Skagablaðið


Skagablaðið - 28.08.1985, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 28.08.1985, Blaðsíða 1
Siggi kjörinn „maóur leiks* ins“ gegn Wat- ford ámánudag - hefur leikið 3 síðustu leiki Sheffield Wednesday sem allir hafa unnist „Mér gekk mjög vel í dag, var meira að segja kosinn maður leiksins,“ sagði Sigurður Jónsson er Skagablaðið hafði samband við hann í fvrrakvöld eftir að hann og félagar hans hjá Sheffield Wednesday höfðu lagt Watford að velli, 2:1, á Hillsborough, heimavelli liðsins, á mánudag. Wednesday er nú í 2. sæti ensku 1. deildarinnar með 10 stig eftir fyrstu 4 leikina og Siggi hefur leikið þrjá síðustu leiki liðsins, sem allir hafa unnist. „Þetta hefur gengið framar," sagði Siggi ennfremur. „Ég missti verulegan hluta undir- búningstímabilsins úr vegna meiðsla, fyrst var það ökklinn, síðan fór ég úr axlarliði og eftir það varð ég að koma heim í fáeina daga til þess að geta endur- nýjað landvistarleyfið mitt og þar með atvinnuleyfið. Mér hefur gengið vel að komast í æfingu og var settur inn í byrjunarliðið gegn Nottingham Forest á miðvikudag í síðustu viku. Við unnum á útivelli, 1:0 og síðan unnum við Manchester City, 3:1, á Iaugar- daginn, einnig á útivelli.“ Leikurinn á mánudag var því þriðji leikur Sigga með aðalliði Wednesday á aðeins 5 dögum. Orð Wilkinson, framkvæmda- stjóra liðsins, frá því í vor er Skagablaðið heimsótti Sigga, hafa því komið á daginn. Hann sagði þá í viðtali, að hann vonaðist eindregið eftir því að Siggi yrði fastamaður í liðinu frá upphafi keppnistímabilsins, sem nú er ný- hafið. Bæjarstjórn úr fríinu Fyrsti fundur bæjarstjórnar Akraness eftir sumarfrí var hald- inn í gær og voru að vanda mörg mál tekin fyrir. Fundurinn bar þess þó nokkur merki að menn voru að koma úr sumarfríi. „Það er nú enginn öruggur með sæti sitt í liðinu hjá okkur en ég reikna með því að verða inni gegn Oxford á laugardaginn. Við leik- um á útivelli og sá leikur gæti orðið okkur erfiður. Völlurinn þeirra er lítill og erfitt að leika þar.“ — Hvernig tilfinning er það að vera orðinn fastamaður í liði, sem er í toppslagnum í Bretlandi? „Það er auðvitað gaman þegar vel gengur en ég stefni nú bara að því einu að halda sæti mínu í Iiðinu. Takmarkið var að komast í byrjunarliðið og það hefur tekist. Nú er að halda stöðunni.“ —SSv Siggi Jóns í leik með Wednesday. Nýtt íþróttahús á Jaðarsbökkum: Fyrsta skóflu' stungan Það verður nóg um að vera á íþróttavallarsvæðinu á Jað- arsbökkum í kvöld því ekki aðeins fer þar fram mikilvæg- ur leikur IA og Vals í 1. deildinni í knattspyrnu, held- ur mun fyrsta skóflustungan að nýju íþróttahúsi verða tek- in strax að leik loknum. Að því er Skagablaðið hef- ur fregnað kemur það í hlut Ríkharðs Jónssonar. fyrrum knattspyrnukappa og þjálfara Skagamanna um árabil, að taka fyrstu skóflustunguna og er það vel við hæfi. Nú þegar er hin nýja sund- laugarbygging komin vel áleiðis í byggingu og með tilkomu hins nýja íþróttahúss fer Jaðarsbakkasvæðið að taka á sig mynd íþróttamið- stöðvar. Bæjarritara- laustíbænum Bæjarritaralaust er nú hjá Akraneskaupstað, þar sem Jó- hannes Finnur Halldórsson, sem gegnt hefur stöðunni sl. 5 ár, hefur sagt upp störfum og ekki verið ráðið í hans stað. Ráðning nýs bæjarritara mun þó væntan- lega afgreidd mjög fljótlega. Getraunaleikur Skagablaðsins hefst í dag: Bankastjóramir etja kappi saman í fyrstu umferðinni Eins og við skýrðum frá í síðasta Skagablaði eru íslenskar getraunir komnar á kreik á ný eftir sumarleyfið og það þýðir auðvitað ekkert annað en það að getraunaleikur Skagablaðsins, sem naut svo mikilla vinsælda sl. vetur hefur göngu sína á ný, Getraunaþáttinn er að finna á bts. 5 í dag og það eru ekki neinir aukvisar sem hefja leikinn, Til vígslunnar hafa valist útibús- stjórar béggja bankanna á staðnum. Guðmundur Vil- hjálmsson í Landsbankanum og Örnólfur Þorleifsson í Sam- vinnubankanum. Fyrirkomulag leiksins verður þannig í vetur að tveir þátttak- endur etja kappi saman hverju sinni og heldúr sá áfram scm slendur sig betur. Hinn döttur eðlilega út en fær um leiö tæki- færi til þess að ncfna eftirmann sinn. Spár þcirra Guðmundar og Ornólfs eru á koflum nokkuð líkar; 7 leikir cins. en 5 með mismunandi merkjum. Pað vetðúr því væntantega hart har- ist og spurningin er aðeins þessi: Hvor sigrar, Landsbankinn cða Samvinnubankinn.’ Henni verð- ursvaraðálaugardag. Sjá uánar á bls. 5. Lesendur • munid ókeypis smáauglýsingar Skagabladsinsi i

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.