Skagablaðið


Skagablaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 1
Söguleg ræöukeppni Fjölbrautaskólans á Akranesi og Fjölbrautaskólans í Breiöholti um siöprúöa meirihlutann: Stööugur fúkyröaf laumur og Akranes sagt Sódóma íslands - keppnin dæmd ógild og Breiöhyltingum vísaö úr henni fyrir brot á grundvallarreglum mælsku- og rökræöufélags framhaldsskóla Hún varð heldur betur söguleg í meira lagi kappræðukeppnin á milli Fjölbrautaskólans á Akranesi og Fjölbrautaskólans í Breiðholti í síðustu viku. Umræðuefnið var siðprúði meirihlutinn (Moral major- ity) og áttu gestirnir að verja stofnuns líkra samtaka en heimamenn að andmæla. Svo fór að lokum að Breiðhyltingar báru sigur úr býtum í ræðukeppninni en í ákafa sínum þverbrutu þeir grundvallarreglur MORFIS, Mælsku- og rökræðufélags framhaldsskólanna á íslandi, með því að sverta nöfn andstæðinga sinna á ómaklegan hátt auk þess að draga nöfn utanaðkomandi einstaklinga og fyrirtækja inn í mál sitt og sverta á sama hátt. Þá var Akranes sagt Sódóma Islands. Frá kapprœðufundinum á fimmtudag í Bíóhöllinni. Húsið var þéttskipað og hundruð manna urðu vitni að því er rœðumenn Fjölbrautaskólans í Breiðholti svertu nafn einstaklinga, fyrirtœkja og bæjarins sjáfls í ræðum sínum. „Fordæmislaust athæfi, “ segir stjórn MORFIS. Þótt ótrúlegt megi virðast yfir- sást dómnefnd kvöldsins þetta augljósa brot FB en málinu var skotið til framkvæmdastjórnar MORFISr-Hún kom hingað upp á Akranes á sunnudag, hlustaði á segulbandsupptökur af keppninni og hvað síðan upp þann úrskurð að keppnin skyldi dæmd ógild og Breiðhyltingarnir jafnframt úr leik. Fjölbrautaskólinn á Akra- nesi er því enn með í keppninni. Skagablaðið náði að taka fund- inn upp á segulband og hér á eftir fara þær glefsur úr ræðum Breið- hyltinga, sem sviðu hvað sárast. Þykir fullvfst, að einn eða fleiri þeirra, sem eiga hlut að máli, kæri ræðumenn FB fyrir ærumeiðandi ummæli. Svall á Bárunni „... það var laugardagskvöld. Úr einu horninu berst til okkar lj úfur ómur slaghörpunnar og fólk situr í ró og næði og ræðir saman. Við erum stödd á Bárunni. Tíminn líður. Inn koma hjóna- leysin Bjarni Jónsson og unnusta hans Þóra Beta. Áfengisdrykkja er þegar hafin og eru þau ekki gesta slökust í drykkjunni. Geng- ur svo fram eftir nóttu. Ekki er að orðlengja það, að í ölæði og nautnavímu fremja þau skammarlegt athæfi úti í horni. Vart þarf að taka það fram, að þau sváfu úr sér á Kirkjubraut 8. En hvað er til ráða? Hvernig getum við bjargað Bjarna litla og jómfrú Þóru Betu frá ginnungag- api alkóhólisma og kynsvalls? Það er aðeins ein leið fær. Hana förum við, boðberar friðar og bræðra- lags. Við stofnum samtök, sem berjast gegn áfengismisnotkun, berjast gegn hvers kyns sora og ósóma í samfélagi okkar. Við stofnum Skaga-samtökin. En um leið rísa þessir hringormar hrein- lífis upp og emja hjáróma: við viljum frelsi, við viljum frelsi. En það eru ekki aðeins hring- ormar heldur líka maðkar í mys- unni. Frelsi ykkar er aðeins frelsi í orði en helsi á borði. Því þau öfl, sem þið viljið þjóna láta sér ekki þjónustu nægja. Þau heimta þrældóm og hlekki. Þrælar þeirra eru þið og hlekkirnir heimskan. Þeir verða ekki rofnir svo auð- veldlega. Það er engu líkara en að einn staður vilji ekki losna við hlekkina. Það er Akranes, Só- dóma íslands. Þar sitja þessir prúðbúnu grislingar í eigin skít upp fyrir haus og sjá ekki út úr augum...“ Svo mörg voru þau orð og mergjuð. Síðar fylgdi þessi fúk- yrðagusa. Yideosori „... Bjarni (Jónsson, einn ræðumanna FA, innsk. Sk.bl.) þetta er ekki spurning um skerð- ingu persónufrelsis heldur and- lega rækt íslensku þjóðarinnar því þeir foreldrar sem ala börn sín upp á ruslafæði sjá þau verða að aumingjum, en þá er of seint að koma með betrumbætur. Hið sama má ekki gerast með heila þjóð, að hún verði að engu vegna þriggja sinnulausra sauðhuga því andlegur næringarskortur hefur sett mark sitt á þessa steypukarla sem vita ekki hvernig ástandið er í borg. Borg, sem að næstum hálf íslenska þjóðin byggir. Þau eru blinduð af videósoranum sem fæst á myndbandaleigunni Ás hér í bæ...“ Já, ótrúlegt en satt, en Breið- hyltingar gáfust ekki upp og hnykktu á með ummælunum sem fara hér á eftir. Ónáttúra „... ring, ring, ring. Síminn á Presthúsabraut hringirákaft. Upp úr gömlum hægindastól rís Níels Arason. Hann lyftir tólinu upp og svara: Já, halíó. Ekkert svar, aðeins þungur andardráttur. Ní- els segir aftur: Halió, er þetta Sæli? (einn ræðumanna FA, innsk. Sk.bl.) Þá svarar honum stynjandi og slepjuleg rödd: Níels minn, Nilli, Nilli minn. Níels missir símtólið eins og það væri heitt straujárn. Slíkt hefur aldrei komið fyrir hann áður. En þetta er bara byrjunin. Á hverjum degi fær hann símhringingar frá öfug- ugganum sem svívirðir hann og niðurlægir á allan hátt. Að lokum flýr Níels af landi brott til að forðast viðbjóðinn. En Níels er ekkert einsdæmi hér á Akranesi og Akranes er ekkert einsdæmi hér á íslandi fyrir hvers kyns ónáttúru og subbuskap...“ „Viljum koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig“ —segir Hulda Gústafsdóttir, í stjóm MORFIS „Niöurstaða inalsins af okkar hálfu er sú aö keppnin var dæmd „Þeir hafa tekið þessu aíar ógild og Breiöhyltingarnir jafnframt úr leik,“ sagöi Hulda Gústafs- illa, en við stöndum fast á dóttir, einn ineðlima framkvæmdastjórnar MORFIS, er Skagablað- ákvörðun okkar. Fulltrúar iðræddistuttlegaviðhanaámánudagskvöld,þarsemframkvæmda- þeirra eru reyndar þessa stund- stjórnin sat á fundi. ina á fundi með okkur en okkar afstöðu verður ekki haggað," „Þessi framkoma ræðumanna „Á þeim forsendum að FB sagði Hulda. Fjölbrautaskólans í Breiðholti hefði brotið gegn grundvallar- Alls taka 15 skólar þátt í er aigerlega fordæmislaus og við iögum MORFIS," svaraði rökræðukeppni MORFIS áþess- viljum með þessum hörðu að- Hulda. „Það gerist iðulega að um vetri og Fjölbrautaskóiinn á gerðum okkar koma í veg fyrir dæmi eru sett upp og aðstæður Akranesi er því enn með í að sh'kt endurtaki sig,“ sagði settar sviðsettar en að nöfn keppninni þrátt fyrir að hafa Hulda ennfremur. ákveðinna aðila séu dregin inn í tapað slagnum gegn FB sl. — Á hvaða forsendum dæmd- umræðuna er nýnæmi.“ fimmtudag í sögulegustu kapp- uð þið keppnina á milli FA og —Hverníg taka Breiðhylting- ræðuviðureign hér á Akranesi FB ógilda? ar þessu? um langt árabil.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.