Skagablaðið


Skagablaðið - 28.08.1985, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 28.08.1985, Blaðsíða 5
Orgeltónleikar Bjöms Steinars í Kristskirkju Björn Steinar Sólbergsson efnir numið erlendis í 4 ár, fyrst 3 ár í á sunnudag, nánar tiltekið þann París þá eitt ár í Róm. Frá og með 1. september, til orgeltónleika í næsta hausti, þ.e. 1986, verður Kristskirkju í Reykjavík og hefj- Björn búsettur á Akrueyri. ast þeir klukkan 17. Björn hefur Á efnisskránni á tónleikunum á Björn Steinar við orgelið. „Skýrist upp úr mánaðamótunum' - segir Helgi Andrésson um samningaviðræður STAK „Það má búast við því að línurnar fari að skýrast strax upp úr mánaðamótunum,“ sagði Helgi Andrésson er Skagablaðið innti hann eftir því hvað liði gangi mála í samningaviðræðum STAK, Starfs- mannafélags Akraneskaupstaðar. Helgi vildi sem allra minnst um málið segja að svo stöddu en sagði viðræður hafa verið í gangi undanfarið og unnið hefði verið að undirbúningi samhliða þeim sunnudag eru verk eftir Johan Sebastian Bach, Toccata í F-dúr, þrír sálmaforleikir og trisonata í C-dúr, ennfremur verkin Choral dorien og Litanies eftir J. Alain, sem og Preludia og fúga eftir M. Duruflé. Rétt skal það vera Ekki var það nú ætlun okkar á Skagablaðinu að hafa eitt né neitt af íslandsmeisturum Akraness í knattspyrnunni en gerðum það engu að síður í síðasta blaði. Þá féll niður í greininni, að Akranes hefði unnið Islandsbikarinn tvö ár í röð, árin 1974 og 1975. Aðeins þrjú lið hafa unnið íslandsmótið tvö ár í röð eftir að deildaskipting var tekin upp 1955; Valur 1966 og 1967, Akranes 1974 og 1975, Víkingur 1981 og 1982 og Akranes aftur 1983 og 1984. Lesendur! Ef ykkur liggur eitthvað á hjarta þá er síminn: 2261 X Guðmundur Vilhjálmsson. Örnólfur Porleifsson. Fyrstu spámenn vetrarins eru ekki af lakara taginu, útibússtjór- ar beggja bankanna hér á Akranesi, þeir Guðmundur Vilhjálms- son í Landsbankanum og Örnólfur Þorleifsson í Samvinnubank- anum. Sá þeirra, sem stendur sig betur heldur áfram en sá er dettur út bendir á arftaka sinn. Guðmundur sagðist aðeins lítillega hafa átt við „tippið" en aldrei haldið út heilan vetur. Sjaldan sagðist hann horfa á enska boltann í sjónvarpinu (veit maðurinn ekki hvers hann fer á mis?) en helst myndi það vera Tottenham sem teldist uppáhaldsliðið. Örnólfur tippar hins vegar reglulega. „Einn gulur í hverri viku... aðallega af því að Doddi (Þorvarður Magnússon, innheimtufulltrúinn hrokkinhærði) er svo skemmtilegur söiumað- ur,“ segir Örnólfur, sem horfir aðeins á fótboltann með „öðru auganu“. Uppáhaldsliðið er West Ham. Hann og Guðmundur gætu því kannski haft „HAM“-skipti í vetur ef illa gengur hjá öðru liðinu. Spá félaganna lítur þannig út: Arsenal - Leicester Aston Villa - Luton Chelsea - West Bromwich Albion Everton - Birmingham Ipswich - Southampton Manch.City - Tottenham Newcastle - Queen’s Park R. Nottm. Forest - Manch. Utd. Oxford - Sheffield Wednesday Watford - Coventry West Ham - Liverpool Portsmouth - Norwich Guðm. Örnólfur 1 1 X 1 1 1 1 1 1 X 2 2 X X 2 2 2 2 X 1 2 1 1 X Spígsporaði upp og niður vegginn á síðustu augnablikum ævi sinnar —frásögn af rottuveiðum á Akranesi en sú iðja er sem betur fer nánast af lögð Hvar er lögreglan? Slökkvilið- ið? Meindýraeyðirinn? Bæjar- stjórnin... eða bara einhver? Hjálp! Nei, það var kannski ekki alveg svona slæmt ástandið en það er aldrei neitt gamanmál þegar fólk þarf að fást við rottur. Tæpast er til það dýr jarðarinn- ar, sem fólk (aðallega konur þó, en einstaka menn líka) óttast meira en einmitt þessi loðnu, skottlöngu kvikindi, sem bera með sér alls kyns bakteríur og viðbjóð. Kannski að köngulær ættu möguleika á að hreppa nafnbótina „Hataðasta kvikindi jaröar“ ef keppt væri í slíku. Kvöld eitt í síðustu viku var hringt til okkar á Skagablaðið og okkur boðið að fylgjast með væntanlegum heildarleik, þar sem áttust við köttur annars vegar og tvær rottur hins vegar. Er við komum á staðinn var kötturinn búinn að sálga annarri rottunni, en hin hafði nýtt sér sogskálarnar á fótum sér og gengið upp eftir vegg hússins og ekki staðnæmst fyrr en við þak- brúnina, allsendis óbangin. Eftir að rottan hafði verið hrakin niður eftir veggnum með stæðilegum bjálka — hún hvíldi sig reyndar á gluggasyllunni á leiðinni niður — forðaði hún sér út í grasið með köttinn á hælun- um. Hann virtist hins vegaralveg hafa misst lystina eftir viðureign- ina við þá.fyrri. Hnusaði aðeins af þeirri skottlöngu en lét hana síðan alveg vera. Það kom því í hlut annarra að ljúka verkinu. Að því er við best vitum eru rottur næsta sjaldséðar í bænum en á sínum tíma, sér í lagi á árunum 1957-1962, þótti mikið um þær. Þeim hefur að mestu verið útrýmt en af og til eiga þær til að skjóta fólki skelk í bringu eins og í þessu tilviku. Enda er eflaust lítt fýsilegt að fylgjast með þessum kvikindum spíg- spora upp og niður veggi. Myndirnar, sem fylgja hér með skýra sig væntanlega sjálfar með aðstoð lesmálsins. 5

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.