Skagablaðið


Skagablaðið - 05.06.1985, Blaðsíða 6

Skagablaðið - 05.06.1985, Blaðsíða 6
Húsmót hjá Leyni um helgina: Bjöm H. vann yfirburðasigur Björn H. Björnsson og Jóhann- es Armannsson báru um helgina sigur úr býtum í Húsmótinu svo- nefnda hjá Golfklúbbnum Leyni en leiknar voru 18 holur með svokölluðu Stableford-fyrir- komulagi en slík mót eru punkta- mót. Slæm byrjun Yngri flokkarnir fóru illa af stað í íslandsmótinu í síðustu viku. Þriðji flokkur tapaði hér heima, 1:2, fyrir Fylki þar sem Theódór Hervarsson skoraði eina markið og 4. flokkur steinlá svo fyrir Stjörnunni, 0:4. f fyrrakvöld tapaði 2. flokkur svo 1:2 fyrir Stjörnunni í Faxaflóamótinu, Jó- hannes Guðlaugsson skoraði eina markið. Björn H. sigraði í keppninni án forgjafar, hlaut 29 punkta og varð langfyrstur. f 2. og 3. sæti urðu þeir Ævar Sigurðsson og Reynir Þorsteinsson með 21 punkt hvor um sig. I keppninni með forgjöf sigraði ungur piltur, Jóhannes Ármanns- son. Hlaut hann 44 punkta en þar var mun mjórra á mununum í efstu sætum en í hinum flokknum. Þorsteinn Ingason hreppti annað sætið með 43 punkta en þriðji varð hinn gamli — en þó síungi — Þorsteinn Þorvaldsson með 37 punkta. Næsta mót hjá Leynismönnum er um helgina og er þar um að ræða parakeppni. Slík mót eru vinsæl og er miðað við að pörin séu ýmist hjón, kærustupar (?!) eða þá jafnvel feðgin eða mæðgin. Parakeppnin hefst á laugardag. Jóhannes Armannsson, sigurvegari með forgjöf. „Eg fæ algera útrás þegar ég leik með íslenska landsliðinu“ — segir Pétur Pétursson, knattspymukappi, í viðtali við Skagablaðið og saknar þess að fá ekki að leika stöðu miðherja með félagi sínu í Hollandi Landsleikur Islendinga og Skota í síðustu viku er landsmönnum öllum, þar með talið Skagamönnum, vafalítið enn í fersku minni. Akurnesingar áttu aðeins einn mann í landsliðinu að þessu sinni en auk Árna Sveinssonar voru í liðinu þrír „útlenskir“ Skagamenn, þeir Pétur Pétursson, Sigurður Jónsson og Teitur Þórðarson. Allir stóðu þeir sig með mikilli prýði þótt óneitanlega skyggði vítaspyrnan, sem Teitur lét verja frá sér, og meiðslin hjá Sigurði á allt saman. Teitur er farinn aftur til Sviss en þeir Siggi Jóns og Pétur eru enn hér á landinu. Skagablaðið sveif á Pétur á mánudag og rakti úr honum garnirnar. Hann var fyrst spurður að því hvemig á því stæði að hann „brilleraði“ alltaf hér heima með landsliðinu en ætti síðan í erfiðleikum með að festa sig í sessi hjá félagi sínu, Feyenoord, úti í Hollandi. „Ég held að skýringin á þessu Feyenoord, gamla félaginu í Hol- sé ofureinföld,“ sagði Pétur hinn rólegasti en þó ákveðinn. „Málið er bara það, að ég hef aldrei fengið að leika mína einu réttu stöðu, miðherja, allt frá því ég lenti fyrst í meiðslunum hjá Fey- enoord 1980. Það eru að verða liðin 5 ár, sem ég hef verið að þvælast á miðjunni ellegar þá á vinstri kantinum, þar sem ég finn mig alls ekki. Þegar ég hef leikið með landsliðinu hef ég alltaf feng- ið að leika þessa stöðu, sem ég þekki best, og í landsleikjunum hef ég fengið algera útrás og gefið allt sem ég hef átt. Mér finnst það líka mikill heiður að leika fýrir íslands hönd og hef alltaf litið þannig á málið.“ Osanngirni — Hvað finnst þér um þá gagn- rýni, sem verið hefur á Tony Knapp sem þjálfara? „Mér finnst hún að mjög miklu leyti ósanngjörn. Knapp hefur reyndar alltaf farið sínar eigin leiðir og er óhræddur við það en það vill alveg gleymast í öllum látunum að hann er að fórna starfi sínu í Noregi fyrir íslenska lands- liðið. Landsliðið er honum bara svo mikils virði að hann er reiðu- búinn að færa fómir til þess að stjórna því. Ég fer ekki ofan af því að Knapp er frábær þjálfari og það lag sem hann hefur á því að „peppa“ leikmenn upp fyrir leiki er einstakt. Eftir að hafa hlustað á fyrirlestra hans í 2-3 daga eru allir í liðinu orðnir sannfærðir um að þeir séu þeir bestu í heiminum — ekkert minna. Fyrir vikið fer liðið uppfullt sjálfstrausts inn á völlinn. Það held ég að hafi komið mjög vel í Ijós í leiknum gegn Skotlandi þótt úrslitin hafi verið í hróplegu ósamræmi við gang hans. Sjálfur hef ég ekkert annað en gott um Knapp að segja. Hann er oft mjög strangur og lætur mann heyra það óþvegið en hann getur líka verið mjög góður félagi þegar svo ber undir. Fyrir vikið nýtur hann virðingar á meðal landsliðsmanna. Það er nokkuð sem skiptir sköpum fyrir undir- búning leikja.“ — Svo við víkjum aftur að sjálfum þér og veru þinni hjá landi, hvernig hefur gengið í vetur? „Það hefur verið svona upp og ofan. Ég lenti í slæmum meiðslum eftir leikinn gegn Wales ytra og var eiginlega frá í hálfan fjórða mánuð og þá upphófst barátta fyrir því að komast í liðið. Það kostaði mikil átök og læti en ég lék alla leikina með liðinu síðustu tvo mánuði keppnistímabilsins, að þeim síðasta undanskildum. Ég fékk frí í honum.“ Átök — Þú segir að þetta hafi hafst með látum, gekk eitthvað mikið á? „Já, við lentum í smáútistöð- um, ég ogþjálfarinn. Égfékk loks tækifæri til að koma inn á í leik eftir meiðslin og lék þá bara í 10 mínútur. Tókst þó að skora eitt mark og lagði annað upp fyrir Simon Tahamta. Fyrir vikið átti ég von á að fá að byrja inn á í næsta leik en það var nú ekki svo. Það kom mér kannski ekki svo mikið á óvart en það lyftist á mér brúnin þegar þjálfarinn sagði mér að fara að hita upp. Ég hitaði svo og hitaði en ekkert gekk. Þegar ég var svo búinn að hita upp í hálftíma og ekki nema tæpar tíu mínútur eftir af leiknum skipti þjálfarinn öðrum varamanni inn á. Þá var mér nóg boðið, gekk að varamannabekknum, fór úr skyrt- unni og grýtti henni í þjálfarann fyrir framan alla áhorfendur með þeim orðum, að svona fram komu þýddi ekki að bjóða mér.“ — Hver urðu eftirköst þessa? „Þau urðu ekki önnur en þau, að ég var settur beint inn í liðið næst.“ — Menn hafa það oft á tilfinn- ingunni, að þú sért kjaftforari en almennt gerist um fótboltamenn og eigir þar af Ieiðandi oftar í útistöðum við þjálfara, er það kannski rétt? „Nei, það er af og frá að ég sé kjaftforari, en ég er alveg óhrædd- ur við að láta skoðun mína í ljósi, það er að mínu viti allt annars eðlis. Ég læt ekki troða á mér því það er ákveðin tilhneiging til slíks í garð útlendinga á meðal þjálf- ara, bæði í Belgíu og Hollandi." Blindur á báðum — Geturðu nefnt einhver dæmi slíks? „Ja, ég man í fljótu bragði eftir því eitt sinn er þjálfarinn var að finna að því hversu lítið ég tæki á á æfingu. Það voru ásakanir alveg út í hött því ég legg mig alltaf allan fram á æfingum nema meiðsli komi í veg fyrir slíkt. Þegar þjálfarinn benti mér á að taka betur á en ég hefði gert því ég væri svo latur benti ég honum ákveðið á að hann hlyti að vera bróðir Stevie Wonder, þ.e. blind- ur á báðum augum. Stundum hef ég verið sektaður fyrir að segja mína skoðun á hlutunum en í þessu tilviki var ekkert gert því þjálfarinn vissi jafn vel og ég, að aðfinnslur hans voru óréttmæt- — Þú hefur verið á leigusamn- ingi hjá Feyenoord, ertu enn samningsbundinn Antwerpen? „Já, því er nú verr og það sem er enn verra er að félagið er ekkert á þeim buxunum að láta mig fara. Ég hef mikinn áhuga á að komast eitthvað annað en þau mál skýrast ekki fyrr en eftir nokkrar vikur. Það er félag, sem er með mig í sigtinu, sem ég vonast til þess að falist eftir mér. Þjálfari þess var áður hjá Ant- werpen en fór þaðan til Ander- lecht í einhverju fússi en er nú kominn til annars liðs, utan Hol- lands og Belgíu, sem ég vil ekki nefna að svo stöddu. Ég veit það fyrir víst, að forráðamenn Ant- werpen bera svipaðan hug til hans og mín og ef þeir fréttu af því að hann vildi fá mig til félags síns gerðu þeir eflaust allt til þess að koma í veg fyrir það. Þetta skýrist þó vonandi allt saman.“ — Hvað hefur komið í veg fyrir að þú yfirgefir Antwerpen? „Fyrst og fremst sú staðreynd, að félagið hefur sett það hátt verð á mig að félög ýmist vilja ekki eða geta ekki greitt það sem upp er sett þrátt fyrir mikinn áhuga.“ — Hvað ætlarðu að gera ef þú kemst ekki frá Antwerpen? „Þá, kem ég heim og það vita þeir mætavel." Takmörk — Hefur þetta ekki heyrst áður? „Jú, jú, mikil ósköp en það eru takmörk fyrir því hvað maður lætur bjóða sér. Ég hef verið í þessari stöðu upp á hvert einasta ár frá 1981 og finnst sannast sagna kominn tími til þess að málin komist í fastari farveg. Ég veit að Arie Haan, sem nú er orðinn þjálfari hjá Antwerpen, vill fá mig þangað aftur en mig dreymir ekki um annað en að fá að leika mína gömlu góðu stöðu hjá ein- hverju félagi, sem hefur áhuga á að nýta sér krafta mína á þann hátt.“ — Heldurðu virkilega að þú værir reiðubúinn til að koma heim og leika með Skagamönnum á ný ef til þess kæmi? „Ég er ekki lengur í neinum vafa um það. Fyrst eftir að ég fór út var ég sannfærður um að ég myndi setjast þar að eftir að ferli mínum lyki í knattspyrnunni en ég hef alveg skipt um skoðun í þeim efnum. Ég hef alltaf saknað fjölskyldunnar og allra minna vina og kunningja, sem búa hér á Akranesi, þannig að það eitt væri í sjálfu sér næg ástæða til að snúa aftur. Svo væri bara að sjá hvort Söguleg ferð drengjalandsliðsins til Ungverjalands: „Misreiknuðum styrk liðanna svo rosalega" Drengjalandsliðið í knatt- spyrnu, skipað leikmönnum 14 - 16 ára, kom fyrir nokkrum dögum heim frá Ungverjalandi, þar sem liðið tók þátt í úrslitum Evrópu- keppni landsliða á þessum aldri. Fjórir Skagamenn voru í lands- liðshópnum og fyrirfram var búist við góðum árangri liðsins - menn gældu meira að segja við þá hug- mynd að liðið kæmist áfram i undanúrslitin -ekki síst í Ijósi hins góða árangurs gegn Dönum í undankeppninni í fyrra. Allar vonir um góðan árangur snerust upp í algera martröð. Liðið tapaði öllum leikjunum í sínum riðli, skoraði ekki mark en fékk hins vegar á sig 10. Skagablaðið ræddi í vikunni við Alexander Högna- son, en hann lék einn Skagamann- anna alla leikina, og spurði hann út í hvað hann hefði valið þessum slaka árangri. „Málið var einfaldlega það, að við misreiknuðum bara styrk lið- anna svo rosalega. Við héldum áður en við fórum út, að við myndum vera líkamlega sterkari en þessi lið en það var nú eitthvað annað. Þau voru að auki með miklu fljótari menn en við en hins vegar voru þeir ekkert leiknari en við. Fyrirfram álitum við að Skotarnir yrðu erfiðustu and- stæðingarnir. Þeir höfðu leikið við Finna í undankeppninni, unn- ið þá 4 : 0 heima en tapað 1 : 3 úti.“ Ef við hefðum ... — Reyndist sú ályktun röng? „Já, heldur betur. Við héldum að með því að vinna kannski Skotana ættum við möguleika á að komast áfram en það var nú aldeilis ekki. Reyndar áttum við ágæta möguleika gegn Skotunum, áttum m.a. skot í þverslá í upphafi leiksins, en þar með datt botninn úr leiknum hjá okkur. Hefðum við skorað hcfði útkoman kannski orðið önnur, cn það má alltat beita ef-inu stóra. Við töpuðum 0 : 2 á endanum. í hinum leikjunum báðum, gcgn Frökkum og Grikkjum. fcngum við cnn vcrri skcll, töpuðum báðum 0: 4. Rcyndar l'órum við hroðalcga mcð góð færi í upphafi lciksins gcgn Frökkum cn svo skoruðu þcir og þá var allt lolt úr okkur. Svipað var uppi á tcningnum gcgn Grikkjum cn þeir voru mjög stcrkir. Komust t.d. alla lcið íúr- slitin cn töpuðu þar 0 : 4 fyrir Sovctmönnum." -Hvcrnig var mataræðið þarna? „Minnstu ckki á það, maður. Þcgar ég sá matinn fyrsta daginn varð mér hugsað til þess hvernig við yrðum útlits þegar við kæmum heim - ekkert nema beinin. Kjötið var af mjög skornum skammti en nóg af alls kyns meðlæti hins vegar, t.d. hrísgrjónum. Annars fór maturinn batnandi með hverj- um deginum en gosdrykkirnir þarna voru nánast ódrekkandi. Það var endrum og sinnum að við komumst í kók. Afskaplega lítið spennandi að dveljast þarna,“ sagði Alexander. -SSv. Pétur ógnar við mark andstæðinganna á gullskeiði sínu með Feyen- oord. maður kæmist í Akranesliðið.“ — Hefurðu búið í eigin húsnæði í Rotterdam? „Nei, ég hef bara verið í leiguíbúð, það er mér alveg nóg. Það er líka minna að þrífa ef íbúðin er minni. Ég leigði Simon Tahamata húsið sem ég á skammt fyrir utan Rotterdam í 3 ár.“ — Býrðu þarna einn? „Já, ég hef gert það og kann bara vel við það.“ — Þú ert ekkert á biðilsbuxun- um á ný? „Nei, ég held ég sé ekki á því að ganga í hjónaband aftur. Þó ég hafi skilið við Petu, konuna mína, er samband okkar mjög gott og við er um ákaflega góðir vinir og það er mér mikils virði.“ Tónlist — Hvað gerirðu í tómstundum þínum þarna úti þegar þú ert ekki með neina fjölskyldu? „Ég hlusta geysilega mikið á tónlist og fer á alla tónleika sem ég mögulega get. Undanfarin misseri hef ég séð Frank Zappa, Lou Reed, U2, Mike Oldfield, Tinu Turner, Frankie goes to Hollywood, UB40, Phil Collins, Spandau Ballet og fleiri og fleiri. Tónleikarnir með Tinu Turner svo og U2 voru frábærir og Oldfi- eld var einnig mjög góður. Spand- au Ballet ollu mér hins vegar gífurlegum vonbrigðum. Ég hafði heyrt í þeim á plötu og líkað vel en þessir menn kunna bara ekkert að spila þegar komið er á svið. Ég set ekki plötu með þeim á fóninn aftur.“ — Hvað verðurðu lengi hérna heima? „Ég ætla að vera hérna fram að landsleiknum við Spánverja þann 12. en síðan fer ég út til þess að sjá tónleika með Bruce Spring- steen. Ég hlakka mikið til þess að sjá kappann, hef reyndar séð hann á tónleikum áður og líkaði mjög vel. Eftir það fer ég svo í 2 vikur til Ibiza en síðan býst ég við að fari að styttast í að æfingar hefjast að nýju.“ — S5v. Alexander Högnason ræðir við Skagablaðið. 6 7

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.