Skagablaðið


Skagablaðið - 05.06.1985, Blaðsíða 10

Skagablaðið - 05.06.1985, Blaðsíða 10
Sjómanandagurinn á Akranesi; Frábærlega vel heppnuð hátíð Hátíðahöldin í tilefni sjó- manandagsins fóru fram með pomp og pragt síðastliðinn sunnudag og er það mál allra, sem fylgdust með þeim, að framkvæmd þeirra hafi verið með allra besta móti og dagur- inn fyrir vikið eftirminnilegri en um margra ára skeið. Formaður sjómannadagsráðs er Einar Vignir Einarsson og vildi hann koma á framfæri þökkum til allra þeirra, sem lögðu sitt af mörkum til þess að gera hátíða- höldin að því sem þau voru. í raun má segja, að hátíða- höldin hafi hafist á laugardag því þar hófst sundmót í tilefni dagsins. Að vanda var keppt í stakkasundi og bar Ingþór Sig- urðsson þar sigur úr býtum. I björgunarsundi reyndist Pétur Lárusson hlutskarpastur. Af- reksbikar kvenna vann Ragn- heiður Runólfsdóttir og kom fáum á óvart en í karlaflokki vann Hallgrímur Kvaran. Strax klukkan 9 á sunnudag var börnum boðið í sjóferð og reyndar voru margir foreldrar með í förinni. Geysilega góð þátttaka var í siglingunni og höfðu menn á orði að skipin fjögur, Skírnir, Bjarni Ólafs- son, Rauðsey og Sigurborgin, hefðu sjaldan verið betur mönnuð. Hátíðarmessa Eftir siglinguna var hátíðar- messa í Akraneskirkju, þar sem aldraðir sjómenn voru heiðrað- ir. Þeir, sem voru heiðraðir í ár voru Kristján Sigurðsson, Sig- urður Jónsson og Pálmi Sveins- son. Frá kirkjunni var farið í skrúðgöngu að Akratorgi og lagður blómsveigur að styttunni á torginu, sem reist var til minningar um drukknaða sjó- menn á sínum tíma. Rétt er að vekja á því athygli að bæjarbúar stóðu sig með sóma um helgina og létu blómsveiginn afskipta- lausan. Eftir hádegið hófst dagskráin að nýju með bægslagangi í höfn- inni. Var efnt til kappróðurs og koddaslags auk þess sem slysa- varnardeildin Hjálpin og Land- helgisgæslan sýndu björgun úr sjávarháska með þyrlu. Þótti sýningin takast með miklum ágætum. í kappróðri skipa vann áhöfn Bjarna Ólafssonar. Af landssveitunum varð kvenna- sveit Heimaskaga hlutskörpust en af karlasveitunum sigraði sveit Þorgeirs & Ellerts og náði langbesta tíma allra. í kodda- slagnum varði Viggó Einarsson titil sinn frá í fyrra með sóma. Hlaut hann bikar auk vinnings í neytendaumbúðum. Frá höfninni var gengið fylktu liði upp að byggðasafninu að Görðum, þar sem efnt var til sparkkeppni á milli yfirmanna og undirmanna á skipum. Ingi- mundur Sigurpálsson, bæjar- stjóri, íklæddur bol, þar sem á var letrað: Greiðið gjöldin, sá um dómgæsluna og mátti glöggt sjá í leiknum hverjir höfðu greitt og hverjir ekki. Þeir sem voru skuldlausir við bæinn, komust upp með alls kyns pretti ogbolabrögð. Undirmennunnu að endingu 6:2 — kannski að yfirmennirnir séu svona skuldugir? Reiptog Eftir sparkkeppnina var efnt til reiptogs og gekk mikið á. Áhöfn Akraborgar sigraði í flokki báta enda mannskapur- inn vel alinn og þungt í honum pundið. í keppni landkrabba sigraði kvennalið Heimaskaga í sínum flokki en karlarnir í Sementinu (A-lið) vann í sínum flokki. Gísli Einarsson hafði þá hafði þá bæst í hópinn en hann var fjarri góðu gamni í kappróðrinum. Hann gegndi hins vegar hlutverki kynnis við höfnina og stóð sig frábærlega þar ein og hans var von og vísa. Á sunnudagskvöldið var svo efnt til dansleiks í Hótelinu sem endranær og voru þar m.a. veitt verðlaun fyrir aflahæstu bátana. Haraldur Böðvarsson var afla- hæsti togarinn, Skírnir var afla- Það var hart barist í koddaslagnum. Sigurvegarinn, Viggó Einarsson, er hér um það bil að slá einn keppninaut sinn í sjóinn. hæsti báturinn en Bjarni Ólafs- son kom með mesta aflaverð- mætið að landi. Auk dansleiksins var efnt til tískusýningar, sem þótti frábær- lega vel heppnuð, og sýndur var breik-dans auk þess sem Halli og Laddi skemmtu. Var að vonum kátt í sjómönnum hljóð- ið er líða tók á kvöldið eftir sérdeilis vel heppnuð hátíða- höld dagsins. Gífurlegt fjölmenni nýtti sér bátsferðirnar að morgni sjómanansunnudagsins eins og sjá má. Allir um borð fengu kók og prins póló. Sigurlið Þ&E rœr af krafti eins og sjá má. Kvennasveit Heimaskaga stóð sig frábœrlega. Gísli Einarsson, kynnir dagsins, og Einar V. Einarsson, formað ur sjómanadagsráðs. Áhöfnin á Bjarna Ólafssyni, sem bar sigur úr Björgun af sjó. Þyrlan sveimaði fyrir ofan, en sést býtum í róðrarkeppni skipsáhafna. ekki á myndinni. 10

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.