Skagablaðið


Skagablaðið - 05.06.1985, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 05.06.1985, Blaðsíða 1
Tímabilið janúar-júní: Arekstrum fækk- að um 57% frá’84 Aksturshæfni Skagamanna fer nú senn að nálgast heimsmet ef marka má nýjustu tölur fra lög- reglunni um fjölda árekstra á þessu ári, samanborið við síðasta ár. Samkvæmt upplýsingum Svans Geirdal, yfirlögregluþjóns, urðu aðeins 10 árekstrar í maí á móti 25 í sama mánuði í fyrra. Alla aðra fyrri mánuði ársins var einnig um fækkun árekstra að ræða samanborið við sömu mánuði í fyrra. Um mánaðamótin síðustu, þ.e. maí/júní var tala árekstra komin upp í aðetns 39 en var 93 á sama tíma í fyrra. Hreint ótrúlega mikil fækkun og nú er ekki lengur hægt að þakka tíðarfarinu einvörð- ungu. Bravó, ökumenn! SéraJón M. Guðjónsson, fyrrum sóknarprestur, og aðalhvatamaður að tstofnun byggðasafnsins að Görðum lengst t.h.á myndinni. Kútter Sigurfari var formlega opnaður gestum síðastliðinn laug- ardag en þá bar einmitt svo við að séra Jón M. Guðjónsson, upp- hafsmaður hins merka byggða- safns að Görðum, varð áttræður. Mikið fjölmenni var við athöfn- ina, sem fór fram í hinu besta veðri, m.a. forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, og eiginkona hans. Fjöldi ræða var fluttur í tilefni dagsins og á meðal ræðumanna má nefna forsætisráðherra, bæjar- stjóra, Ingimund Sigurpálsson, Valdimar Indriðason, einn þingmanna Vesturlandskjördæm- is og Gunnlaug Haraldsson, safnvörð, en hann átti að öðrum ólöstuðum hvað stærstan þátt í því að hægt var að opna kútterinn formlega á þessum degi. Geysilega mikil vinna hefur verið innt af hendi við að gera kútter Sigurfara sem allra glæsi- legastan á undanförnum vikum og mánuðum og mátti nánast sjá breytingar í hverri viku. Akranes skákar Reykjavík með ódýrara matvöruverði Siðastliöiö haust sögðum ' ið frá þ\i að niatiörur á Akranesi \æru í'ið dýrari i Keykjasik. Blaðið Inggði upplýsingar sínar a i erðkimnun. sem það fram- ksæindi sjáll't, og \ar könnunin aðallega l'ramk\æmd \egna sierks orðroms um að matviiriir \æru mun ódýrari her en í Re\kja\ík. I'egar upp var stað- iö rejndist munurinn okkar kuiipmnnniim eilitið í ohag en \erð á matviirii var almennt mjög lágt Nú hefur dæmið hins \egar snúist við. í könnun, sem Verð- lagsráö gekkst fyrir eigi alls fyrir löngu, kom nefnilega í Ijós að matvörur á Akranesi voru ódýrari í Reykjavík en almennt oerist. Munurinn var hverfandi en okkar kaupmönnum í vil en engu að síður er fyllsta ástæða til þess að fagna þessu lága verði. í könnuninni, sein Verðlags- ráð gerði kom í ljós að matvörur á Vesturlandi og Reykjanesi voru 0.4% ódýrari en í Reykjavík. Dýrastar reyndust þær á Vestfjiirðum, þó ekki nema 3,8% fyrir ofan Reykjavíkurmeðaltafið. Drykkjarvörur voru ódýrastar í Reykjavík en síðan kom Reykjanes með 1% dýrara, þá Suðurland með 2,9% dýrara og þá Vesturland með 3,5% dýr- ara. í flokki hreinlætisvara var það Reykjanes sem var næst Reykjavík eða með sama verð. Norðurland var 0,8% hærra en aðrir landshlutar talsvert langt fyrir ofan. Snyrtivörur á Suður- landi komust næst verðlaginu í Reykjavík, voru aðeins 1,1% hærri. Reykjanes og Norður- land kom næst með 4,4 og 4,5% hærra verð. Þá er rétt að vekja athygli á stórglæsilegu blaði, sem kom út í tilefni sjómannadagsins, og var að mestum hluta helgað sögu kútters Sigurt'ara. Grein Gunn- laugs, safnvarðar, um sögu skips- ins er meistaralega skrifuð og verður með árunum engu minni safngripur en sjálft skipið. Vafi meö 16 Bæjarráð ákveður á fundi sín- um á morgun, fimmtudag, hvort 16 ára unglingar fá vinnu hjá Vinnuskólanum í Arnardal. Til stóð að ákvörðun yrði tekin af bæjarstjóra í gærmorgun en henni var frestað á meðan nýjar hug- myndir um verkefnaframboð og fjármögnun verða kannaðar. „Maóurvarbæóipabbi ogmmmáþessmtím“ -sjábk5__________ son, knattspymukappa -sjábls.6-7

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.