Skagablaðið


Skagablaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 12

Skagablaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 12
tna KIRKJUBRAUT 4, AKRANESI. SÍMI 93-2244. tna KIRKJUBRAUT 4, AKRANESI. SÍMI 93-2244. \ SA-ELA é,« 8 i \ £ Flotbryggja eða flugbraut? Það var ekki að undra þótt menn ræki í rogastans er þeir áttu leið um hafnarsvæðið árla á þriðjudagsmorgun því flotbryggjan, sem verið er að koma fyrir um þessar mundir, var eitthvað í annarlegri stellingu. Gárungamir höfðu orð á orði að sennilega ætti að breyta henni í flugbraut en hún rétti sig þó af þegar flæða tók að á ný. Kemur brú yfir Hval- fjörð? Samþykkt var á bæjarstjórnar- fundi 14.5, tillaga Guðmundar Vésteinssonar um að skora á Al- þingi að samþykkja tillögu til þingsályktunar um samgönguleið um Hvalfjörö. I þessari tillögu er meðal annars gert ráð fyrir könn- un á hagkvæmni þess að setja brú yfir Hvalljörð, en eftir því sem Jóhannes Finnur Halldórsson, bæjarritari, tjáði blaðamanni er sáralítill munur á kostnaði við. brúargerð og vegar fyrir Hvalljörð. Til gamans má geta þess að Jóhannes Finnur hefur ákveðnar skoðanir á því hvemig staðið skuli að þessari framkvæmd. Hann vill að samið verði við eitt fyrirtæki um byggingu brúar og vegs yfir Hvalfjörð gegn því að fá; að eiga hvort tveggja í takmark- aðan tíma og innheimta vegtoll af þeim sem leið eiga yfir brúna. Eftir sem áður yrði gamli vegur- inn fyrir fjörðinn svo að um einokun yrði ekki að ræða. For- dæmi fyrir þessu sagði hann fjölda mörg erlendis frá, til dæmis ættu Fiat verksmiðjurnar marga vegi á Ítalíu. — SEÞ Tekst Þ&E aft selja nýsmíiaveHcefnii?: Tveir aðilar sýna áhugaáaðkaupa Tveir aðilar hafa sýnt áhuga á að kaupa togarann, sem veríð hefur í smíðum hjá Þorgeir og Ellert, að því er Jósef H. Þorgeirsson, framkvæmdastjórí fyrirtækisins, tjáði Skagablaðinu á mánudag. Ef af kaupum verður vilja báðir aðilarnir stækka skipið, en það er nú 250 rúmlestir, og annar vill að auki breyta því þannig að það verði hæft til rækjuveiða. Geysilega mikil vinna hefur vikur og hefur verið unnið tvö verið hjá fyrirtækinu undanfarnar kvöld í viku hverri svo og á Sneypuför f imm „ridd- ara á hvítum Ö-fáki — hugðust stela bensíni en voru sendir heim bensín- og bfllausir eins og alkunna er og það tók Fimm ungir menn úr Reykja- vik og Mosfellssveit akandi um á hvítri bifreið með Ö-númeri hugðust heldur betur taka bæ- inn með trompi um síðustu helgi, líkt og riddarinn á hvíta fáknum forðum daga. Mark- miðið var að stela bensíni á beygluna, sem þeir óku um á, en förin sneríst upp í háðung áður en yfir lauk. Einhver glöggur Skagamaður kom auga á fimmenningana, þar sem þeir voru að bjástra við að stela bensíni af bifreið við bílaverkstæði við Esjuvelli. Lét hann lögregluna þegar vita en þegar hún kom á staðinn voru „riddararnir“ á brott. Þeir sluppu þó ekki undan vökulu auga réttvísinnar og voru kró- aðir af skömmu síðar. Eftir nokkurt þóf viður- kenndu þeir þjófnaðinn en hugðust halda á brott eftir skýrslutöku. Ekki varð þeim kápan úr því klæðinu því lög- reglumönnum fannst bifreiðin ekki beint búin til þess að mæta þeim kröfum, sem almennt eru gerðar til fjórhjóla ökutækja, svo kallað var á Guðmund Sig- urðsson, bifreiðaeftirlitsmann, til þess að kanna ástand bifreið- arinnar. Guðmundur er vaskur maður hann ekki langan tíma að kom ast að þeirri niðurstöðu að „hvíti fákurinn" ætti eiginlega alls staðar annars staðar heima en a götunum, þreif upp klipp- urnar og ...númerin fuku. „Riddararnir“ fóru því ekki bara bensínlausir heim á leið, heldur bíllausir einnig, úr þess- ari sneypuför. kveikja sér í Hann komst ekki langt með feng sinn þjófurinn, sem braust inní Fólksbílastöðina um helg- ina til þess að næia sér í tóbak og eitthvað til að maula. Til hans sást og var lögreglunni tilkynnt um athæfið. Eitthvað mun lýsingin á hin- um óprúttna hafa verið greinar- betri en almennt gerist því það tók lögregluna ckki nema ör- skamma stund að finna þrjótinn. Kom lýsingin þá heim og saman við náunga, sem þeir voru nýbúnir að sleppa. Svo snar var iöggan í snúningum að kappinn náði ekki einu sinni að kveikja sér í. laugardögum til þess að anna þeim verkefnum sem fyrir liggja. Er þar einkum um að ræða við- gerðir. Um 110 starfsmenn vinna nú hjá Þorgeir og Ellert. Jósef sagði alltaf erfitt að spá í framhaldið er Skagablaðið innti hann eftir því hvort bjart væri framundan en bætti því við, að óneitanlega hefði reksturinn gengið betur í vetur en t.d. síðasta vetur. Erfiðlega gengi þó að inn- heimta útistandandi skuldir sem fyrr vegna bágrar stöðu flestra útgerðarfyrirtækj a. Samkvæmt heimildum Skaga- blaðsins munu umræddir tveir aðilar vera stjórn Krossvíkur hér á Akranesi og útgerðaraðili á ísafirði og mun það hann, sem hefur áhuga á að breyta skipinu með tilliti til væntanlegra rækju- veiða. Tveir ökumenn voru í síðustu viku grípnir fyrir of hraðan akstur inni á þjóðvegi. Annar reyndist á 103 km hraða en hinn ók á 105. Rétt er að minna ökumcnn bæjarins á, að lögregl- an bcitir radarnum sínum óspart, og er því vissara að halda sig innan löglegra hraða- Nokkrir smá- Nokkrir smáárekstrar urðu í síðustu viku hér á Akranesi, þ.á.m. einn á gatnamótunum margumtöluðu Kalmansbraut/ Kirkjubraut/Stillholt, en enginn varð þó alvarlegur. Að sögn lögreglunnar geríst það stundum, ekki oft cn of oft samt, að bílar verði fyrir tjóni á stæðum án þess að tilkynnt sé um óhappið. Sá, sem fyrir tjón- inu verður, situr þá í súpunni sjálfur. Gúmbáturinn kominn „heim“ Um fyrri helgi uppgötvaðist það, að gúmmíbát af Zodiac- gerð hafði verið stolið frá Hilmi SU, þar sem skipið lá hér við bryggju. Eftirgrennslan kom fyrir ekki en að morgni hvíta- sunnudags var lögrcglunni til- kynnt um að báturinn lægi samanbrotinn við skipshlið. Þess má svo geta hér í fram- hjáhlaupi að þeir eru margir, sem hafa orðið varir við um- ræddan bát, og ber öllum saman um að hann sé handónýtur og því hafi verið þjóðþrifamál að koma honum í lóg — en það er önnur saga

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.