Skagablaðið


Skagablaðið - 20.11.1985, Blaðsíða 11

Skagablaðið - 20.11.1985, Blaðsíða 11
fatið og á hendurnar eru ullarvett- lingar eða skíðalúffur bestar. Fylgihlutir Þá er það bakpokinn, eins dags poki nægir flestum. I honum er nesti og brúsi með heitu kaffi, tei eða kakó. Að auki er gott að hafa súkkulaði sem neyðarfæði. Góð regla er að hafa með sér skyndi- hjálparpoka eða eitthvað í þá átt. Einnig er nauðsynlegt að hafa kort og áttavita, vasaljós, hníf, álpoka eða stóran plastpoka og að sjálfsögðu neyðarskot. Flauta er einn af þeim hlutum sem gott er að hafa meðferðis. Af fatnaði er gott að hafa léttan, vatnsheldan regngalla, aukapar af ullarsokkum, a.m.k. eitt föðurland, góða geysu og vettlinga. Athugið að það er létt- ara að ganga með lítinn bakpoka en staulast áfram blautur og kaldur. Fyrirhyggja Pegar lagt er af stað er nauðsyn- legt að gera sér grein fyrir göngu- stefnu og væntanlegu landslagi það getur komið sér vel síðar. Oft er hægt að nota ár og læki, gil, girðingar, rafmagnslínur og slóða sem leiðara eftir að skyggni versnar. Ef þú sérð að skyggni fer versnandi þá skaltu taka stefnu með áttavitanum og reyna að halda henni. Ef þú villist í roki og rigningu og myrkur að skella á er ráðlegast að reyna að finna skjól, klæðast eins vel og hægt er, hreyfa sig til hita og umfram allt halda ró sinni. Ef þú hefur nóg af skotum skjóttu þá upp í loftið á hálfa og heila tímanum. Einnig er gott að skjóta upp neyðarskotum, 2-3 með stuttu millibili. f byl og skafrenningi á það sama við að mestu leyti, nema þá er best að grafa sig í fönn. Ef menn verða fyrir slysi eða eru svo þrekaðir að þeir komist ekki til byggða hjálp- arlaust skal reyna að merkja stað- inn með SOS, hægt væri að nota steina, snjótraðk, rjúpnablóð eða hvað sem tiltækt er. Að lokum: fyrirhyggja og að- gæsla ræður úrslitum á fjöllum. Góða ferð og góða heimkomu. Chick'kbiq HVAÐ ER I HADEGISMATINN? — ERTU í TÍMAHRARI? Pá eru Chick-King kjúklingabitar, franskar kartöflur og Ijúffengt hrásalat lausnin. Rennið við hjá okkur og grípið hádegismatinn með ykkur heim í handhægum umbúðum. Núna stendur sá tími yfir sem rjúpurnar teldu vafalítið að mætti missa sig en rjúpnaskyttur telja að sama skapi ómissandi. Við höfum grafið upp ýmsar ráðleggingar til þeirra sem hyggj- ast halda til óbyggða til rjúpna- veiða. '4 Ferðaáætlun Gerið ferðaáætlun þ.e. hvert skal halda, hve margir eru saman, áætlaðan komutíma að bíl og eins hvenær komið verði heim aftur. Látið aðra vita um ferðaáætlun- ina, bíl og búnað. Eins ef talstöð er í bílnum þá látið vita hvaða rás verður notuð. Gott ráð er að skilja lykla eftir hjá bílnum þann- ig að allir ferðafélagarnir geti gengið að þeim ef menn eru ekki samferða til bílsins. Fylgist vel með veðurspá áður en lagt er af stað, ef veðurhorfur eru ótryggar er ráðlegast að fresta ferðinni. Ekki gallabuxur Nauðsynlegt er að klæða sig vel, ull eða kappklæðnaður innst. Athugið að tvær þynnri ullarpeys- ur eru betri en ein þykk, buxur úr ull eða flannel eru bestar. Alls ekki gallabuxur. Vindheldur an- orakkur eða létt úlpa hafa reynst best í þurru veðri einnig er gott að hafa léttar vindheldar buxur. Pað er mikilvægt að varast að svitna mikið, en það gerist oft þegar menn Ieggja á brattann nýstignir úr heitum bílnum og eru of mikið klæddir. Skór þurfa að vera þannig að hægt sé að nota tvenna ullarsokka í þeim, haldi vel við ökklann og hafi grófan sóla. Mörgum hættir til að fá sér of stífa skó, sem henta vel við klifur, en eru ekki fyrir langar göngur. Ef snjór er á jörðu er mjög gott að hafa legghlífar eða háa sokka sem ekki festir snjó á. í krapi og bleytu eru stígvél nauðsynleg þó þau séu verri til að ganga á. Lambhúshetta er besta höfuð- Dóróthea Maanúsdóttir Torfi Geirmundsson Yfir 80 tegundir af hárkollum fyrir kvenfólk og mjög gott úrval af toppum og hárkollum fyrir karlmenn. Fyrsta flokks vara á góðu verði. UMBOÐSMENN: Jón Hjartarson, hárskeri, sími 2675, Akranesi. Rakarastofa Sigvalda, Kaupangi, Akureyri. Sími 21898 UPPLÝSINGASÍMI 17144 Laugavegi 24 - 2. hæð 4-* | Heilræði handa skotvei6imönnum: Fvrirhyggja og aogæsla er ur- slitavaldurinn u

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.