Skagablaðið


Skagablaðið - 09.10.1985, Blaðsíða 11

Skagablaðið - 09.10.1985, Blaðsíða 11
„Gekk ; loksii nsa il- menni u 1 - sagði Pétur Pétursson eftir fyrsta sigur Hercules í spænsku 1. deildinni „Þetta gekk loksins almcnni- lega upp hjá okkur og við unnum Las Palmas 2:0 hérna á heimavelli í gær,“ sagði Pétur Pétursson er Skagablaðið sló á þráðinn til hans á mánudagskvöld eftir að félag hans, Hercules Alicante, hafði unnið sinn fyrsta sigur í spænsku 1. deildarkeppninni. Við sigurinn lyfti Hercules sér af botninum í 14. sæti deildarinnar en 18 lið leika í henni. „Þeir voru rosalega lélegir, fannst mér,“ sagði Pétur og vitn- aði til leikmanna Las Palmas. „Við áttum að skora 4-5 mörk með smáheppni en skoruðum bara tvö. Kempes gerði síðasta markið en mér hefur ekki enn tekist að skora. Hercules hefur þó bara gert 4 mörk þannig að ekki þarf mikið til að vera markahæstur hér hjá okkur.“ Hercules gerði jafntefli, 0:0, við Sevilla um síðustu helgi á útivelli og mætir svo Barcelona á heimavelli í næstu umferð. Þar á eftir mætir iiðið Cadiz á útivelli. Sevilla er í 7. sæti og Cadiz í því 9. en báðum liðum var spáð lélegu gengi í vetur. Þau hafa hins vegar staðið sig miklu betur en búist var við. Aftur á móti hafa lið eins og Barcelona og Osasuna, sem nú leikur í Evrópukeppni (vann m.a. Glasgow Rangers í 1. umferð UEFA-keppninnar um daginn) átt erfitt uppdráttar. Barcelona er með aðeins 5 stig eftir 6 umferðir og þar er allt í háalofti. Hvorki Bernd Schuster né Steve Archi- bald hafa leikið með að undan- Salome (t.v.) og Anne ásamt börnum hennar. Gallerí Gersemi opnar á laugarda Nýtt gallerí, Gallerí Gersemi, opnar formlega hér á Akranesi á laugardag, 12. október, kl. 16.00. Er það til húsa í kjallaranum að Heiðargerði 12. Það eru þær stöllur Anne Kampp og Salome Guðmundsdóttir, sem reka gallerí- ið sameiginlega. Anne er með keramik en Salome með vefnað. Anne hefur unnið í keramiki frá árinu 1972. Hún útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla íslands eftir fjögurra ára nám en hefur einnig lært í Danmörku. Hún hefur m.a. unnið hjá Gliti, sem sérhæfir sig í alls kyns fram- leiðslu á keramiki, auk þess sem hún hefur stundað kennslu hér á Akranesi. Á meðal þess sem Anne verður með til sölu má nefna kaffistell, testell, matarstell — tvær gerðir —, skálar, Ijósker, flísar sem skreyttar verða með postulíni eða handmálaðar og skartgripi úr postulíni. Salome nam vefnað hjá Guð- rúnu Vigfúsdóttur á Isafirði í tvö ár og hefur einnig farið á vefnað- arnámskeið. Hún hefur kennt hér á Akranesi eins og Anne. Salome var áður til húsa að Kirkjubraut 9 með vinnustofu sína. Á meðal þess sem hún býður til sölu eru mottur, dúkar, vegg- teppi, tehattar, pilsefni og tilbúin pils. Saman hafa þær Salome og Anne aðstöðu til sölu á munum sínum hjá fslenskum heimilisiðn- aði í Reykjavík að ógleymdum útimarkaðnum hér á torginu í sumar. Gallerí Gersemi verður opið alla virka daga frá kl. 10-18 en ef einhver getur ekki notfært sér þann tíma er bara að banka upp á á efri hæðinni, þar sem Anne býr sjálf. förnu og leikmenn liðsins eru hálfpart í „verkfalli" vegna deilna um greiðslur fyrir Evrópuleiki. Neðstu liðin í spænsku deild- inni eru nú Las Palmas, Celta Vigo og Espanol með 3 stig, en síðan koma Hercules, Santander og Osasuna með 4. „Það ætti að verða hörkuleikur hérna heima á sunnudag þegar Barcelona kemur í heimsókn,“ sagði Pétur. „Hercules vann báða Ieiki sína gegn Barcelona í fyrra og menn gera sér vonur um sigur nú ekki síst vegna uppistandsins sem nú er hjá liðinu.“ — Hvernig gekk þér í leiknum gegn Las Palmas? „Alveg ágætlega en ég get ekki neitað því að það er farið að fara dálítið í taugarnar á mér hvað menn eru rosalega eigingjarnir hérna niðurfrá. Ef leikmenn eru í þokkalegu færi er hikstalaust skotið á markið í stað þess að gefa á mann, sem er kannski fyrir opnu marki. Þetta fékk ég að reyna gegn Las Palmas. Maður verður bara að svara þessu með meiri eigingirni.“ — Hvað kom fyrir þig í lands- leiknum um daginn? „Ég fékk löppina á einum í nárann og var alveg að drepast. Ég náði mér þó eftir leikinn. Annars var þjálfarinn okkar hérna hjá Hercules himinlifandi að ég skyldi fara út af. Hann sagði mér að sér hefði ekkert litist á blikuna er ísland komst yfir og bætti við að hann hefði svitnað er ég komst ein’h í gegn en var svo dæmdur rangstæður. Hann sagði að hefði ég skorað þá og það kannski orðið til þess að Spán- verjar hefðu tapað leiknum hefði þýtt endalok mín sem leikmanns hér á Spáni. Ég hefði hreinlega verið sparkaður í spað í öllum Ieikjum og fengið alla upp á móti mér. Já, þeir eru blóðheitir þessir karlar,“ sagði Pétur og bað fyrir bestu kveðjur til allra heima. Otboð - Ræstmg Sementsverksmiðja ríkisins býðurhérmeð útræstingu í stjórnbyggingu verksmiðjunnar á Akranesi. Útboðsgögn liggja frammi á skrifstofu verksmiðjunnar og skulu tilboð berast þangað fyrir kl. 12 þriðjudaginn 5. nóvember 1985. Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 14. Akranesi 7. október 1985 Sementsverksmiðja ríkisins Bjóðum upp á það allra nvjasta í ldippingum og permanenti, strípum og litun. HÁRGREIÐSLUSTOFA Elísabetar Esjubraut 43 • Sími 1793 íi

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.