Skagablaðið


Skagablaðið - 20.11.1985, Blaðsíða 12

Skagablaðið - 20.11.1985, Blaðsíða 12
Vinnuslys um borö í Höfrungi á Raufarhöfn Það vinnuslys varð um fyrri helgi um boð í Höfrungi að einn skipverja féll niður í lestina, þegar verið var að landa á Raufarhöfn, og ökklabrotnaði. Mesta mildi mun hafa verið að skipverjinn hlaut ekki meiri meiðsl en raun bar vitni en það mun hafa haft sitt að segja að lítilræði af loðnu var enn eftir á botni lestarinnar þegar hann missti fótanna og datt. Höfðavík í sölutúr Togarinn Höfðavík er nú þessa stundina á leið til Bretlands með 140 tonn af fiski, sem ætlunin mun að seljaþar í landi á morgun. Vonandi er að gott verð fáist fyrir aflann en íslensk skip hafa verið heppin með verð undanfarið í Bretlandi, m.a. vegna lélegra gæfta þarlendra báta. Símalaust á sunnudag Þegar veðurhamurinn var hvað verstur hér á sunnudag vildi það óhapp til að öryggi sló út og skilaði sér ekki inn aftur. Af þeim sökum varð símstöðin rafmagns- laus og þar með fór allt síma- samband úr skorðum um tíma. Samband komst aftur á áður en mjög langt um leið en símaleysi er bagalegt í óveðri sem þessu þegar brýnt getur verið að koma áríðandi skilaboðum á framfæri MnversKir smmngar Um 200 manns komu til að sjá kínverska badminton-sýningarfólkið sem var hér síðastliðið fimmtudagskvöld. Þetta lið kemur hingað frá Kína og fer héðan til Svíþjóðar og Hollands áður en það fer til Kína aftur. Þessi hópur er um það bil að ná sæti í Kínverska landsliðinu og aðeins spurning um tíma hvenær það gerist. Spilarar frá badmintonfélaginu hérna spiluðu á móti þeim Kínversku og stóðu sig vel, en ekki er sanngjarnt að bera saman þessa tvo hópa því Kínverjarnir væru ekki að koma hingað til að sýna ef svo væri heldur væri okkar fólk þá að sýna einhversstaðar úti í heimi. Stjórn Badmintonfélags Akraness bað Skagablaðið að koma á framfæri þakklæti til bæjarstjórnar fyrir dyggilegan stuðning og einnig til forráðamanna og starfsfólks íþróttahússins fyrir gott samstarf við heimsókn Kínverjanna. Margt býr í þokunni hjá Skagaleikf lokknum; Fátt var við frumsýiv ingu vegna óveðursins Skagaleikflokkurinn frumsýndi Margt býr í þokunni á síðasta föstudagskvöld. Um 90 manns mættu og er ekki að efa að óveðrið hefur haft mikil áhrif á hve fáir komu. Þeir sem sáu frumsýninguna skemmtu sér vel og að sýningu lokinni voru starfs- menn bakatil, leikarar og leik- stjóri hylltir og blómvendir af- hentir. Þegar frumsýningunni var lokið og leikarar búnir að hreinsa farð- ann framan úr sér, var haldið upp í Golfskála og þar var öllum aðstandendum leiksins ásamt gestum boðið upp á mat. Áður en maginn var mettaður flutti formaðurinn, Ásgerður ísfeld, smátölu og óskaði hópnum til hamingju með sýninguna og þakkaði leikstjóranum Sigurgeir Scheving fyrir vel unnið starf og færði honum gjöf frá Skagaleik- flokknum. Þá kom einnig fram, að óveðrið hefði komið í veg fyrir að margir gesta sem ætluðu að koma, t.d. úr Reykjavík, komust ekki. Sigurgeir þakkaði fyrir sig og einnig fyrir ánægjulega samvinnu með Skagaleikflokknum. Sér- Landsleikur við Dani hér heima í desember? Heyrst hefur að talsverðir möguleikar séu á því að landsleikur við Dani verði hér í íþróttahúsinu þann 28. desember. Danir koma hingað til lands á milli jóla og nýárs og leika hér 3 landsleiki. Ekki mun endanlega gengið frá þessum málum en líkurnar á því að samningar takist við HSÍ eru sagðar góðar. Ef af leiknum verður eru nákvæmlega fjögur ár frá sögulegum landsleik við Danina hér á Skaganum. Það var 1981 að erkifjendurnir voru rótburstaðir, 31:19. Hvort sagan endurtekur sig er svo annað mál. staklega þakkaði hann ungu fé- lögunum fyrir þeirra þátt í að koma verkinu upp, svo og öllum öðrum sem áttu þátt í að gera þetta að veruleika.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.