmundur Samúelsson, Jón Trausti Hervarsson og Pétur Jónsson. Guðmundur tók að sér að leiða blm. Skagablaðsins í allan sannleik um starfsemi Jaðars. „Við rekum hér trésmíð- averkstæði og auk þess erum við byggingaverktakar," sagði Guðmundur. „Við vinnum flest okkar verk samkvæmt útboði, einkum opinberar byggingar.“ -Hver hafa verið helstu verk- efni ykkar til þessa? „Fyrsta stóra verkefnið var bygging Grundaskóla, síðan tók við bygging Samvinnu bankahússins og Sambýlisins við Vesturgötu. -En hver eru helstu verkefni ykkar um þessar mundir? „Við erum nú að byggja mötuneytisálmu við heimavist Reykholtsskóla í Borgarfirði en svo erum við að byggja hús fyrir Haföminn. Við emm á næst- unni að hefja framkvæmdir við byggingu 8 raðhúsa við Eini- grund. Raðhúsin eru byggð úr steinsteypu, sem við teljum að sé besta byggingarefnið sem völ er á í dag og þar að auk algerlega „íslenskt“. Það hafa orðið miklar framfarir að undanförnu í gerð steinsteypu og spái ég því að þróun hennar í framtíðinni valdi byltingu í byggingariðnaðinum. Á verk- stæðinu er verið að byrja á innréttingasmíði fyrir leikskóla í Mosfellssveit, unnið fyrir verk- taka þar, auk ýmissa smærri verkefna.“ -Hversu margir vinna hjá Jaðri í dag? „Núna emm við með 19 starfsmenn, bæði smiði og verkamenn,og svo emm við með fjármálastjóra." Langt sótt „Því miður er ansi lítið til að bítast um h ér á Akranesi. Ef verkefni væru ekki sótt út fyrir bæjarmörkin væri mjög illa komið fyrir byggingariðnaði hér. Sem dæmi um hversu langt menn teygja sig eftir verkefnum má nefna að við vorum að ljúka við innréttingu, sem fór til ísa- fjarðar." — Nú virðist sem mikið hafi verið byggt af iðnaðarhúsnæði hér á Skaga undanfarið, hvað veldur? „Ég tel að vonir manna um hjaðnandi verðbólgu hafi ýtt undir athafnaþrána og þeir búist „Sérhæfing í ákveð- inni framleiðslu framtíðardraumur“ stemning í Hótelinu Það ríkti ósvikin sveiflustemning í Hótelinu á fimmtudagskvöld í síðustu viku þegar Guðmundur Ingólfsson, stórjazzari, og félagar hans skemmtu Skagamönnum með frábærum hljóðfæraleik sínum. Sjálfir létu jazzararnir mjög vel af þeim móttök- um sem þeir fengu og haft var eftir þeim, að þeir hefðu sjaldan eða aldrei leikið í sal, þar sem stemningin hefði verið jafn góð. Fengu lög þeirra félaga mjög góðar móttökur gestanna, sem kunnu vel að meta snilli hljóðfæraleikaranna. Skagablaðið rabbaði stuttlega við nokkra gest- anna þetta kvöld og voru allir á einu máli um að frábærlega hefði tekist til og væri mikill fengur í að fá menn á borð við Guðmund og Co. hingað á Skagann. Ekki hefði spillt fyrir að Hótelið hefði lagt til „snakk“ fyrir gestina. Skagablaðið fagnar þessari skemmtilegu ný- breytni í bæjarlífinu, sem Jakob Benediktsson, hótelstjóri, á heiður skilið fyrir að brydda upp á. Meira af slíku. Myndirnar hér að ofan segja vœntanlega meira en fjöldi flókinna lýsingaorða um atburðarásina á Hótelinu sl. fimmtudag. 4

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.