Skagablaðið


Skagablaðið - 10.07.1985, Blaðsíða 11

Skagablaðið - 10.07.1985, Blaðsíða 11
Fréttatilkynning frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda: „Allar líkur til að bensín verð lækki í september nk. 'S GíREIN UK/tlMINJf , Æ.- ■-?5, „Talið er að bensínverð haldi áfram að lækka til ársloka og útlit er fyrir að gengi dollars muni ekki breytast verulega á þessu ári. Standist þessar forsendur eru allar líkur til að bensínverð hér á Iandi muni lækka í september næst- komandi.“ Ótrúlegt en satt, en svo segir í fréttatilkynningu, sem Skaga- blaðinu hefur borist frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. FIB. Hvort verðið lækkar svo þrátt fyrir framangreindar forsendur er svo eflaust undir hælinn lagt - það hefur margsannast. í fréttatilkynningu FÍB er bent á nokkur lykilatriði í þróun ben- sínverðs hér á landi og víst er, að mörg eru þau ekki beint uppörv- andi eða til þess að styrkja trú almennings á stjórnvöld í landinu. Við síðustu hækkun bensíns, sem var hvorki meira né minna en kr. 4,70 á lítra, lækkaði hlutfall af verðinu til vegamála úr 23,6% í 21,7%. Þá bendir FÍB á þá stað- reynd, að hækkun á álagningu olíufélaganna hefur numið 25% á síðstu 12 mánuðum. Loks er bent á að bensínverð hér sé hærra en annars staðar í Evrópu og muni þar 20-40%. í útvarpsþætti fyrir nokkru gat Jónas Bjarnason, framkvæmda- stjóri FÍB, þess að sú hugmynd hefði oftlega skotið upp kollinum, að FÍB stæði sjálft fyrir innkaup- um á bensíni og seldi félagsmönn- um og öðrum. Þannig kæmist kannski fyrst fyrir alvöru einhver samkeppni í bensínsöluna. Nú- verandi lög kveða svo á um að samkeppnisgrundvöllur olíufé- „Topp-10“ ‘•laf VHS-videoleigan Háholti 9 1. (1) Lace II 2. (2) Romancingthestone 3. (5) Nýttlíf 4. (3) Widows I-II 5. (-) Up the creek 6. (6) Play Misty for me 7. (7) Two mules for sister Sara 8. (8) Airport ’69 9. (4) Trading places 10.(9) Killer Skaga-video 1. (1) Police academy 2. (2) Return to Eden I-III 3. (-) Wild heart 4. (3) Richie 5. (-) The big switch 6. (4) Bad Ronald 7. (-) Good times 8. (5) Apocalypse now 9. (6) American drive in 10.(7) Hlébarðadrengurinn laganna skuli vera hinn sami. Til hvers þrjú olíufélög spyrja allir þegar ekkert þeirra getur boðið vöruna ódýrar en hitt? Vægast saet kyndugir verslunarhættir, svo ekki sé nú dýpra í árinni tekið. Með breyttum lögum mætti um leið breyta verslunarháttunum og þá kæmi nú annað hljóð í strokkinn. Bensíndropinn hœkkar stöðugt. Ritstjórar og útgefendur blaðsins A grænni grein. F. r. Pétur Jónsson, Steinþór Einarsson og Magnús Jónasson. Nýtt tímarit um garðyrkju Nýtt tímarit um garðyrkju leit dagsins Ijós í síðustu viku og ber það nafnið Á grænni grein. Útgefandi blaðsins er útgáfufélagið Þríblað en eigendur þess eru þeir Pétur Jónsson, Steinþór Einarsson og Magnús Jónasson. Þetta fyrsta tölublað þeirra félaga er hið snotrasta í öllum frágangi og efnið sérlega fróðlegt og ætti aldeilis að höfða til Skagamanna, sem farið hafa hamförum f garðræktinni í vor og sumar. Á grænni grein fæst í bókaverslunum og kostar aðeins kr. 110.- hvert tölublað. Við skorum á alla garðunnendur að kíkja á þetta rit því það er skrifað af fagmönnum, sem eru flestir í fremstu röð á sínu sviði hérlendis. Meistaraflokksmenn ganga í hús og selja „Skagamenn skoruðu mörkin" Bæjarbúar fá góða gesti í heim- sókn eftir kl. 20.30 annað kvöld, fímmtudagskvöld, þegar meist- araflokksmenn í knattspyrnu sem og eiginkonur þeirra, knattspyrnu- ráðsmenn og þeirra ektakvinnur ganga í hús og bjóða bæjarbúum áskrift að síðara bindi sögu knatt- spyrnunnar á Akranesi, þ.e. Skagamenn skoruðu mörkin. Síðara bindi bókarinnar er væntanlegt í október og verður fólki boðin áskrift á kr. 1.200,-. Tekið er skýrt fram, að verð bókarinnar mun ekki hækka til áskrifenda þótt vinnslukostnaður kunni að fara fram úr áætlun. Við þetta sama tækifæri annað kvöld verður fyrra bindi sögunnar, sem kom út í fyrrahaust, boðið til sölu á kr. 800,-. Vilji menn kaupa bæði bindin í einu kosta þau kr. 1.800,-. Sumsé kostakjör. Knattspyrnumennirnir, ráðs- menn og konur þeirra munu kemba bæinn samkvæmt fyrir- fram ákveðinni hverfaskipan og ætti engin íbúð að verða útundan í þessari yfirreið. Fari svo ótrúlega, að einhver fái ekki heimsókn frá þessum geðþekka hópi en hafi áhuga á að gerast áskrifandi er bara að slá á þráðinn til Harðar Jóhannessonar (þess sama og er svo iðinn við kolann í marka- skoruninni í 1. deildinni, sei sei já) í síma 2970 á skrifstofutíma eða 2479 á öðrum tíma sólar- hrings. Þó helst ekki á milli mið- nættis og 7 á morgnanna. Þetta síðara bindi, sem verið er að bjóða áskrift að á morgun, fjallar um „síðara gullskeiðið“ í knattspyrnunni á Akranesi, þ.e. árin 1970-1985. í bókinni er gang- ur mála rakinn á þessu tímabili en í henni er einnig að finna fjölda- mörg viðtöl við leikmenn sem þótt hafa skara fram úr, þ.á.m. alla atvinnumenn Skagamanna og fjölmarga fleiri. Gífurlegur fjöldi fágætra mynda er í bókinni, sem ætti sannarlega að vera hvalreki á fjörur knattspyrnuunnenda engu síður en fyrra bindið. Tilboö - tilboö! Þar sem verslun okkar hættir þann 1. ágúst veitum við 30% afslátt af öllum vörum nema rafmagnsvörum, hreinlætis- tækjum, ömmustöngum og gardínubrautum, þar sem við veitum 15% afslátt. Tilboð okkar stendur fram til 26. júlí eða á meðan birgðir endast. Einstakt tækifæri til að gera góð kaup! SIGURJÓN & ÞORBERGUR Byggingavörudeild, ÞJÓÐBRAUT 13, AKRANESI, S. 2722 11

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.