Skagablaðið


Skagablaðið - 05.06.1985, Blaðsíða 12

Skagablaðið - 05.06.1985, Blaðsíða 12
Heiðraðir á sjómannadaginn Eins og venja ber til á sjómannasunnudaginn voru aldraðir sjómenn heiðraðir í Akraneskirkju í tilefni dagsins. Að þessu sinni voru það þeir Kristján Sigurðsson, Pálmi Sveinsson og Sigurður Jónsson. Þeir sjást í þessari röð frá vinstri á myndinni að ofan þeim til hvorrar hliðar eru séra Björn Jónsson, sóknarprestur, og Einar Vignir Einarsson, formaður sjómannadagsráðs. Lyf in í bátwv um freistuðu - innbrotafaraldur á Akranesi undanfarið Brotist var inn í tvö skip i Akraneshöfn í síðustu viku, farið í lyfjaskápana og greipar látnar sópa að sögn Viðars Stefánssonar, rannsóknarlögreglumanns. Lög- reglunni tókst að hafa hendur í hári hinna seku á iaugardag og reyndust tveir Skagamenn í sam- vinnu við utanbæjaraðila eiga sök á innbrotunum. Bátarnir sem um ræðir eru Rauðsey og Höfrungur. Að sögn Viðars liggur ekki ljóst fyrir hverju var nákvæmlega stolið úr skápnum en þó er vitað að ekki var morfín í þeim, hins vegar ýmsar gerðir af pillum og verkjalyfjum eins og gengur og gerist í slíkum skápum. Mikill innbrotafaraldur hefur gengið yfir bæinn á undanförnum mánuðum þótt ekki hafi það farið hátt. Viðar tjáði Skagablaðinu, að innbrotin væru af öllum mögu- legum toga en það merkilega væri, að hér virtist ekki um neinn hóp að ræða heldur væru nýir menn í hverju innbroti. Slíkt væri mjög óvanalegt í ekki stærra bæjarfélagi. Hvert fór at- vinnuleysið? Pað hefur vakið athygli hér í bænum hversu illa gengur að manna auglýstar stöður hjá hinu opinbera og reyndar víðar. Við sögðum frá erfiðleikum Vinnu- skólans við að fá fólk til starfa og nú höfum við frétt að stöður, sem auglýstar voru af hálfu HAB og bæjarins í sumar séu enn ófylltar. Hvað varð um atvinnuleysið? „Hreinsunardag* ur“ þann 15. júní Akveðið hefur verið að efna til sérstaks hreinsunardags hér á Akranesi þann 15. júní næstkom- andi, sem er Iaugardagur, og er mælst til þess að bæjarbúar sinni kallinu um að snyrta lóðir sínar og næsta nágrenni svo og hús sín Akraborgin afstaðáný Akraborgin hóf í morgur reglubundnar ferðir að nýju eft- ir að hafá farið i klössun á þriðjudag í síðustu viku. Vonir stóðu til að hún gæti hafið síglingar í gærdag en ekki tókst að ljúka endanlegum viðgerð- um fyrir þann tíma. Vafalítið verða márgir fegnir því að skip- ið er byrjað að sigla á ný. svo mikílvægur hlekkur er það t samgöngum við bæinn. umræddan dag. Það er Vinnu- skólinn í Arnardal sem á frum- kvæðið að þessum sérstaka degi en nýverið var farið í hreinsunarher- ferð í Reykjavík með borgarstjór- ann, Davíð Oddsson, í broddi fylkingar. Þennan umrædda dag mun bær- inn leggja til bæði dráttarvélar og vörubíl til þess að sækja rusl til fólks og getur fólk hringt til skólans og haft samband umrædd- an dag og óskað eftir aðstoð. Ruslapokar verða látnir í té endurgjaldslaust og hugmyndin er að bærinn verði allur hreinn og skínandi fagur (enn fegurri en nú væri kannski nær að segja) fyrir sjálfan þjóðhátíðardaginn, sem er tveimur dögum síðar. Skagablaðið fagnar þessu góða framtaki og vonast til þess að bæjarbúar láti nú hendur standa fram úr ermum við hreinsun og málun þennan dag. Við skýrum nánar frá þessu í næsta blaði. FA brautskráði 52 Fimmtíu og tveir nemendur voru brautskráðir frá Fjölbrauta- skóla Akraness er skólaslit fóru fram síðastliðinn laugardag, þar af þrír úr öldungadeild. Þetta voru 8. skólaslit í sögu FA. Við skólaslitin voru nemendum veittar viðurkenningar fyrir náms- árangur en nánari frásögn af skólaslitunum sem og myndir af athöfninni verða að bíða næsta blaðs. Fjölmenni var við setningu Vinnuskólans. Vinnuskólinn í Anv ardal formlega settur Vinnuskólinn á Arnardal var formlega settur í Fjölbrautaskólanum á mánudagskvöld að viðstöddu fjölmenni. Mátti sjá þar samankomna unglingana, sem koma til með að vinna þar í sumar, svo og foreldra þeirra og starfsfólk skólans. Elís Þór Sigurðsson, æskulýðsfulltrúi og forstöðumaður skólans, kynnti starfsfólk hans og rakti fyrir gestum rekstrarfyrirkomulag skólans ásamt fleiru. Elís Þór tjáði Skagablaðinu að áætluð heildarvelta skólans hljóðaði upp á 5,2 milljónir í sumar og er þar um 40% aukningu að ræða frá í fyrra. Starfsemi skólans hefur vakið mikla athygli og í fyrra kom 40% tekna hans frá einstaklingum og fyrirtækjum í bænum. Sá skólinn um að hirða 120 einbýlishúsalóðir auk 12 af 17 fjölbýlishúsalóðum bæjarins. Elís Þór Sigurðsson, forstöðu- maður skólans, í rœðustól.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.