Skagablaðið


Skagablaðið - 09.10.1985, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 09.10.1985, Blaðsíða 2
Spuming vikunnar Skagablaðið Ritstjóri og ábm.: Siguröur Sverrisson ■ Blaöamaður og Ijósmyndari: Árni S. Árnason ■ Auglýsingar: Steinunn Árnadóttir (heimasími 2955) ■ Umsjón meö dreifingu, áskriftum og innheimtu: Sigríöur Árnadóttir ■ Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent ■ Útlit: Skagablaðiö ■ Ritstjórnarskrifstofa er aö Suöurgötu 16 og opin alla daga ■ Símar 2261 og 1397 ■ Póstfang: Pósthólf 170, 300 Akranes. „Þekki Skagamenn ekki vel ef þessu verður ekki kippt í liðinn fljótlega" - segir Sigurgeir Scheving, leikstjóri um þrengslin í hinu nýja húsnæði Skagaleikflokksins „Þetta er einfaldlega áhugasamur og skemmtilegur hópur fólks, sem hefur verið að gera góða hluti. Ekki spillir fyrir að mér hefur alltaf líkað mjög vel hér,“ sagði Sigurgeir Scheving leikstjóri, er Skagablaðið ræddi stuttlega við hann er gert var kaffihlé á æfingunni á mánudag. „Ég kom hérna um mánaða- mótin síðustu og verð alveg fram að frumsýningu og reyndar þann tíma sem sýningar standa yfir. Yfirleitt hef ég ekkert farið heim til Eyja í þessum törnum en verð að gera það hér því við erum að fara að setja upp söngleikinn Oklahoma í Eyjum og ég á þar hlut að máli. Verð því að fara þangað eina og eina helgi,“ sagði Sigurgeir ennfremur. — Ertu kunnugur þessu verki? „Já, lítillega. Ég kom inn í það sem leikari í forföllum í kringum 1970 er það var sýnt í Eyjum.“ — Nú eru ekki nema 8 leikarar í þessu verki, finnst þér erfiðara að stýra fámennari verkum en fjölmennari? „Þetta er erfið spurning. Ég held að þetta fari ákaflega mikið eftir verkinu sjálfu, sem um er að ræða. í þessu verki mæðir t.d. mjög mikið á þeim Auði Sigurð- ardóttur, Gerði Rafnsdóttur og Guðbjörgu Árnadóttur. Þær eru á sviðinu megnið af tímanum." — Hver hefur þú helst unnið að leikstjórn? „Langsamlega mest heima í Eyjum en einnig hér á Akranesi og á Þórshöfn og svo hef ég unnið fyrir sjónvarpið. Vonandi verður sýnd mynd í sjónvarpinu eftir áramótin um áfengis- fræðslu, mynd sem ég leik- stýrði.“ — Hvernig er að leikstýra á Þórshöfn? „Það er rosalega gaman. Á slíkum stöðum gerist það oft að framboð á leikurum er langt umfram fjölda persóna í við- komandi verki og þá er bara að nýta kraftana í eitt og annað tengt leikritinu sjálfu.“ — Hvernig er leiklistarlífið í Eyjum? „Það er mjög fjörugt og yfir- leitt reynum við að setja upp þrjú verk á hverjum vetri. Eitt „kassastykki" að hausti, þ.e. verk sem er yfirleitt gamanleik- ur, síðan eitt barnaleikrit og loks verk, sem er meira lagt í.“ — Hvernig er aðstaða leiklist- arfólks í Eyjum? „Hún er mjög góð svo ekki sé nú meira sagt. Við höfum 170 manna leikhús fyrir okkur að mestu leyti, þ.e. njótum algers forgangs þar og getum þar af leiðandi byrjað æfingar strax og okkur hentar." — Hvað finnst þér þá um aðstöðuna hjá Skagaleikflokkn- um? „Ég er nú ýmsu vanur en því verður ekki neitað að það eru ógurlega mikil þrengsli hérna. Það er ekki fyrr en Skagaleik- flokkurinn fær allt þetta hús til afnota að aðstaðan kemst eitt- hvað í líkingu við það sem við höfum íEyjum. Égþekki Skaga- menn ekki vel ef þessu verður ekki kippt í liðinn fljótlega,“ sagði Sigurgeir í lokin. Er reykskynjari og/eða slökkvitæki heima hjá þér? Gunnar Júlíusson: — Bæði, og höfum haft hvorutveggja í 10-12 ár. Öryggisatriði að hafa svona. Reynir Þorsteinsson: — Hvoru- tveggja, verið með slíkt í 5-6 ár. Elín Hannesdóttir: — Nei, hvorugt. Sigríður Ingvadóttir: — Það er reykskynjari, ekki slökkvitæki. Sigurgeir segir til með tilþrifum á œfingu á mánudag. „Margt býr í þokunni" — Skagaleikflokkurinn stefnir að frumsýningu um miðjan nóvember Blendin ánægja Ekki var laust við að ánægja meðlima Skagaleikflokksins yfir því að komast í Iðnskólann sé vissri beiskju blandin því eins og kom fram í viðtali við Skaga- blaðið töldu allir að leikflokkur- inn fengi allt húsnæðið til sinna þarfa, ekki aðeins helming þess. „Það er enn þrengra um okkur hér en var í kjallara íþróttahúss- ins,“ sagði Ásgerður ísfeld, for- maður Skagaleikflokksins. „Þar höfðum við í það minnsta að- stöðu til þess að geyma búninga á sómasamlegan hátt auk ófull- kominnar smíðaaðstöðu en hér er ekkert slíkt. Búningarnir eru allir í kössum í litlu herbergi og ekkert svigrúm til þess að taka upp úr þeim.“ Leiktjöldin eru enn inni í íþróttahúsi og ekkert pláss fyrir þau hér.“ „Síðasta ár þokkalegt“ „Síðasta ár kom svona þokka- lega út hjá okkur, ekkert meira,“ sagði Svala Bragadóttir, hin óþreytandi driffjöður í starfsemi Skagaleikflokksins, er Skagablað- ið ræddi stuttlega við hana á mánudagskvöld. „Aðsókn að Spenntum gikkj- um var mjög góð en engu að síður var fjárhagsútkoman ekki nema rétt sæmileg. Við njótum styrks frá bæði ríki og bæ en styrkur bæjarins er tekinn rakleiðis aftur í húsaleigu og dugar reyndar ekki til.“ Margt býr í þokunni er nafnið á verkinu, sem Skagaleikflokk- urinn hefur hafið æfingar á undir stjórn Eyjamannsins Sigurgeirs Scheving. Sigurgeir er leiklistar- fólki á Skaganum að góðu kunn- ur því hann hefur þrívegis áður stýrt leikritum hér í bæ, Línu Langsokk og Allir í verkfall auk verks hjá Fjölbrautaskólanum. Margt býr í þokunni er samið af þeim William Dinner (Vil- hjálmi kvöldverði í ísl. þýðingu) og William Morum. Þýðandi verksins er Ásgerður Ingimund- ardóttir. Er Skagablaðið leit við í gamla Iðnskólanum á mánudagskvöld var allt á fullu í hinu þrönga húsnæði Skagaleikflokksins. í öðrum hluta húsnæðisins var æft en í hinum var öllu heimilislegra og þar var hellt upp á kaffi fyrir gesti og gangandi. Við ræddum stuttlega við Ásgerði ísfeld, formann Skagaleikflokksins. „Við stefnum að því að frum- sýna þetta verk í Bíóhöllinni í kringum miðjan nóvember ef allt gengur að óskum,“ sagði hún um leið og hún saup á sjóðandi heitu, nýlöguðu kaff- inu. „Aðstaðan þarhefurbatnað mikið við stækkun sviðsins en þrengslin að tjaldabaki eru áfram hin sömu.“ 2

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.