Skagablaðið


Skagablaðið - 05.06.1985, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 05.06.1985, Blaðsíða 4
„Mikil tilfinning og b áttuandi í nemendui ium“ - Skagablaöið ræðir við píanósnillinginn Martin Berkowsky og tvo þátttakendur á námskeiðinu, sem hann hélt í síðustu viku Síðastliðna viku var haldið píanónámskeið í Tónlistarskólanum hér á Akranesi. Leiðbeinandi á þessu námskeiði var píanósnillingurinn, Martin Berkowski, en það er ekki í fyrsta sinn sem Skagamenn njóta snilli hans, því Berkowski hélt hér tónleika síðastliðinn vetur á vegum Tónlistarfélagsins á Akranesi. Blaðamaður leit við i skólanum og átti stutt samtal við Berkowski. Hann sagði að forsaga þess að hann væri hér með þetta nám- skeið, væri að eftir tónleikana í vetur hafi hann og Jón Karl, skólastjóri,átt langt og ánægjulegt tal saman. Út frá því samtali var ákveðið að hann kæmi hér við tækifæri og héldi píanónámskeið fyrir nemendur skólans. Hingað væri hann því kominn. Á nám- skeiðinu kvað hann vera 11 nemendur, sem væru komnir allt frá 2. stigi til 7. stigs í píanónámi. Berkowski var mjög ánægður með árangurinn af námskeiðinu og kvað vera mikinn baráttuanda í nemendunum, þeir hafi náð að sýna mikla tilfinningu fyrir píanó- leik sínum. Tækni nemenda í leik sínum taldi Berkowski mjög góða. Aðspurður kvaðst Berkowski Berkowski leikur af innlifun á píanóið. Eins og fram hefur komið Varamaður Engilberts, áður er Engilbert Guðmunds- Ragnheiður Þorgrímsdóttir, son, bæjarfulltrúi Alþýð- hefur því tekið sæti hans í ubandalagsins, nú farinn til bæjarstjórn svo og sem áheym- starfa í Tanzaníu og situr ekki arfulltrúi í bæjarráði. Varamað- fleiri bæjarstjómarfundi þetta ur Ragnheiðar er Jóhann Ár- kjörtímabilið. sælsson. ekki hafa farið víða um land til þess að halda námskeið. Stutt námskeið hefði hann haldið í Reykjavík og á Akureyri, en að loknu námskeiðinu hér væri hann einmitt á leið til Akureyrar til að halda námskeið, en auk Akureyr- inga munu nemendur frá m.a. Dalvík og Húsavík vera með á því námskeiði. Slitrótt Blm. tók einnig tali 2 nemendur af þessu námskeiði og varð fyrst fyrir svöram Unnur H. Arnar- dóttir. Unnur kvaðst hafa byrjað að læra á píanó 8 ára gömul, en stundaði slitrótt tónlistarskóla í gegnum árin þar til hún fór í skólann hér nú í vetur, væri hún þess vegna óstaðsett í stigum. Aðspurð sagði Unnur að nám- skeiðið hafi verið alveg stórkost- legt. Væri vart hægt að lýsa því með orðum hvaða áhrif Berkow- ski hefði haft. Leiðbeiningar hans við píanóleik hafi haft áhrif bæði tæknilega séð og svo á andlegu hliðina, þar sem Berkowski hafi getað gert hlutina einstaklega skemmtilega og frjálslega fyrir nemendum. Taldi Unnur sig hafa lært mikið þessa daga, væri ekkert vafamál á að af þessari kennslu átti hún eftir að búa að. Sigurbjörg Þrastardóttir var einnig tekin tali. Sigurbjörg, sem er 11 ára gömul, byrjaði að læra á píanó aðeins 6 ára gömul og lauk 4. stigs prófi nú í vor. Var hún mjög ánægð með að hafa tekið þátt í þessu námskeiði og kvaðst hafa lært mikið. Hún sótti einkatíma og alia hóptímana hjá Berkowski. Ekki tafði blm. fleiri nemendur að sinni, en vonandi er, að við Skagamenn eigum eftir að heyra meira frá Martin Berkowski hér á Akranesi, þessa stórkostlega píanósnillings, sem fékk píanonemendur Tónlistar- skólans til að leika af fingrum fram í eina viku. Sigurbjörg Þrastardóttir. Unnur H. Anrardóttir. Þátttakendurnir á námskeiðinufylgjast spenntir með lœrimeistaranum. Umlingum héoan stendur til booa þátttaka í fimleikaviku Norræn fimleikahátíð verður haldin öðru sinni dagana 6. -13. júlí næstkomandi. Dagskrá há- tíðarinnar samanstendur af skemmtilegum sýningum, miklu úrvali af námskeiðum í nær öllum greinum fimleika. Þá verða einnig fluttir fyrirlestrar sem ætlaðir eru íþróttakennur- um, þjálfurum og öðrum leið- beinendum. AUs munu um 300 manns koma frá hinum Norður- löndunumá þessa hátíð. Já, en hvað kemur þetta okkur Skagamönnum við? Kynni einhver að spyrja. Málið er nefnilega það að fimleika- sinnuðum unglingum á Akra- nesi stendur til boða að taka þátt í þessari hátíð. Þátttöku- gjald fyrir þá sem eru 16 ára og yngri er kr. 1.500,- en fyrir þá sem lengra eru komnir kr. 1.900,-. Matur og gisting í 6 daga kostar kr. 1.700,- og er þá miðað við svefnpokapláss í skóla. Iðnskólinn í Reykjavík mun sjá þátttakendum fyrir morgun- hádegis- og kvöld- verði. Auk leiðbeinenda í fremstu röð frá Norðurlöndum koma þjálfarar frá Sovétríkjunum og Rúmeníu til þess að leiðbeina á námskeiðum en fimleikar standa hvergi framar en í þess- um tveimur löndum. Þeir, sem hafa áhuga á að vera með í þessari fimleikaviku ættu að hafa samband við FSÍ í síma 91-30280 á milli kl. 9 og 16 alla daga. 4

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.