Skagablaðið


Skagablaðið - 05.06.1985, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 05.06.1985, Blaðsíða 2
Skagablaðið Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson Ljósmyndir: Árni S. Arnason Auglýsingar: Steinunn Árnadóttir (heimasími 2955) Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent Útlit: Sigurður Sverrisson Ritstjórnarskrifstofa Skagablaðsins er að Suðurgötu 16 og er opin sem hér segir: mánudaga frá kl. 14.30-22, þriðjudaga frá kl. 10-17, alla aðra virka dagafrá kl. 17-19. Móttaka auglýsingaog áskrifta er á sömu tímum. Síminn er 2261 eða 1397. Sláið á þráðinn, lítið inn eða sendið okkur línu í pósthólf 170. “ E EIS □ 0 O 03 [1 [D S] 1] □]'" Bjami Ól. með dýrmælan rækju- farm að landi Gefa út veggspjald af meisturumSkagamanna Knattspyrnuráð hefur látið prenta veggmynd af íslands- og bikarmeisturum Akraness í knattspyrnu í fyrra. Um er að ræða litmynd tekna af Ólafi Árnasyni, ljósmyndara, í stærðinni 40x29 sm. Myndin er prentuð á þykkan pappír og e rhægt að fá hana keypta fyrir 200 krónur í Bókaverslun Andrésar Níelssonar og hjá Innrömmun Karls á Skólabrautinni. Auglýsið í Skagablaðinu Dagbókin Sjúkrahúsid: Heimsóknartími frá ki. 15.30-16.00 og svo aftur frá kl. 19.00- 19.30. Síminn á sjúkrahúsinu er 23»] 1. Heilsugæslustöðin: Upplýsingar um stofuviðtöl og læknavakt í síma 2311 frá kl. 8-20. Uppl. um læknavakt í símsvara 2358 á öðrum tímum. Bókasafnið: Safnið er opið sem hér segir: mánudaga 16-21, þriðjudaga og miðvikudaga 15-19, fimmtudaga 16-21 og föstudaga 15-19. Útlánatími er 20 dagar, dagscktir 50 aurar á bók. Slökkviliðið: Síminn á slökkvistöðinni er 2222. Lögregla: Símar 1166, 2266 og 1977. Sjúkrabíll: Símar 1166, 2266. Byggðasafnið: Sýningartími er frá kl. ll-12.og 14-17 alla virka daga frá maí og fram í ágúst. Frá september og fram í apríl er safnið opið gestum frá ki. 14-16 virka daga. Sundlaugin: Opið er mánudaga-mið- vikudaga sem hér segir: 7-8.45, 17- 18.30 og 20-21.15, fimmtudaga 7-8.45, 17-18.30, 20-21 og 21-21.45 (fyrir konur), föstudaga 7-8.45, 17-18.30 og 20-21.15. Á laugardögum er opið frá 10-11.45 og 13.15-15.45 og á sunnu- dögum frá 10-11.45. Al-Anon: Félagsskapur fyrir aðstand- endur drykkjufólks. Fundir alla mánu- daga kl. 21 að Suðurgötu 102. Bahá’í-trúin: Opið hús að Dalbraut 49, alla fimmtudaga kl. 20.30. „Topp-10“ videó VHS-videóleigan Háholti 9 1. (1) ReturntoEdenl-III 2. (3) Trading places 3. (-) Stríðsvindar 4. (-) Dollmaker 5. (-) Widows I-II 6. (5) Juggernaut 7. (6) Mr. Majestyk 8. (-) Apocalypse now 9. (2) Chiefs I II 10. (-) Strumparnir I-VIII Skagavideó 1. (-) Police academy 2. (-) Return to Eden I-III 3. (-) Apocalypse now 4. (-) Against all odds 5. (5) Englaryk 6. (6) Trading places 7. (-) Killjoy 8. (-) Unicommon valour 9. (10) Right stuff 10. (4) Sek eða saklaus Allir togararnir komu inn til löndunar í síðustu viku. Skipaskagi kom á mánudag til hafnar en festing í togblökk hafði gefið sig. Hann landaði 20 lestum af þorski. Haraldur Böðvarsson landaði á miðvikudag 120 lestum sem var að mestu leyti ufsi. Pennan sama dag kom Bjarni Ólafsson úr sinni annarri rækjuveiðiferð. Afli hans var um 20 lestir og var nærri eingöngu stór rækja, sem fer því í hæsta verðflokk og mun verðmæti aflans því vera síst minna en í ferðinni á undan þótt aflinn væri nú nær helmingi minni. Höfðavíkin kom á föstudaginn með um 70 lestir og var það mestmegnis ufsi. Krossvíkin kom inn til löndunar á sunnudaginn og var hún með um 120 lestir, sem var aðallega þorskur. Hvorki Haraldur Böðvarsson né Höfðavíkin fóru út á ný fyrr en sl. mánudag. Flutningaskipið Svanur losaði á föstudaginn í síðustu viku 1300 lestir af gifsi til Sementsverksmiðjunnar. Sama dag lagði Rauðsey inn í Hvalfjörð til að leggja út fastsetningarsteina fyrir laxeldiskví- ar, sem hið nýstofnaða laxeldisfélag ætlar að koma fyrir þarna innfrá næstu dagana. f síðustu viku var tekin í notkun flotbryggja fyrir smábátana og hafa nú allir bátar, sem lágu að vestanverðu við Akraborgar- bryggjuna, verið fluttir að hinni nýju bryggju. Akraborgin hóf í gærdag reglubundnar siglingar á ný eftir að hafa verið í „skveringu,, í vikutíma. Mjög erum við Skagamenn háðir ferðum skipsins, sem finnst best þegar ferðir falla niður eins og verið hefur undanfarna daga. Hreinsunarvika 8.-15. júní Ákvedid er að efna til sérstakrar hreinsunarviku dagana 8.-15. júní. Eru umráðamenn lóða hvattir til þess að taka til hendi og taka ærlega til á lóðum sínum þessa viku. Laugardaginn 15. júní mun vinnu- skólinn ásamt starfsmönnum bæjar- ins fjarlægja rusl sem sett hefur verið til hliðar, lóðareigendum að kostnaðarlausu. Síminn hjá Vinnuskólanum í Arnar- dal er2785 og í áhaldahúsi bæjarins 1945. Gerum sameiginlegt átak í snyrtingu bæjarins. Bæjarstjóri. Spuming yikunnar — Heldurðu að Skaga- mönnum takist að halda báðum titlunum sínum í knattspyrnu? Jeff Graham, frá IHinois: — Að sjálfsögðu gera þeir það. Rúnar Pétursson: — Ég ætla að vona það, eða í það minnsta annan bikarinn. Jóhann Jóhannsson: — Ekki spyrja mig um það, en við skulum vona það tengdasonar míns vegna. Hann er í liðinu. Friðþjófur Árnason. — Nei, ég held varla. Kannski þeir haldi öðrum. Þeir eru búnir að halda báðum í tvö ár, ha? 2

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.