Skagablaðið


Skagablaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 5
H V hélt bingó á síðastliðinn sunnudag og var það annað af þremur sem þeir haida í þessari lotu. Á milli 4-500 manns mættu og freistuðu gæfunnar. Heiðursgestir voru heimilismenn að Vesturgötu 102. Spilaðar voru 12 umferðir, sem stjórnað var af hinum röggsama Gísla Einarssyni. Aðalvinningur kvöldsins var vikuferð fyrir tvo til London; flug, hótel og morgunmatur. Þegar upp var staðið voru tveir með bingó og ákváðu þeir að skipta vinningnum milli sín. Næsta bingó verður 15. des. og verður spilað um vöruúttekt að eigin vali, en HV kaupir vöruúttektina af fólki ef það óskar og getur það þannig fengið peninga. Meðfylgjandi myndir voru teknar á sunnudag. Innfelldu myndirnar sýna annars vegar heiðursgestina úr Sambýlinu og hins vegar einn verðlaunahafann taka við vinningi. Hæfileikakeppni í Fjölbraut á morgun Það verður væntanlega mikið fjör í Fjölbrautaskólanum annað kvöld er þar fer fram hæfileikakcppni innan skólans. Einkum munu það verða hljómsveitir, sem koma þar fram og freista þess að vinna sigur á hinum í keppninni. Fyrirkomulag keppninnar er þannig, að áhorfendur greiða hverjum flytjanda atkvæði fyrir frammistöðuna og samanlögð stigatala hvers flytjanda/hljómsveitar gildir til helminga á móti atkvæðum 5 manna dómnefndar, sem valin hefur verið til starfans annað kvöld. I henni eiga m.a. sæti: Bjarni Jónsson, söngvari Tic-Tac, Einar Skúlason, Stórrokkari og „Tjelsí-fan“ auk annarra. Meistaraskóll byggingamanna Fjölbrautaskólinn á Akranesi ayglýsir: Starf- ræksla meistaraskóla fyrir húsasmiði, múrara og pípulagningarmenn hefst á vorönn 1986 fáist til þess næg þátttaka. Námstími er3 annir. Kennsla fer fram eftir kl. 17. Innritun áskrifstofu Fjölbrauta- skólansáAkranesitil20. nóvember. Sími2544. Skólameistari. AKRANESKAUPSTAÐUR TÆKNIDEILD Útboð - Sundlaug Jaðarsbökkum Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í að steypa upp og gera fokhelt búningshús við sundlaug, Jaðarsbökkum. Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 19. nóvember 1985 kl. 11.00. Útboðsgögn liggja frammi á Tæknideild Akraneskaupstaðar, Kirkjubraut 28. Nánari upplýsingar veitir bæjartæknifræðingur. er hjálpin nðBst * na \/pniii Stundum má ekkert út af bera. Pú ert í þínu fínasta pússi, og mikið stendur til. En slysin gera ekki boð á undan sér. Pú getur alltaf átt það á hættu að fá Ijótan blett á fötin þín. Blett sem vatn og venjulegt þvottaefni ráða ekki við. - Þá kemur DIDISEVEN að góðum notum. Didiseven fjar- lægir alla mögulega og ómögu- lega bletti á svipstundu. - Hafðu Didi við hendina, þá ertu við öllu búinn. didi kynning í Skagaveri föstudaginn 15.11. sjón er sögu ríkarí Didi-kynning í Skagaveri föstudaginn 15. nóvember frá kl. 14.3049. Ávallt kaffi á könnunni. Veríð velkomin _ MIÐBÆR3 S1775-1776 GARÐAGRUND S 1030 SK4G4 . VÖRUMARKAÐUR ####### 5

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.