Skagablaðið


Skagablaðið - 02.10.1985, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 02.10.1985, Blaðsíða 5
1 Skagamenn unnu Tý, 22:21 '________ Eyjumer Meðfylgjandi mynd er af starfs mönnum Bílvers. Nýtt bifreiðaverkstæði Biíver, tekur til starfa J Nýtt fyrirtæki, Bílver sf., tekur til starfa um þessi mánaðamót og er til húsa á sama stað og bifreiðaverkstæði Ríkharðar Jónssonar var áður við Ægisbrautina. Aðilarnir sem standa að stofnun Bflvers sf., eru þeir Guðmundur Árnason, bifvélavirki, Guðmundur Sigurbjörnsson, bflamálari, og Reynir Sigurbjörnsson, bifvélavirki. Einnig mun Sigurbjörn Guðmundsson, bflamálari, vinna hjá þeim. Bílver mun leigja tækin sem eigendurnir hafi sjálfir unnið þá og húsakostinn, sem fyrirtækið er í, og innan veggja þess verða allar almennar viðgerðir stund- aðar, hvort heldur eru réttingar, ryðbætingar mótorstillingar eða sprautun. Á verkstæðinu eru tvær bílalyftur, yfirþrýstiklefi fyrir bílasprautun, góður litabar, ljósa- og vélastillingatæki auk ýmislegs annars. í Bílveri mun hægt að fá bíla sprautaða þótt undir sprautun. Þar mun einnig hægt að fá allt það sem til þarf til undirvinnu undir sprautun. Að sögn þeirra Bílversmanna er ætlunin að koma upp vara- hlutalager og vera með það helsta sem til viðgerða þarf auk þess að bjóða upp á pöntunar- þjónustu á því sem kann að vanta. Eins og vænta mátti hjá mönnum sem eru að leggja úr vör með eigin atvinnurekstur var gott í þeim hljóðið þremenn- ingunum er Skagablaðið leit við hjá þeim. Þeir sögðu þetta vera nokkurs konar „endurfundi“ hjá þeim því allir hefðu þeir unnið á sama stað þegar flóðið mikla gekk yfir í janúar í fyrra og eyðilagði verkstæðið. Það var síðan endurbyggt! I Bílveri verður opið frá klukkan 7.30 á morgnana til 19 á kvöldin og formleg opnun verkstæðisins verður á föstudag, 4. október. Skagablaðið óskar félögunum til hamingju með nýja fyrirtækið og árnar þeim velfarnaðar í starfi. Skagamenn fengu „fljúgandi start“ í 3. deild íslandsmótsins í handknattleik um helgina er þeir sóttu Tý heim í Eyjar og fóru brott með bæði stigin eftir 22:21 sigur í æsispcnnandi leik. Sigurinn geta Skagamenn örðum fremur Töpuöu fyrir Skallagrími Menn voru ekkert allt of bjartsýnir fyrir leikinn gegn Tý í Eyjum því nokkrum dögum áður máttu Skagamenn bíta í það súra epli að tapa fyrir Skallagrími í æfingaleik. Hafa Skagamenn ekki fyrr tapað fyrir | „Sköllunum“ í handbolta. Von- andi að þetta endurtaki sig ekki í vetur. þakkað tveimur mönnum, Pétri Ingólfssyni, sem skoraði 11 mörk, og markverðinum Hákoni Svav- arssyni, sem varði eins og berserk- ur í seinni hálfleik. Eyjamenn voru sterkari í fyrri hálfleiknum og leiddu 14:11 er flautað var til leikhlés. í seinni hálfleik voru það hins vegar Skagamenn sem tóku völdin og söxuðu smám saman á forskotið. Gekk það svo vel, að heimamenn skoruðu ekki mark í heilar 20 mínútur. Voru Skagamenn með þriggja marka forskot þegar best lét en léku einum færri undir lokin og tókst með naumindum að halda forskotinu. Auk Péturs skoruðu þeir Pétur Björnsson 3 mörk, Kristinn Reimarsson 3, Hlynur Sigur- björnsson 2, Þorleifur Sigurðsson 2 og Ólafur Páll Engilbertsson 1 mark. Uppskemhátíð 6. flokks: Glatt á hjalla eftir vel heppnað keppnistímabil Strákarnir í 6. flokki — „okkar menn“ — héldu lokahóf sitt á fyrra sunnudag, reyndar sama dag og Skagamótinu í knattspyrnu lauk. Eins og vænta mátti var glatt á hjalla hjá strákunum og sproðrenndu þeir pylsum eins og atvinnumenn í faginu og vættu síðan kverkarnar með djús og kóki. Flögur voru einnig á boð- stólum og hurfu þær eins og dögg fyrir sólu. Þá eru ótalin skemmti- atriðin; sprell og svo hið ómiss- andi videó. Á samkundunni var leikmaður 6. flokks 1985 valinn og kom sú útnefning í hlut Árna Gauts Ara- sonar. Pá var afhentur farandgrip- ur, sem Eggert B. Sigurðsson gaf á sínum tíma til þess leikmanns í 6. flokki sem skoraði flest mörk á keppnistímabilinu. Kom sá gripur í hlut Stefáns Þórðarsonar. Þá gáfu strákarnir einum félaga sinna, Björgvini Guðjónssyni (Kristjánssonar, kennara), áletr- aðan skjöld með þökk fyrir kynn- in en hann flutti nýverið til Sand- gerðis ásamt fjölskyldu sinni. Síðast en ekki síst ber að geta þess, að þjálfarar 6. flokks þeir Sigurður Arnar Sigurðsson og Rúnar Sigríksson voru sérstak- lega verðlaunaðir af strákunum með þökk fyrir ánægjulegt tíma- bil. Árangur 6. flokks var afar glæsilegur í sumar. Strákarnir léku hvorki fleiri né færri en 46 leiki og unnu 35 þeirra. Fjórum lauk með jafntefli og 7 leikir töpuðust. Markatalan var einkar glæsileg, 156 mörk gegn 31. Að baki þessum árangri liggur ótrúleg vinna og alls reiknast þjálfurum flokksins til að tæplega 500 klukkustundir hafi farið í æfingar, ferðalög og keppni á tímabilinu 24. febrúar til 22. sept- ember. Er þá ekki reiknaður tími sem fer í undirbúning sem eflaust er annar eins. Ef þessi tími er reiknaður yfir í venjulega dag- Þjálfarar verðlaunaðir. vinnu gerir það hvorki fleiri né færri en 60 vinnudaga eða 12 vikur! Arni Gautur — maður ársins Stefán — markahœstur Björgvin fœr skjöldinn... ÍA ■ Ögri áföstudag Næsti leikur Skagamanna í 3. deildinni er á föstudag og hefst hann kl. 20.30. And- stæðingurinn er Ogri. Þessi lið hafa oft mæst áður á hand- boltavellinum og Skagamenn jafnan unnið yfirburðasigur. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að fá einstök fyrir- tæki til þess að gefa keppnis- bolta í leikina og er það Akraprjón sem ríður á vaðið og gefur boltann sem leikið er með á föstudag. 5

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.