Skagablaðið


Skagablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 11

Skagablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 11
Auglýsið í Skagablaðinu Leiðrétting Rétt er að taka það fram vegna fréttar um ráðningu Þóris Ólafs- sonar í embætti skólameistara Fjölbrautaskólans í síðasta Skagablaði, að hann hefur verið settur til eins árs — ekki skipaður eins og við sögðum og þar er greinarmunur á. Þetta er hér með leiðrétt. Betri kjör bjóðast varla Samvinnubankínn Skagamenn „bakaðiK' í harðri samkeppni Heldur komu bakaríin okkar Skagamanna báglega út úr verð- könnun verðlagsráðs, sem fram- kvæmd var fyrir nokkru og birt nýlega. Reyndar var verð bakarí- anna í Reykjavík óheyrilega hátt og stangaðist algerlega á við kenn- inguna um að aukin samkeppni leiði til lækkaðs verðs en eftir að bakaríunum hafði verið skipt nið- ur í landshluta og Harðarbakarí og Brauða- og kökugerðinni þar með skipað á bekk með öðrum bakaríum á Vesturlandi og Vest- fjörðum var samanburðurinn okkar bakaríum síst í hag. Könnunin náði til fjögurra Bækling- urRAvek' ur athygli Skagablaðið skýrði frá því í vetur þegar Rafveita Akraness sendi frá sér fróðlegan og skemmtilegan bækling um ráð til rafmagnsspamaðar. Bar flestum saman um að bæklingurinn væri allur hinn vandaðasti og RA til mikils sóma. En það mun hafa verið víðar en hér innan bæjarmarkanna að bæklingurinn vakti athygli. Á fundi stjómar Rafveitu Akraness, sem haldinn var síðasta dag apríl- mánaðar, var samþykkt að selja bæklinginn á kr. 25 stykkið til eftirtaldra rafveitna: Borgamess, Hafnarfjarðar, Selfoss, Siglu- fjarðar, Sauðárkróks og Njarð- víkur. Reiðhjólaskoð- un enn í gangi Reiðhjólaskoðun stendur yfir þessa dagana og geta börn komið með hjól sín í skoðun á lögreglu- stöðina alla virka daga á milli kl. 14 og 16. Séu hjólin í fullkomnu lagi fá þau sérstaka skoðunarmiða frá lögregiunni. Þessir miðar eru númeraðir og eigandi viðkomandi hjóls skráður niður þannig að ef einhver verður fyrir því óhappi að týna hjólinu sínu eða ef því verður stolið er auðveldara að finna eig- andann með þessu móti. Foreldr- ar, hvetjið bömin endilega til að fara með hjólin í skoðun, það verður vel tekið á móti þeim hjá lögreglunni. flokka brauðmetis og komu Skagabakaríin iila út í þeim öllum. í flokki niðursneiddra brauða var Harðarbakarí í 8. sæti (af 9 bakaríum á Vesturlandi) með töluna 135,9 en 100,0 var sú tala sem gefin var upp út frá lægsta verði í viðkomandi flokki. Brauða- og kökugerðin var í 9. sæti með samsvarandi tölu upp á 141,9. í flokki ósneiddra brauða var Brauða- og kökugerðin aftur í neðsta sæti með viðmiðunartöl- una 137,9 en Harðarbakarí var í 6. sæti með 127,7. í flokki smá- viðmiðunartöluna 119,8, en Harðarbakarí var í 8. sæti með 137,5. í síðasta flokknum, sem var kökur, var Brauða- og köku- gerðin með viðmiðunartöluna 118,7 og hafnaði í 6. sæti en brauða náðu Skagabakaríin einna , Harðarbakarí var í 8. sæti með skástum árangri. Þar var Brauða- 125,4. og kökugerðin í 5. sæti með Þegar dæmið er skoðað á lands- vísu reyndust bakarí á Austfjörð- um vera með lægst verð. Síðan kou Vesturlandsbakaríin þá þau á Norðurlandi en bakarar á Suðurlandi eru mestu okrararnir. En hvað okkur Skagamenn varð- ar má með sanni segja að við höfum verið „bakaðir" í sam- keppninni. Jafnvel rótgrónir kaupsýsliimenn velja # j H-vaxtareikning * HvaÓ u Á Þú þarft ekki endilega aö vera stóreignamaöur til aö geta haft not af Hávaxtareikningi Samvinnubankans. Innborgunin þarf ekki aö vera há fjárupphæð, en fyrir hverri innborgun færöu stofnskírteini sem er ávallt laust til útborgunar. Hávaxtareikningurinn er verötryggöur meö vöxtum miöaö viö kjör 3ja og sex mánaöa bundinna reikninga hjá bankanum. Þaö parf svo sem enga rótgróna kaupsýslumenn til aö sjá aö Hávaxtareikningurergóð leiö til aö ávaxta fé sitt á aröbæran hátt. tnJ vaxtareikningur Aröbær ávöxtun. n

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.