Skagablaðið


Skagablaðið - 05.06.1985, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 05.06.1985, Blaðsíða 3
Hættu- legir dansar- arunnu Þeir stóðu heldur betur undir nafni dansararnir í dansflokkn- om „Hættulegir dansarar“ þeg- ar danskeppni, sem unglingar í bænum efndu til upp á eigin spýtur í fundarsal íþróttavaliar- hússins á fyrra föstudag. Dans- ararair í flokknum, sem voru fjórir talsins, gerðu sér nefni- lega lítið fyrir og báru sigur úr býtum í keppninni. í umrædd- um flokki voru stelpur, sem kallst Krissý, Gunnur, Baddý og Sigurbirna. Full nöfn né föðurnöfn höfum við ekki. Annað sætið í hópdans- keppninni hlaut flokkur, öllu heldur dúett, sem nefnir sig Glætumar. Skipuðu þær Ólof Una og Alda Þöll þann dúett. í þriðja sætinu varð annar dúett Finigal Crew, skipaður þeim Orra Harðarsyni og Gunnari Ársælssyni. Gunnar þessi sami Ársælsson hreppti síðan 3. verðlaun í ein- staklingskeppninni en annað sætið kom í hlut Helgu Viðars- dóttur. Yfirburðasigurvegari varð hinsvegarlndianaUnnars- dóttir. Fyrir fyrsta sætið voru veittir gullpeningar, en konfektkassar komu í hlut þeirra sem urðu í 2. og 3. sæti. Fyllsta ástæða er til að hæla þeim unglingum sem að þessari keppni stóðu fyrir frumkvæðið og víst er að uppákomur sem þessar lífga upp á líf ungling- anna í bænum. Góður sigur hjáHV Strákamir í HV unnu góðan sigur á Víkingi í Ólafsvík um helgina, 3:1. Það fór eins og við héldum, Elís Víglundsson lét ekki að sér hæða, frískur eftir þriggja leikja keppnisbann, og skoraði tvívegis. Guðni Þórðarson bætti því þriðja við. Þessi sigur ætti að verka hvetj- andi fyrir HV-strákana sem byrj- uðu afleitlega í fyrstu leikjum sínum — töpuðu þeim reyndar öllum. Næsti leikur HV er hér heima um helgina, þeir mæta þá Grindavík. Auglýsið í Skagablaðinu Dansflokkurinn, sem sigraði, Hættulegir dansarar. Flytur Knapp í Hótelið? —frábær árangur „eldri drengja" Skagamanna vekur heimsathygli eftir 5:1 sigur á Kaiserslautem Strákarnir í „eldri flokki drengja“, áttu ekki í neinum vandræðum með að leggja hina þýskn andstæðinga sína frá Kaiserslautern að velli er liðin mættust um síðustu helgi. Skagamenn nnnn auð- veldan sigur, 5:1, með mörkum þeirra Jóns Gunn- laugssonar, Matthíasar Hallgrímssonar, Björns Lárussonar og mark varðanna Einars Guðleifssonar og Davíðs Kristjánssonar. Mark Jóns þótti afar glæsilegt og mörk markvarð- anna voru bæði gerði úr vítaspyrnum. Báðar teknar með snilld, stöngin og inn! Gárungarnir segja nú, að Tony Knapp sé búinn að panta sér herbergi á Hótelinu í sumar og ætli sér að fylgjast með leikjum hinna síungu í sumar. Skagablaðið reyndi ítrekað að ná tali af Knapp til að fá þetta staðfest en án árangurs. VERSLUNIN portið Kirkjubraut 6, s. 2270 Full búð af nýjum sumarvörum THE KARATE KIP Sýnum þessa frábæru mynd annað kvöld, fimmtudagskvöld, kf. 21, föstudag fd. 21, sunnudag kf. 16 og 21 og mánudag kf. 21. Caf sýnd á sunnudag kl. 23. Úr blaðadómum um Karate Kld: „iH í verður ekkl neitað, að The Karate Kid er á köflum nokkuð spennandi og húmorinn er aldrei langt undan. Söguþræðinum fylgir að sjálfsögðu popptónlist, sem ekki skemmir skemmttmina íyrir áhorfend- um... The Karate Kid er ágætlega heppnuð skemmtimynd. Hún höfðar fyrst og fremst til ungu kynslóðarinnar. “ HK, DV. Mvnd iVrír alla f jölskvlduiia! 3

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.