Skagablaðið - 02.10.1985, Page 11

Skagablaðið - 02.10.1985, Page 11
■E13 H □ [E 0 E Sl Œl 1! HIH- í fjórum ferðum Núna þegar hringormurinn herjar hvað mest á fískinn til stóraukins vinnslukostnaðar fyrir sjávarútveginn greiðir svokölluð Hringorma- nefnd umtalsverð verðlaun fyrir hvern veiddan sel, en hann mun vera einn „aðalframleiðandi“ ormsins ef svo mætti segja. Hafa veitt tæp 7 tonn af sel Arnardalur. 5 ,Alltaf nóg að gera ef áhugi er fyrir hendi“ - segir Steinunn Ámadóttir, starfsmaður í Amardal, í framhaldi af kvörtunaihréfi unglinga í síðasta Skagablaði í síðasta Skagablaði birtum við hluta úr bréfí, þar sem hópur unglinga kvartaði undan aðstöðuleysi og að ekkert væri hægt að gera af sér hér í bæ. Til þess að reyna að komast að hinu sanna í málinu tókum við Steinunni Árnadóttur, starfsmann Arnardals, tali og spurðum hana hvort það væri rétt að ekkert væri gaman í Arnardal. inn er sá að í Arnardal er meðferð tóbaks og áfengis bönnuð en það var líka gert með lögum,“ sagði Steinunn í lokin. „Ég held,“ sagði Steinunn „að fá bæjarfélög á landinu geri eins mikið fyrir sína unglinga eins og Akranes gerir enda held ég að allir hafi nóg að gera hér. Þetta er fyrst og fremst spurning um að vera jákvæður og taka þátt í því sem boðið er upp á, a.m.k. kynna sér það og gagnrýna síðan á eftir. Þá fyrst getur gagnrýnin verið sanngjörn.“ Fjölbreytni Þá sagði Steinunn að ef hún ætti að benda á það framboð af afþreyingu, sem hún myndi eftir í fljótu bragði, væri auðvitað fyrst og fremst að nefna starfsemi ÍA, en bandalagið byði upp á iðkun í öllum algengustu greinum íþrótta, hvort heldur væri til skemmtunar eða keppni. Þá mætti nefna bæði Skátafélagið og KFUM og K, sem bæði væru með öflugt félagsstarf. Hér væri tón- listarskóli, lúðrasveitir og kórar og ættu þeir aðilar að fullnægja þörfum þeirra sem vildu spreyta sig á tónlist. „Hvað okkur hér í Arnardal varðar þá teljum við að við höld- um uppi kröftugri starfsemi og hér hjá okkur er opið frá kl. 17.30 "Ef ykkur liggur” eitthvað á hjarta þá er síminn: 2261 alla virka daga og við erum ein- mitt að hefja starfsemina núna um mánaðamótin. Á þriðju- og fimmtudögum erum við oft með ýmsar uppákomur á kvöldin og á föstudögum eru fyrirhugaðir dansleikir. Á mánudags- og mið- vikudagskvöldum eru klúbba- fundir og námskeið í gangi þannig að það er nóg um að vera. Við lokum ekki fyrr en kl. 23.30 og höfum jafnvel opið lengur ef þörf krefur." — Hvað með helgarnar? „Við verðum með opið um helg- ar í vetur en sú starfsemi hefst ekki alveg strax hjá okkur. Á sunnu- dögum verður opið fyrir 10-12 ára en í öðrum tilvikum verður ald- urstakmarkið bundið við 13 ára (7. bekk) og eldri.“ Auk opnunartímans og starf- seminnar í Arnardal í vetur býður Æskulýðsnefnd upp á yfir 20 tóm- stundavíðfangsefni en sú starf- semi tengist félagsstarfi skólanna, sem að öðrum ólöstuðum hljóta að vera stærsti og öflugasti aðilinn á sviði félagsstarfs hér í bænum. Hvað og hvenær sem er „Hvað varðar óánægju ungling- anna með að fá ekki aðgang að spilasalnum er lítið hægt að gera þar sem ný lögreglusamþykkt bannar unglingunum að stunda spilasalina. Við í Arnardal erum aftur á móti tilbúin að gera hvað sem við getum með þessum ungl- ingum — nánast hvað sem er og hvenær sem er — en eini munur- NOTAR^Í ÞÚ /r, ém «iarBo“ Til þess að koma í veg fyrir offjölgun selsins — eftir að sel- skinn urðu verðlaus og hætt var að veiða selinn í net vegna skinnanna — hefur nefndin gripið til þess ráðs að greiða umtalsverða upp- hæð fyrir hvert kíló af sel, nú 15 krónur. Er þá miðað við að selur- inn sé kominn heim að frystihús- dyrum. Lítið um veiðar Ekki hafa selveiðar verið stund- aðar að neinu marki héðan frá Akranesi en það er helst að grásleppukarlar fái alltaf nokkra seli í net sín á vorin. Að öðru leyti hefur ekki verið um selveiðar að ræða hjá Skagamönnum fyrr en nú allra síðustu vikur. Þeir Steindór Oliversson og Jón Valdimarsson hafa undanfar- ið veitt talsvert af sel. Til veiðanna nota þeir fimm tonna trillu, sem Steindór á en einnig eru þeir með léttabát sem þeir fara á í land á skerjunum en þaðan mun meiri- hluti aflans vera skotinn. Með 18 seli Þeir félagar voru að hífa aflann úr síðustu veiðiferð. Höfðu þeir skotið 18 seli. Til þess að koma aflanum upp á land notuðu þeir bryggjukranann enda veitti ekki af því margir selanna voru mjög Hluti fengs selveiðimanna. stórir, allt upp í 3-400 kíló þeir stærstu. Samtals vógu þessir 18 selir 2850 kíló. Áður höfðu þeir farið þrjár ferðir til selveiða og fengið samtals 4 tonn af kjöti. Selurinn, sem þeir Steindór og Jón veiða, er nær einvörðungu útselur en til veiðanna nota þeir stóra riffla. Að innbyrða stóran sel er erfiðleikum bundið. Til þess nota þeir talíur en svo stórir geta selirnir orðið að þeir ná þeim alls ekki um borð. Eru þeir þá bundnir utan á síðu bátsins og dregnir að landi. Þannig var það einmitt í síðustu viku að utan á bátnum hékk töluverður hluti aflans. Allur selurinn er frystur hjá HB & Co. en síðan eru skrokk- arnir hakkaðir í loðdýrafóður og þykja hið besta fóður fyrir bæði ref og mink. Fyrst þegar Hringormanefndin fór að greiða fyrir selinn var aðalverðið í kjálkanum en mjög lítið var greitt fyrir sjálfan skrokkinn. Þótti mönnum ekki taka því að hirða hann og honum því í flestum tilfellum hent. Af því skapaðist umtalsverður óþrifnaður þar sem selhræin rak á fjörur og lágu þar rotnandi í langan tíma. En með þessu nýja fyrirkomulagi er selurinn nýttur í dýrafóður og er það vel. 11

x

Skagablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.