Skagablaðið


Skagablaðið - 15.08.1985, Blaðsíða 9

Skagablaðið - 15.08.1985, Blaðsíða 9
Sögulegt tap Skagamanna gegn KR-ingum Tap Skagamanna fyrir KR í 1. deildinni í knattspyrnu sl. laugar- dag var merkilegt fyrir margra hluta sakir. Tapið kann að reynast Skagamönnum dýrkeypt í hinni hörðu toppbaráttu deildarinnar en sigurinn KR-ingum að sama skapi dýrmætur. Enn virðist ekki séð fyrir endann á baráttu þeirra Vesturbæinga í „Jónsleiknum“ fræga og verður það mál eflaust ekki gert endanlega upp fyrr en í haust. Svo aftur sé vikið að leik í A og KR var hann fyrir þær sakir að þetta var fyrsti sigur KR-inga hér á Akranesi í 1. deildinni frá árinu 1967! Já, KR hafði ekki unnið hér í heil 18 ár þar til á laugardag. Sú staðreynd svíður kannski enn sár- ar en tapið sjálft því þar með fauk eitt af eldri metunum í 1. deild- inni. KR vann Skagamenn 3:1 árið 1967 en það sama ár féll Akranes í 2. deild. Árið eftir mættust liðin því skiljanlega ekki en 1969 unnu Skagamenn, þá nýliðar í 1. deild eftirminnilegan sigur, 4:0. Árið 1970 varð jafntefli, 0:0, og svo aftur 1:1 árið 1971 í afar sögulegum leik, þar sem Ellert B. Schram, fyrirliði KR, fór hamför- um á vellinum eftir jöfnunarmark Skagamanna. Árið 1972 vann ÍA 3:2. Næstu 3 ár varð svo alltaf jafntefli, 1:1 1973 og 1974 en 0:0 1975. Árin 1976 og 1977 vann ÍA svo viðureignina gegn KR, fyrst 2:1 og síðan 1:0 en 1977 féll KR einmitt í 2. deild. Árið 1978 mættust liðin því ekki en 1979 vann Akranes 2:0. Næstu fjögur ár varð alltaf jafntefli í leikjum liðanna, 1:1, 1:1, 0:0 og 1:1 en í fyrra vann Akranes 2:0. hafa félögin því mæst 17 sinnum leiki, 9 sinnum hefur orðið jafn- Að leiknum í ár meðtöldum frá 1967. Akranes hefur unnið 6 tefli en KR unnið tvisvar. Alhlida viðgerðir Tökum að okkur alhliða viðgerðir á kæliskápum og ■Jji frystikistum. |tHt?AFTÆKJAVI n n ustofa UJ S&LEYJARGðTU 10 AKRANESI - SÍMl 1929 Höfum fullkomin tæki. 'U' ' - ' :■ V - ■ ■ ■ 'y> bankans, ÞÁ 7 “ ^ vðxtum. erverötryga^^na'uöstöt Ssss-— tyýröst varia- / 7 f~Ly 9

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.