Skagablaðið


Skagablaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 2
Heimsókn í Sjúkrahús Akraness: Fjölmennasti vinnustaður- inn á Akranesi Það fyrirtæki — eða öllu heldur, stofnun — sem við kynnum les- endum blaðsins nú er Sjúkrahús Akraness. Það kann e.t.v. að koma einhverjum á óvart en sam- kvæmt upplýsingum okkar er sjúkrahúsið fjölmennasti vinnu- staður bæjarins. Þar vinna að staðaldri 230 manns í 170 stöðu- gildum. Við gengum á fund Sig- urðar Olafssonar, framkvæmda- stjóra SA, og hann fræddi okkur um sögu og starfsemi sjúkrahúss- ins. Upphaf SA má rekja aftur til ársins 1916 þegar stúkan Akur- blómið hélt hlutaveltu til ágóða fyrir væntanlegt sjúkraskýli á Akranesi eins og það var kallað, og safnaði 300.93 krónum. Það var þó ekki fyrr en 4. júní 1952 að fyrsti sjúklingurinn var lagður inn á sjúkrahúsið, sem þá taldi alls 24 rúm. Þau voru staðsett í elstu álmu SA og á efri hæðinni var íbúð yfirlæknis. Fjöldi legudaga fyrsta árið var 2948. Til saman- burðar má geta þess að síðasta ár voru þeir 33.134 og sjúkrarúmin 95 talsins. Nýbygging Hafist var handa við nýbygg- ingu árið 1963 og er henni að mestu lokið núna. Síðustu ár hefur raunar verið unnið mikið að viðhaldi og í fyrra var sett nýtt þak á sjúkrahúsið og skipt um glugga í sjúkrastofum hand- læknisdeildar. Sjúkrahúsið er deildarskipt; á efstu hæð er Lyflæknisdeild (A deild) með 30 rúm, og elli- og hjúkrunardeild (E deild) með 30 rúm, á miðhæðinni er handlæknis- og kvensjúkdóma og fæðingar- deild (B deild), með 35 rúm. Á jarðhæð eru engar legudeildir, en þar eru röntgendeild, slysastofa, endurhæfingardeild (sjúkra- og iðjuþjálfun), líkhús, ungbarna- eftirlit, skrifstofur, stofur sjúkra- húss- og heilsugæslulækna og eldhús. í eldhúsinu er allt stórt í sniðum, enda ekki vanþörf á því þar er eldað, ekki aðeins fyrir sjúklinga og starfsfólk SA, heldur líka fyrir Dvalarheimilið Höfða og barnaheimili SA. Alls um það bil 250 munnar að metta eftir því sem Svavari Garð- arssyni yfirbryta taldist til. Ekki er allt talið enn. í kjallara hússins er heilmikil starfsemi, þar er meðal annars: trésmíða- og rafmagnsverkstæði, aðstaða fyrir eldhúsið, (geymslur, kæli- og frystiskápar.) vararafstöð, út- varps- og símstöð, apótek, bún- ings- og baðaðstaða fyrir starfsfólk, geymslur, aðstaða fyrir „exem“ sjúklinga og fleira. Margir úr Reykjavík. Síðasta ár voru 2294 sjúklingar á SA, og til að hjúkra öllum þessum fjölda eru 230 manns (sem eru nú á launaskrá) í 170 stöðugildum. Þar af eru læknar 18, af þeim eru 11 í fullu starfi, en 7 sérfræðingar í hlutastarfi. 28 hjúkrunarfræðingar f fullu eða hlutastarfi og 46 sjúkraliðar en þeir eru fjölmennasta starfsstétt- in. Auk þessara eru fjölmargir aðrir starfsmenn. Sjúklingarnir koma allstaðar af á landinu, flestir eru eðlilega héðan af Akranesi, eða 40-48%, næstflestir frá Mýr- Sjtikrahús Akraness. ar- og Borgarfjarðarsýslu og þar næst frá Reykjavík. Það hljómar kannski furðulega að Reykvíkingar séu að koma út á land til að leita sér lækninga, en það stafar af samstarfi lækna héð- an við sjúkrahús í Reykjavik. Algengt er að æðahnúta- og kven- sjúkdómaaðgerðir séu gerðar hér á utanbæjarmönnum. Til að standa straum af rekstri SA, eru innheimt daggjöld af sjúklingum, 3600 krónur á dag, sem eru greidd sameiginlega af ríkinu og sjúkrasamlögum. Ríkið greiðir 85% en samlög sjúkling- anna 15%. Auk þess fær SA tekjur af dagheimilinu, fæðissölu, rannsóknum, röntgenmyndatök- um, slysadeildinni, og það tekur leigu afheilsugæslunni. Þettafjár- magn hrekkur þó ekki fyrir nema 80% rekstrarkostnaðarins og er þá gripið til þess ráðs að ríkið borgar svonefnd „hallagjöld“, í 8 mánuði á hverju ári, sem sagt árið eftir að halli verður á rekstri. f millitíðinni hlaðast svo upp skuldir. Til dæmis voru vaxtag- reiðslur í fyrra 5 milljónir sem er 4.6% af heildarveltu SA. Heildarveltan 1984 var 108.5 milljónir, stærsti kostnaðarliður- inn var launagreiðslur, rúmlega 60 milljónir. Lyf og umbúðir kost- uðu tæpar 10 milljónir og hráefni fyrir eldhús rúmar 7 milljónir. Sjúkraskattur — nei! Skagablaðið spurði Sigurð hvort hann væri hlynntur því að taka upp sjúklingaskatt til að taka af hallann. Honum leist ekki meira en svo á þá hugmynd. „Ég held að það fyrirkomulag, sem nú er við haft sé betra, þ.e. að við stöndum straum af þessu í sam- einingu,“ sagði hann. Og talandi um peninga fór hann að tala um gjafir og styrki sem SA hafa hlotnast gengum árin frá félagas- amtökum og einstaklingum og sagðist ansi hræddur um að sjúkrahúsið byggi ekki eins vel hvað varðar búnað og tæki ef þessa hefði ekki notið. Varðandi breytingar í framtíð- inni, hélt Sigurður að þær yrðu ekki stórvægilegar hjá sjúkrahús- inu sjálfu, nema í sambandi við byggingu heilsugæslustöðvar sem er í tengslum við spítalann. Þegar hún kemst í gagnið losnar það pláss sem heilsugæslulæknar nota nú sem og biðstofan. Ýmis starf- semi önnur færist yfir í heils- ugæslustöðina, til dæmis endur- hæfing og líkhúsið. En þetta verð- ur ekki fyrr en eftir 3-4 ár, í fyrsta lagi. Ekkert verður unnið við bygginguna í ár þar sem enginn fjárveiting rennur til hennar. En þegar þar að kemur er ætlunin að ljúka henni á 2-3 árum. — SEÞ Þau eru stór í sniðum eldunaráhöldin í eldhúsi sjúkrahússins. t baksýn eru starfsstúlkurnar. 2 Akranesvegamóth eni í „athugun“ Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri, hefur undanfarið unnið að því að reyna að fá Vegagerð ríkisins til þess að breyta Akranesvegamótunum illræmdu, en þegar hafa orðið við þau nokkur slys og eiga vafalítið eftir að verða fleiri ef ekkert verður að gert. verið er að „athuga málið“, eins og það heitir á stofnanamáli, hjá Vegagerð ríkisins.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.